Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 4

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 4
 Seyðisfjarðar- kaupstaður ætlar ekki að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál, vegna deilumáls Hjörleifs Guttormssonar, Seyðis- fjarðarkaupstaðar og Íslenskrar orkuvirkjunar ehf., þrátt fyrir að lögfræðingar sveitarfélagsins hafi undrast niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að Hjörleifur ætti að fá aðgang að samn- ingi Seyðis- fjarðarkaup- staðar við Íslenska orku- virkjun ehf. vegna orkuöfl- unar í Fjarðará, á grundvelli almannahags- muna. Ólafur Sig- urðsson segir samninginn skipta miklu máli fyrir Seyðis- fjarðarkaupstað en sveitarfélagið fær tæpar 900 milljónir að núvirði á samningstímanum sem nær til 50 ára. „Samningurinn snýst um landnot og not af ánni. Meðalarð- greiðsla til sveitarfélagsins er 7,75 prósent af brúttóorkusölu frá virkjuninni í Fjarðará. Þetta er hagstæðasti samningur sem gerð- ur hefur verið við landeiganda um nýtingu á vatnsauðlind hér á landi. Við ætlum ekki að kæra niður- stöðu úrskurðarnefndarinnar en lögfræðingar sem voru okkur innan handar undruðust mjög nið- urstöðuna og töldu hana ganga lengra en aðra sambærilega úrskurði. Við höfum þegar afhent Hjörleifi samninginn og ætlum ekki að aðhafast meira vegna þessa máls.“ Hjörleifur sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær líta svo á að ekki væri óeðlilegt, á grundvelli niðurstöðu nefndarinnar, að látið yrði á það reyna hvort leyndin yfir sambærilegum samningum sem álframleiðslufyrirtæki hafa gert við fyrirtæki í opinberri eigu gæti talist lögleg. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið ekki þurfa að veita aðgang að samningum sem gerðir hafa verið við erlenda álframleið- endur. „Það er eðlismunur á því í lögunum hvort um er að ræða stjórnvald, til dæmis sveitarfélag, eða fyrirtæki í eigu hins opinbera í tilteknum málum. Í raun má segja að Landsvirkjun sé einkaað- ili í skilningi þeirra laga sem um ræðir í okkar tilfelli og á þeim for- sendum er okkur ekki skylt til þess að veita aðgang að samning- um sem leynd hvílir yfir vegna mikilvægra samkeppnisupplýs- inga sem eru í samningum fyrir- tækisins.“ Nefndin byggði niðurstöðu sína á því að viðskiptahagsmunir nægðu ekki til þess að halda leynd yfir samningum „sem eru tengdir því að almenningur eigi kost á að fá upplýsingar um ráðstöfun opin- berra eigna“. og 2 lítra Pepsi 10 bitar, stór franskar P IP A R • S ÍA • 6 0 7 8 8 Pierre Gemayel, iðnað- arráðherra í Líbanon og áhrifa- mikill leiðtogi kristinna manna þar í landi, var myrtur í gær á götu úti í einu af úthverfum Beirút. Gemayel var akandi á bifreið sinni í hverfinu Jdeidah, þar sem kristnir kjósendur hans eru í meirihluta, þegar annarri bifreið var ekið á bíl hans, út úr henni stigu vopnaðir menn og skutu Gemayel í gegnum rúðuna af stuttu færi. Gemayel var andsnúinn því að Sýrlendingar fengju aukin áhrif í stjórn Líbanons. Alls hafa nú fimm andstæðingar Sýrlendinga verið myrtir í Líbanon á tveimur árum. Óttast er að morðið á Gemayel auki enn á óstöðugleikann í stjórn- málum landsins, þar sem Hizbollah- samtökin og aðrir flokkar sem aðhyllast náin tengsl við Sýrland krefjast þess að fá aukin völd í rík- isstjórn Líbanons. Stjórnvöld í Sýrlandi fordæmdu hins vegar morðið í gær og segjast leggja mikla áherslu á að stöðugleiki og öryggi ríki í Líbanon. Andstæðing- ar Sýrlendinga í Líbanon hafa hins vegar ásakað sýrlensk stjórnvöld fyrir að eiga hlut að máli í fyrri morðtilræðum, meðal annars morðinu á Rafik Hariri, fyrrver- andi forsætisráðherra, sem var myrtur í febrúar í fyrra. Sættast á að opna orkusamninginn Seyðisfjarðarkaupstaður hefur þegar afhent Hjörleifi Guttormssyni samning við Íslenska orkuvirkjun ehf. vegna virkjunar í Fjarðará. Samningurinn sagður sá hagstæðasti sem landeigandi hefur gert vegna vatnsaflsvirkjunar hér á landi. Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem átti stóran þátt í að reyna að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Fíkniefnin voru tekin í Leifsstöð þegar burðardýr reyndi að koma þeim inn í landið frá Spáni. Konan sem situr inni vegna málsins er talin hafa haft milli- göngu um flutning fíkniefnanna hingað til lands. Þá situr inni karlmaður sem fór með konunni til Spánar til að sækja kókaínið. Konan, sem hefur játað sök, hefur verið dæmd til að sitja í gæslu- varðhaldi til 18. janúar. Framlengt á kókaínsmyglara Ekkert lát hefur verið á mannfalli í Írak undanfarna daga. Fram að þessu hafa alls um 1.400 Írakar látið lífið í árásum það sem af er nóvember, en mannfallið er þar með orðið það mesta í einum mánuði frá því AP-fréttastofan hóf að halda mannfallstölum í Írak skipulega til haga í apríl 2005. Yfir 20 manns týndu lífi í árásum uppreisnarmanna víðs vegar um Írak í gær, þriðjudag. Ennfremur fundust á götu í Bagdad lík níu manna sem rænt hafði verið. Á sunnudag lokkaði Íraki í Hillah verkamenn að bíl sínum með loforðum um störf og sprengdi svo bílinn upp og sjálfan sig með. 22 menn fórust og 44 særðust. Mannfall nær nýjum hæðum Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Riga í Lettlandi í næstu viku, ætlar George W. Bush Bandaríkjaforseti að gera það að tillögu sinni að fimm ríkjum verði boðin sérstök samstarfsaðild að bandalaginu. Ríkin fimm eru Svíþjóð, Finnland, Japan, Ástralía og Suður-Kórea. Þessi lönd hafa ekki sóst eftir aðild að NATO, en „við viljum samstarf við þau til þess að við getum haft öflugri æfingar,“ segir Richard Burns, einn af aðstoðarutanríkisráðherr- um Bandaríkjanna. Bush vill fimm ríki í samstarf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.