Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 2
 Bjarni Hrafn Ingólfsson, markaðsstjóri Heimsferða, segir það tilviljun en ekki fyrirfram ákveðna markaðstækni að birta heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu til kynningar á hluta af sumar- áfangastöðum Heimsferða á sama tíma og mikil snjóþyngsli hrjá landann. „Það er alveg eðlilegt að byrja að kynna þessar ferðir svona snemma. Samstarfsfyrirtæki okkar erlendis kynna til dæmis vanalega sumarferðir sínar í okt- óber. Þetta er bara þróunin í þessu. Við höfum líka verið að kynna ferð- ir til Kanada næsta sumar í rúman mánuð nú þegar. En við erum að kynna nýjan áfangastað, Rhodos, og því erum við að þessu núna.“ Bjarni viðurkennir þó að veð- urharkan skemmi líklegast ekki fyrir sölunni. Hann segir samt sem áður erfitt að tengja auglýs- inguna við veðrið því herferðir sem þessar séu sjaldan ákveðnar með litlum fyrirvara og ekki ráði hann yfir veðrinu. „En þetta hefur gengið mjög vel. Það hafa verið gríðarlega góð viðbrögð á bókun- um á nýja áfangastaðinn Rhodos sem og til Mallorca, sem er svona meira hefðbundinn sumarleyfis- staður fyrir okkur Íslendinga.“ 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM Nefnd forsætisráð- herra um lagalega umgjörð stjórn- málastarfsemi lauk störfum í gær. Lagt er til að styrkir fólks og fyr- irtækja til stjórnmálaflokka og þátttakenda í prófkjörum verði að hámarki 300 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru þau sjónarmið uppi í nefndinni að leggja bæri blátt bann við framlögum einkaaðila til stjórnmálaflokka en fallist var á 300 þúsund króna hámark. Á móti er lagt til að ríkisframlög til stjórnmálaflokka verði hækkuð. Framlög ríkisins nema nú 300 milljónum á ári og skiptast pen- ingarnir milli flokka eftir þing- styrk þeirra. Áfram er gert ráð fyrir að ríkisframlögum verði skipt eftir þingstyrk – nýir flokk- ar eða framboð njóti ekki ríkis- framlaga í aðdraganda kosninga. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þarf að stórauka ríkisframlögin svo tekjur flokk- anna skerðist ekki. Skorður verða settar við hve miklum peningum fólk má verja til þátttöku í prófkjörum. Er fjár- hæðin háð fjölda kosningabærra manna í kjördæmum og geta þátt- takendur í sameiginlegu prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu varið um sjö og hálfri milljón króna til próf- kjörsbaráttu. Stjórnmálaflokkum og þátttak- endum í prófkjöri verður gert að birta upplýsingar úr bókhaldi og þurfa flokkarnir að nafngreina fyrirtæki sem veita þeim styrki. Ekki þarf að nafngreina einstakl- inga sem styrkja stjórnmálaflokka eða fólk í prófkjörum. Ríkisendurskoðun er ætlað að hafa eftirlit með bókhaldi flokk- anna og uppgjöri þátttakenda í prófkjörum. Að líkindum þarf að efla embættið vegna þessara auknu verkefna. Nefnd forsætisráðherra mælist til þess við forsætisnefnd Alþingis að skoðað verði hvort tilefni sé til að taka upp samræmdar reglur um birtingu eignatengsla þing- manna við fyrirtæki. Þá gerir hún ráð fyrir að stærri sveitarfélög veiti styrki til stjórn- málastarfs á sveitarstjórnarstigi. Nefndin, sem var skipuð í júlí 2005, hélt fjölda funda en hylla tók undir samkomulag nú síðsumars. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fylgst með störfum nefndar- innar. Stefnt er að því formenn þingflokka leggi málið í samein- ingu fram í þinginu og er miðað við að lög um fjármál stjórnmála- flokkanna verði samþykkt fyrir jólahlé þingsins. Prófkjör megi mest kosta 7,5 milljónir Framlög fólks og lögaðila til stjórnmálaflokka mega hæst nema 300 þúsund krónum á ári, samkvæmt tillögum nefndar um lagaumhverfi stjórnmálaflokka. Ríkisframlög til stjórnmála verða aukin. Þak verður sett á kostnað við prófkjör. Rafiðnaðarkonur eru með hærri laun en rafiðnaðar- karlar ef marka má niðurstöðu í könnun Gallups fyrir Rafiðnaðar- sambandið. Könnuð voru laun félagsmanna í september og kom fram að konur með sveinspróf eða meira væru með átján prósentum hærri daglaun en karlarnir. Um sex og hálfs prósents munur er á daglaunum hjá raffólki sem ekki hefur lokið iðnnámi, körlunum í hag. Á vef Rafiðnaðarsambandsins kemur fram að engar konur eru í