Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 1
Ísland meðal undra veraldar Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Skilaði fjórum | Hagnaður Icelandair Group nam rúmum þremur milljörðum króna fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi og tæpum fjórum milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Batnandi rekstur | Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, lauk við sölu á nýju hlutafé fyrir hálfan milljarð króna. Rekstur félagsins það sem af er ári er nú betri en í fyrra þegar það tapaði 187 millj- ónum króna. Selja Daybreak | Stjórn Dagsbrúnar hyggst selja meiri- hluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions Ltd. Stjórnin gerir ráð fyrir 1,5 milljarða varúðar- færslu vegna eignarhlutar félags- ins í Daybreak. Dagsbrún öll | Dagsbrún hefur verið skipt upp í tvö skráð rekstr- arfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar og Teymi á sviði upp- lýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórn- arformaður 365. Eigendur sameinast | Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanausts hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Um sjö hundruð manns vinna hjá fyrirtækjunum. Vilja Marel | Hollenska fyrir- tækjasamstæðan Stork hefur lýst yfir eindregnum áhuga á að eign- ast Marel. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræð- um og vill hvor um sig eignast hinn. Ticket styrkist | Sænska ferða- skrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæf- ir sig í viðskiptaferðum. SÍA Effie-verðlaunin í annað sinn 14 Dagsbrún og Avion Ris og fall tveggja viðskiptamódela 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Samfélagsleg stefna fyrirtækja Ábyrgð eða auglýsing? 10-11 L á n s h æ f i s m a t s f y r i r t æ k i n Moody´s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor´s gáfu í gær nýrri skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára upp á einn milljarð evra einkunn í samræmi við fyrra hæfismat fyrirtækjanna á erlendum skuld- bindingum ríkissjóðs. Moody´s gefur einkunnina Aaa, en Fitch og Standard & Poor´s einkunnina AA-. Skuldabréfaútgáfan er ein- vörðungu til að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabanka Íslands og með gjalddaga í desember 2011. Í greinargerð Moodys eru horfur fyrir hæfismatið sagðar stöðugar. Þegar Fitch mat láns- hæfi ríkissjóðs fyrr í mánuðinum voru horfur fyrir matið sagðar neikvæðar og stendur sú skoðun enn. Sömuleiðis segir Standard & Poor´s horfur neikvæðar. Í mati Vincents J. Truglia og Joan Feldbaum-Vidra, sér- fræðinga Moody´s, er bent á að skuldir ríkisins séu mjög litlar. „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að styrkja lausafjárstöðu landsins til að það sé betur í stakk búið til að takast á við áföll, sér í lagi vegna viðskiptahalla þjóðarinnar sem hafi verið ört vaxandi og þá sér- staklega með tilliti til skulda bank- anna,“ segir Feldbaum-Vidra, en bendir um leið á að bankarnir hafi þegar að fullu fjármagnað skuld- bindingar sem til falla á næsta ári vegna fjármögnunar þeirra. Fitch segir enn að virðist nokkuð í land í að jafnvægi náist í hagkerfinu og það þrátt fyrir að bankarnir hafi nýverið tekið fjármögnun sína fastari tökum, en þar sem skuld- ir þeirra nemi 90 prósentum af heildarskuldum þjóðarinnar hafi það skipt verulegu máli. Bent er á að hátt vaxtastig hafi enn ekki náð að hægja að marki á einkaneyslu og fjárfestingu. Þótt landið standi á margan hátt vel, skuldsetning hafi að miklu leyti farið í arðbæra erlenda fjárfestingu og tekjur á mann séu háar, þá segir í mati Fitch að tíminn verði að leiða í ljós hvernig spilast úr ójafnvægi í hagkerfinu. - óká Óbreytt mat á ríkisskuldabréf Óli Kristján Ármannsson skrifar Uppi eru efasemdir um að forsendur þær sem Ríkisendurskoðun gaf sér varðandi áhættustýringu Íbúðalánasjóðs fái