Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 88

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 88
Á morgun heldur Landslið mat- reiðslumanna í heimsmeistara- keppnina í Lúxemborg, en hún stendur yfir 18. til 22. nóvember. Liðið er skipað átta úrvalskokk- um, og gegna þeir Ragnar Ómars- son, yfirmatreiðslumaður á Salti, og Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, stöðum spilandi þjálfara. Annars vegar er keppt í heitu eldhúsi, og hefur liðið þá fimm klukkutíma til að snara fram þriggja rétta matseðli fyrir 115 manns, og hins vegar í köldu borði. „Í heita matnum eigum við að vera með fisk eða skelfisk í forrétt, kjöt í aðalrétt og svo eftirrétt, en það er undir hverju landi komið hvað þeir gera. Við verðum með humar og bleikju í forrétt og lamb í aðalrétt. Við höfum verið með lambið í mörg ár og dómararnir hlakka alltaf til að fá það,“ sagði Ragnar. Stífur undirbúningur bíður liðs- ins í Lúxemborg. „Við fáum hótel- eldhúsið lánað. Það er náttúrlega í notkun á daginn en við vinnum bara vel á nóttunni og sofum í törn- um,“ sagði Ragnar. Íslenska liðið hefur staðið sig frábærlega undan- farin ár, en í ár stefnir liðið að því að halda stöðu sinni á topp tíu-list- anum. „Það er nóg af þjóðum á hælum okkar,“ sagði Ragnar. Landsliðið til Lúxemborgar … að uppþvottalögur getur virkað alveg jafn vel og ofurofnhreinsir. Sprautaðu smá uppþvottalegi blönduðum örlitlu vatni í ofninn, hitaðu hann aðeins og óhreinindin munu renna af. Finnst sveppir og rækjur vondar Víngerðarmaðurinn Aurelio Montes heimsótti Ísland og kynnti vínin sín. Hann er þjóðhetja í Chile eftir að hafa umbylt víngerð þar í landi fyrir röskum tveimur áratugum. Árelíó hver, hváði vinur minn þegar ég sagði honum að ég væri að fara að hitta Aurelio Montes. Eitthvað rofaði til þegar ég sagði honum að hann væri frægasti vín- gerðarmaður Suður-Ameríku. „Montes, auðvitað, oft drukkið það.“ Og hefðu margir Íslendingar getað svarað á svipaðan máta enda vart það mannsbarn sem yfirhöf- uð hefur dreypt á léttvíni sem ekki hefur smakkað vínin frá Montes. Þau hafa verið með vinsælustu vínum í vínbúðum allar götur frá því þau komu fyrst á markaðinn hér árið 1989. Samt vitum við giska lítið um manninn á bak við vínið. „Þótt vínin beri nafn mitt vil ég helst vera í bakgrunninum. Það eru vínin en ekki mennirnir sem búa þau til sem skipta öllu máli,” segir Aurelio Montes. Hafi fólk á annað borð áhuga á vínum er þó ekki hægt annað en að forvitnast um menn á borð við Aurelio Montes. Saga hans er sam- tvinnuð framrásinni í víngerð í Suður-Ameríku og breytingum á vínneyslu á Vesturlöndum. Mont- es var prímusmótor í þeirri umbyltingu er varð í víngerð í Chile fyrir röskum tveimur ára- tugum. Sannfæring hans var að náttúrulegar aðstæður í Chile væru svo stórkostlegar að ómögu- legt væri annað en að búa til vín sem stæðust samanburð við það sem best gerðist annars staðar. Eldmóðurinn og skjót velgengni hafði smitandi áhrif á kollega hans. Öll helstu vínhús landsins lögðu í miklar umbætur á víngerð- inni með þeim árangri að Chile er nú eitt helsta vínframleiðsluland heims. Hér á landi hafa vínin frá Montes verið í hópi mest seldu vína. Vínframleiðsa er orðin ein mikil- vægasta útflutningsgrein Chile á eftir kopar og laxeldi. Velgengni vínanna hefur fyllt Chile-menn miklu stolti og er Aurelio Montes þjóðhetja þar í landi. Þessi hóg- væri maður gefur þó lítið fyrir eigin frægð og færir undantekn- ingarlítið talið frá sjálfum sér og að víngerðinni þegar hann er spurður út í eigin hagi. Stór hluti spjalls okkar fer í að ræða nágrannana í Argentínu í víðu samhengi en Montes hefur frá því 2001 byggt upp víngerð í Argent- ínu undir nafninu Kaiken. „Nafnið kemur úr máli mapuche-indjána. Kaiken er gæs sem á sér híbýli beggja vegna Andesfjallanna í Patagóníu sem er landsvæði syðst í Chile og Argentínu. Nafnið endur- speglar að þetta er samvinnuverk- efni þessara tveggja nágranna- landa. Argentínumenn eru skemmtilegir og það er mjög gaman að vinna þar þótt það sé talsvert frábrugðið því sem gerist heima. Efnahagslífið er afar óstöðugt en við höfum verið svo lánsöm í Chile að búa við lang- varandi hagsæld og stöðugleika. Aðstæður til vínræktar eru ger- ólíkar, meginlandsloftslag á meðan við búum við úthafsloftslag. Afar krefjandi umhverfi en gefandi.“ Aurelio er mikill náttúruunnandi, hestamaður og flugmaður sem þvælist upp og niður eftir landinu mjóa á lítilli rellu og smellir sér niður á túnin við hlið vínakranna. Hendir sér síðan beint á hestbak og æðir út á vínekrurnar. Þannig nær hann mikilli yfirreið á skömm- um tíma og getur það skipt sköp- um í vínrækinni. „Ég vil vera með puttana eins mikið í þessu sjálfur og ég get. Tæknin hefur batnað mikið en það eru alltaf ný við- fangsefni, ég hef t.d. miklar áhyggjur af loftlagsbreytingum. Það hefur orðið gjörbreyting þau 30 ár sem ég hef starfað í vín- gerð og ég sólbrenn á ekrum þar sem ég svitnaði ekki fyrir nokkr- um áratugum. Ég gæti þurft að færa sumar vínekrurnar af þess- um sökum. Það er þó ekki útaf þessu sem ég er að færa út kvíarn- ar til annarra landa, þar ræður ævintýraþráin og vonin um að geta búið til vín sem eru frábær og öðruvísi. Ég veit þó ekki hvort ég fer að vaða út um víðan völl en ef ég færi eitthvað þá myndi ég vilja skoða víngerð á Spáni eða Ástralíu frekar en önnur svæði í Suður-Ameríku því þar eru árstíð- irnar aðrar og uppskerutíminn skarast ekki.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.