ákvæðisvinnu og að dagvinnu- taxtar í ákvæðisvinnu séu yfirleitt frekar í lægri kantinum, sem leiði til þess að bónusinn verði hærri og daglaunamunur leiðréttist við heildaruppgjör. Ef heildarvinnutími er skoðaður staðfestist það sem áður hefur komið fram í könnunum innan RSÍ, að karlar í rafiðnaði vinna að jafnaði lengri vinnudag en konur. Konur hafa hærri daglaun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra baðst í gær afsökunar á því tjóni sem varð vegna vatnsskemmda á eigum rík- isins á Keflavíkurflugvelli um helg- ina. Jón Gunnarsson Samfylking- unni tók málið upp í þinginu í gær og sagði tjónið hlaupa á hundruðum milljóna króna. Hann sagði ekki hægt að flokka atburðinn sem slys þar sem frost í nóvemberlok mætti sjá fyrir. Aukinheldur hafi frostinu verið spáð. Spurði Jón utanríkis- ráðherra hver bæri ábyrgð. Valgerður Sverrisdóttir sagði nákvæmt mat á tjóninu ekki liggja fyrir en það hlypi ekki á hundruð- um milljóna króna heldur tugum. Upplýsti ráðherra að ríkið myndi bera kostnað vegna tjónsins þar sem húsin væru ekki tryggð, enda almenn stefna ríkisins að tryggja ekki eigur sínar. Fjölmargir þingmenn blönduðu sér í umræðurnar, meðal annars Össur Skarphéðinsson Samfylking- unni sem sagði ríkið klúðra öllu sem snerti varnarliðið og varnar- svæðið og Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum sem sagði að menn ættu að fylgjast með veður- spánni. Magnús Þór Hafsteinsson í Frjálslynda flokknum krafðist lög- reglurannsóknar á málinu en Hjálmar Árnason Framsóknar- flokki sagði frostskemmdir ekki kalla á slíka rannsókn. Jón Magnússon lögmaður segist vera með bréf frá Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni Frjálslynda flokksins, þar sem hann er boðinn velkom- inn í flokkinn. Þetta stangast á við ummæli Sverris Hermanns- sonar, stofnanda Frjálslynda flokksins, sem sagði í Fréttablað- inu laugardaginn 18. nóvember að Jón væri „ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum“. Aðspurður um þessi ummæli Sverris verður Jóni svarafátt. „Nú kann ég ekkert að segja meira. Ég er með bréf upp á þetta, eins og var í tíð Jóns Hreggviðssonar.“ Ekki náðist í Guðjón A. Kristjánsson í gær. Með bréf frá formanninum Segjast ekki ráða yfir veðrinu Mál Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum verður tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Krafa borgar- innar nemur tæpum 160 milljónum króna en hún byggir á samráði olíufélaganna Olís, Skeljungs og Olíufélagsins hf., nú Kers, þegar félögin buðu í olíuviðskipti borgarinnar, og fyrirtækja í hennar eigu, árið 1996. Forsvarsmenn félaganna hafa viðurkennt verðsamráðið en hafa haldið því fram að ávinningur af samráðinu hafi lítill sem enginn verið og því sé ekki hægt að fallast á þá kröfu sem gerð er í málinu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður flytur málið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Samráðið tekið fyrir í dómi Kristinn, ertu ekki bara allt of framsækinn fyrir þetta lið? Tveir karlmenn, rúmlega tvítugir, sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan í Reykjavík handtók þá vegna tilraunar til stórfellds smygls á e- töflum fyrir síðustu helgi. Það var á föstudag sem mennirnir voru handteknir í tengslum við tilraun til að smygla til landsins nokkur hundruð e- töflum. Töflurnar voru í hrað- sendingu sem kom hingað til lands frá Hollandi. Mennirnir eru erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þrjár vikur af Héraðsdómi Reykjavíkur. E-töflur sendar með hraðpósti Sérfræðinganefnd Ríkisendurskoðunar deildi um mat á áhættustýringu Íbúðalánasjóðs í skýrslu sem unnin var fyrir félags- og fjármálaráðuneyti. Samkvæmt heimildum Markaðarins neitaði hluti nefndar- manna að skrifa undir álitið, þar sem áhættustýringin er sögð viðunandi, nema að settur yrði inn fyrirvari um á hvaða forsendu matið byggði. Efast hefur verið um að sú forsenda haldi vatni, en hún snýr að endurfjárfestingar- áhættu sjóðsins. „Ef langtíma- raunvextir lækka talsvert frá núverandi gildi gætu forsendur breyst töluvert,“ segir greiningar- deild Kaupþings. Deilt um mat á áhættustýringu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.