staðist. Í byrjun mánaðarins sagði Ríkisendurskoðun áhættustýringuna vera viðunandi og ólíklegt að reyni á ríkisábyrgðir vegna sjóðsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins urðu nokkrar deilur í sérfræðinganefndinni sem Ríkisendurskoðun fékk til að fjalla um áhættustýringu sjóðsins og gengu þær svo langt að hluti nefndarmanna neitaði að skrifa undir skýrslu þá sem skila átti til félags- og fjármálaráðuneytis nema að í hana yrði settur fyrirvari um að matið byggði á þeirri forsendu að sjóðurinn gæti ávallt brugðist við uppgreiðslum lána með því að endurlána eða fjárfesta á betri kjörum. „Hér er um mjög afgerandi forsendu að ræða og erfitt að meta líkurnar á að hún standist,“ segir í álitinu sem skilað var til ráðherra. „Hafi sjóðurinn ekki færi á að endurfjárfesta innborguðu fé vegna uppgreiðslna útlána eða endurfjárfestir það með marktækt minni vaxtaviðbót en verið hefur þá eykst verulega hættan á að endar nái ekki saman á einhverjum tímapunkti.“ Greiningardeild Kaupþings banka veltir sérstak- lega fyrir sér þeim fyrirvörum sem koma fram hjá Ríkisendurskoðun varðandi endurfjárfesting- aráhættu sjóðsins. „Ef langtímaraunvextir lækka talsvert frá núverandi gildi gætu forsendur breyst töluvert varðandi endurfjármögnun sjóðsins,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans. „Þegar sjóðurinn skipti úr húsbréfum í íbúðabréf gaf hann út óafturkallanlega skuldabréfa- flokka sem eru bundnir við 4,75 prósenta vexti. Af þeim sökum gæti almenn lækkun raunvaxta hér leitt til þess að uppgreiðslur myndu aukast á nýjan leik og afskaplega erfitt verður að finna greiðsluflæði á móti útistandandi bréfum í lægra vaxtaumhverfi.“ Ásgeir segir hins vegar ólíklegt að vaxtamunur við útlönd verði áfram jafnmikill og verið hefur, fyr- irséð sé lækkun stýrivaxta hér og svo sé náttúrlega aldrei að vita hvað hér gerist síðar meir í gjaldeyr- ismálum, svo sem hvað varði upptöku evrunnar. Þá kunni breytingar á borð við niðurfellingu á stimpil- gjaldi að gera húsnæðislán mun hreyfanlegri og ýta undir uppgreiðslur hjá öllum fjármálastofnum, þar með talið Íbúðalánasjóði. Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs, segir forsendur Ríkisendurskoðunar standast, enda vegi uppgreiðsluþóknun á stærstum hluta bréfa sjóðsins á móti mun á eigin útlánum sjóðsins og ríkistryggðum vöxtum hverju sinni. Hann bendir á að í álitinu hafi einnig verið aðrar varfærnar forsendur svo sem um að Íbúðalánasjóður myndi ekki stækka. „En í dag er hann að stækka,“ segir hann og bendir á að eins og staðan sé í dag hagnist sjóðurinn á uppgreiðslum. Jónann segir lítið eftir af óafturkræfum skulda- bréfaflokkum á 4,75 prósenta vöxtum. „Þar erum við búin að fá svo mikla uppgreiðslu, en þetta ligg- ur í húsbréfunum. Líftími þeirra er mjög stuttur þannig að þetta hefur ekki mikil áhrif,“ segir hann og skýtur á að af heildarútlánum sjóðsins upp á 400 milljarða, séu um 100 milljarðar sem falli í þann flokk. Neituðu að undirrita Sérfræðingar Ríkisendurskoðunar neituðu að skrifa undir skýrslu um Íbúðalánasjóð nema að settur yrði fyrirvari. Baugur hefur til skoðunar þátt- töku í kaupum á spítalabygging- um í Bretlandi. Byggingarnar hýsa spítalakeðju sem er í eigu fjárfestingarsjóðsins Apax og fleiri fjárfesta. Baugur fjárfesti á sínum tíma í fasteignasjóði undir forystu Nick Leslau sem sá meðal ann- ars um kaup á fasteignum Big Food Group. Ekki er um að ræða kaup á Spítalakeðjunni sjálfri heldur fasteignum hennar. Aðrir fjárfestar í hugsanlegum fast- eignakaupum eru Tom Hunter og HBOS bankinn. Baugur hefur leitt verkefni með þessum fjárfestum í smá- söluverslun og tekið þátt í öðrum verkefnum sem leidd hafa verið af þessum fjárfestum, meðal annars í fasteignakaupum. - hh Baugur skoðar spítala- fasteignir Markaðsvirði 365 hf. hélt áfram að lækka hratt á öðrum við- skiptadegi í sögu félagsins eftir að Dagsbrún var skipt upp í 365 og Teymi. Rétt fyrir lokun markaða í gær nam heildarlækkun á virði félagsins um 2,5 milljörðum króna frá því á föstudaginn. Þetta var um sautján prósenta lækkun á gengi félagsins á sama tíma. Stóð hluturinn í 3,81 krónu rétt fyrir lokun markaða. Upplýsingatækni- og fjar- skiptafélagið Teymi hafði hins vegar lækkað töluvert minna frá uppstokkun Dagsbrúnar, eða um 400 milljónir króna, á sama tíma. Markaðsvirði Teymis og 365 hafa því verið að nálgast hvort annað en 365 var metið á 55 prósent af heildinni við skiptingu Dagsbrúnar. Nú munar um 400 milljónum króna á félögunum, samanborið við 2,5 milljarða mun við skiptinguna á föstudaginn. 365 er útgáfufélag Markaðarins. - eþa / sjá bls. 8 365 lækkar áfram ukin útgjöld íslenskra fna á borð við íþrótta-, menningarmál heyrist samfélagslega ábyrgð el sótta ráðstefnu sem avík stóð fyrir í sam- mannatengsl í síðustu n enn glæðst. Af máli fram komu þar mátti breyttra viðhorfa um a í samfélaginu. Þau æli skyldu sína að vera gnar og leggja góðum m lið og bæta þannig mfélag sem þau starfa í. arnar vikur hafa margir átt í þessari umræðu. á ð l Bjö ólf sé að festast í sessi að stjórnendur álíti það samfélagslega jákvætt að vera með skilgreinda starfsmannastefnu. Styrkir til fél k f f di þ á tæki setja rkmið a að p- m- ttir gmyndina um ga ábyrgð em, öt- n ptir r r starfsemi í yrgð eða auglýsing? Benedikt Axelsson hefur starfað semleikhústæknimaður síðan 1991. Sam-hliða vinnunni lærir hann nú lýsingar-fræði í Iðnskólanum í Reykjavík.Lýsingarfræði er nýtt þrjátíu eininga fjar nám í Iðnskólanum sem gefallt l mjög gott nám að sögn Benedikts. „Ég er svo- lítið búinn að vera á höttunum eftir svona námi en það hefur hvergi verið í boði nema erlendis og skemmtilegt framtak hjá Iðnskól- anum að bjóða upp á þetta. Ég hef verið að sækja eitt og eitt nám k iI i FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Lýsir upp umhverfið Jólahúsið á Akureyri í fullum skrúða Norðurland [ SÉRBLAÐ UM NORÐURLAND – MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 ] BREKKUSKÓLI LES OG LESVerkefnið Orðasafn heilansBLS. 4 AKUREYRI Í VETRARBÚNINGIMannlífsmyndir að norðanBLS. 6 STAÐURINN Nýr grænmetisstaður BLS. 8 UNGIR KRULLAKrulluæðið á Akureyri BLS. 10 UNGUR PÍANÓLEIKARILenti í öðru sæti í EPTA BLS. 10 EFNISYFIRLIT BENEDIKT JÓLAKARLJólahúsið opið alltaf nema á jólunum SJÁ BLS. 4 FRÚIN Í HAMBORGSönglar jólalög innan um antíkmuni SJÁ BLS. 8 Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Landsbankans, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, keyptu í gær hið fornfræga enska knattspyrnufélag West Ham og greiddu rúma 14 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Eggert verður stjórnar- formaður félagsins og Björgólf- ur heiðursforseti. Eggert mun láta af formennsku hjá KSÍ í kjölfarið en þar hefur hann setið síðan 1989. „Það verður ekkert Abramov- ich-snið á þessum rekstri. Við ætlum að ná okkar markmiðum hægt og rólega. Við viljum koma klúbbnum í fremstu röð á Englandi og fljótlega ætlum við að koma liðinu í þá stöðu að það berjist um sæti í Meistaradeild- inni,“ sagði Eggert. Ætla með liðið í fremstu röð Íslenskir jöklar hafa verið útnefndir meðal sjö nýrra undra veraldar af sérfræð- ingadómstól þáttarins Good Morn- ing America á bandarísku sjón- varpsstöðinni ABC. Íslensku jöklarnir urðu fyrir valinu vegna samspils síns við eld- fjöllin sem leynast undir íshell- unni. Bent er á að jöklunum sé ógnað vegna hlýnunar andrúms- lofts jarðar. Þau sex fyrirbæri sem komust í flokk með íslensku jöklunum og eldfjöllunum undir þeim voru sjálft Internetið, Potala-höllin í Tíbet, elsti hluti Jerúsalem, vernd- að kóralrif við Hawaii, Maasai Mara þjóðgarðurinn í Kenía og pýramídar Majanna í Mexíkó. Á vefsíðu ABC eru myndir frá Íslandi og upplýsingar um sam- göngur til landsins. Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra var í Kenía þegar hún heyrði um útnefninguna í beinni útsendingu í síðustu viku. Á fundi hjá Samtökum iðnaðarins í gær sagði Jónína þetta varla hafa komið henni á óvart. „Þessi tíðindi voru einkar ánægjuleg nú þegar undirbúning- ur Vatnajökulsþjóðgarðs – þjóð- garðs elds og íss – er langt kom- inn. Það eru að mínu mati engar ýkjur þegar ég segi að þar séu á ferðinni metnaðarfyllstu áform í náttúruvernd sem fram hafa komið,“ sagði umhverfisráðherra. Meðal sérfræðinga ABC voru haffræðingur, verðlaunablaða- maður, fornleifafræðingur og ferðafrömuður. Mælt er fyrir tilfærslu verkefna fyrir samtals 3,4 millj- arða króna í frumvarpi fjármála- ráðherra um ráðstöfun hluta sölu- andvirðis Landssímans. Lagt er til að verkum fyrir 2,4 milljarða verði frestað frá næsta ári til árs- ins 2008 en um leið að verkum fyrir milljarð króna sem áttu að koma til framkvæmda á næsta ári verði flýtt til þessa árs. Þannig verður hundrað milljón- um varið til Sundabrautar á næsta ári í stað 1.500 milljóna áður en á móti nema framlögin árið 2009 3.900 milljónum í stað 2.500 áður. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segir þessar tilfærslur ein- faldlega vera vegna þess að fjár- veitingar til framkvæmda hefðu verið minnkaðar í fjárlögum. „Það er ekki hætt við neitt heldur fært á milli ára í samræmi við fjárlögin og raunveruleikann.“ Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sagði tilfærslur á fjár- munum til byggingu Sundabraut- ar koma sér töluvert á óvart. Hann lagði fram tillögu um ályktun á borgarstjórnarfundi í gærkvöld en því var hafnað af meirihlutan- um. „Það vekur áhyggjur að það sé verið að fresta fjármögnuninni án þess að neinar viðhlítandi skýr- ingar séu gefnar á því. Það vekur upp spurningar um það hvort að það sé kominn einhver hægagang- ur í þetta eða hvort að menn séu að undirbúa einhverja vendingu í málinu. En við munum fylgja þessu vel eftir og kalla eftir svör- um í borgarráði á morgun.“ Gísli Marteinn Baldursson, foramaður umhverfis- og sam- göngunefndar borgarinnar, segir að ekki sé um frestun á fram- kvæmdum við Sundabraut að ræða heldur einungis tilfærslu á pening- um til verksins. „Við höfum einsett okkur að taka ákvörðun um legu Sundabrautar á þessu ári og sú áætlun stendur. Á næsta ári fer fram hönnunarvinna. Fjármagnið sem sett hafði verið á 2007 er miklu meira en það sem þarf í þá vinnu. Það er því verið að endurraða þeim fjármunum sem fara í málið sam- kvæmt þeim áætlunum sem borgin hefur sett sér.“ Framkvæmdum við Sundabraut frestað Ríkið leggur 100 milljónir króna í Sundabraut á næsta ári en ekki 1.500. Fjár- málaráðherra segir að ekki sé verið að hætta við neitt heldur sé um tilfærslu að ræða. Samfylkingin segir ákvörðunina koma á óvart og vill skýringar. Við höfum einsett okkur að taka ákvörðun um legu Sundabrautar á þessu ári. Sala á hlut Reykjavík- urborgar í Landsvirkjun var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gærkvöld með meirihlutaatkvæð- um sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna. Borgarfulltrúar minnihlutans greiddu hins vegar allir atkvæði gegn sölunni. Minnihlutinn mótmælti sölunni harðlega og sakaði borgarstjóra um ófagleg vinnubrögð þar sem hann hefði ekki kynnt sér samningsmarkmið borgarinnar áður en skrifað var undir. Þá lægi ekki fyrir hvort lífeyrissjóðirnir myndu fá það fjármagn sem þeim var lofað enda væru þau skulda- bréf sem borgin fær af sölunni á breytilegum vöxtum. Í byrjun mánaðarins samþykktu Reykjavíkurborg og Akureyri að selja hluti sína í Landsvirkjun fyrir 30 milljarða króna. Borgin, sem átti 45 prósent, fær 27 milljarða fyrir hlut sinn en Akureyri þrjá milljarða fyrir sinn fimm prósenta hlut. Samþykkir sölu Landsvirkjunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.