Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 8
RAKKAJÓLAHLAÐBORÐ með Bárði á Hótel Örk Sunnudaganna 26. nóvember, 3. desember og 10. desember Skemmtidagskrá milli 15-17 Jólasveinninn kemur í heimsókn með gjafir í poka og dansar í kringum jólatréð með krökkunum. Hæ! Sjáumst hress á Hótel Örk Forsala miða: Hótel Örk sími 483 4700 Hótel Cabin Borgartúni 32 Reykjavík sími 511 6030 Leiðtogar Kína og Indlands hafa ákveðið að efla mjög samskipti ríkjanna og stefna að því að viðskipti milli þeirra muni tvöfaldast á næstu þremur árum. Hu Jintao, forseti Kína, kom í gær í opinbera heimsókn til Ind- lands, en það er í fyrsta sinn í ára- tug sem forseti Kína kemur þang- að. Hu átti fund með Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, í Nýju-Delhi, og sendu þeir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að fund- inum loknum. Fyrir tveimur áratugum voru viðskipti milli Indlands og Kína nánast engin. Samskipti Kína og Indlands hafa almennt verið afar stirð allar götur frá því þjóðirnar háðu stríð sín á milli árið 1962 út af landa- mæradeilum, sem enn hafa ekki verið leystar þótt samningavið- ræður hafi staðið yfir með hléum í aldarfjórðung. Tortryggni hefur einnig ríkt milli ríkjanna vegna þess að bæði hafa þau áhuga á að vera ráðandi afl í Asíu. Markmið fundarins í gær var að draga úr þessari tor- tryggni. „Það er nóg pláss fyrir bæði ríkin til að þróast saman með gagnkvæmum stuðningi og sýna jafnframt skilning á hagsmunum og markmiðum hvors annars,“ sagði Singh að fundinum loknum. Þrátt fyrir bjartsýnan tón tókst samt sem áður ekki að finna lausn á neinum af þeim stóru málum sem enn eru umdeild milli Kína og Indlands. Þar á meðal eru deilur um legu landamæra, búsetu Dalai Lama og 120 þúsund annarra útlaga frá Tíbet á Indlandi, og umfangsmikil vopnasala frá Kína til Pakistans, sem hefur verið höf- uðandstæðingur Indlands allt frá því bæði ríkin hlutu sjálfstæði frá Bretum fyrir meira en hálfri öld. Engu að síður ætla Indland og Pakistan að stórefla samskiptin, bæði í alþjóðamálum og nærtæk- ari málefnum ríkjanna tveggja. Shiv Shanker Menon, utanríkis- ráðherra Indlands, sagði að það hefði orðið gríðarlega mikilvægt ef lausn hefði fundist á landa- mæradeilunni, „en það kemur ekki í veg fyrir samskipti okkar.“ Ekkert var minnst á Tíbet á leiðtogafundinum í gær og ind- verska lögreglan hafði mikinn við- búnað til þess að vernda Hu frá því að þurfa að horfa upp á mót- mælaaðgerðir Tíbeta og stuðn- ingsmanna þeirra. Meira en þúsund Tíbetar efndu engu að síður til mótmælagöngu í Nýju-Delhi fáeinum klukkustund- um áður en Hu kom til borgarinn- ar. Ætla að stórefla öll samskipti ríkjanna Leiðtogar Kína og Indlands hittust í Nýju-Delhi í gær og hétu því að tvöfalda viðskipti landanna á næstu þremur árum. Engin lausn fékkst þó á landamæra- deilum þeirra og lögregla gætti þess vel að mótmæelndur frá Tíbet sæust ekki. Hvaða Íslendingur er kominn í úrslit í keppninni um sterkasta mann heims? Hverjir heilsa tvö þúsund sinnum á dag? Hvar var skíðasvæðið opnað um helgina? „Það þarf greinilega að styrkja til muna hinn tíu ára gamla varnargarð í Öxarfirði, til að koma í veg fyrir að vatnið flæmist ekki yfir gróið land og árfarvegur Jök- ulsár á Fjöllum breytist varan- lega,“ sagði Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík í gær. „Það hefur komið fyrir oft áður að það stíflast þarna og flæðir annað- hvort til austurs eða vesturs. Það þarf því að fara í framkvæmdir til að styrkja varnargarðinn.“ Gífurlega mikill krapi hefur myndast í Jökulsá á Fjöllum og hefur áin stíflast skammt frá ósnum og brotið sér leið í gegnum varnargarðinn í Öxarfirði og renn- ur í gegn um hann til suðvesturs og vestur í Skjálftavatn. Einnig hefur hún rofið Vestursandsveg, en þar eru engir bæir í byggð lengur og því lítil hætta á ferðum. Þó gæti verið varhugavert ef áin breytti um farveg til lengri tíma og færi þá að flæða víðar. Lögreglan á Húsavík metur breidd flóðsins rúman kílómetra og lengd krapastíflunnar skiptir nokkrum kílómetrum frá norðri til suðurs. Erfitt er að meta dýpt vatnsflaumsins en krapinn er nokk- urra metra hár þar sem hann er hæstur. Kunnugir í Kelduhverfi segja þetta með stærri krapastífl- um sem þeir hafa séð. Varnargarðurinn í Öxarfirði brast Stangaveiðifélag Reykja- víkur hefur kynnt nýja söluskrá. Hefur tveimur ám verið bætt við, Hvítá Vestra og Varmá í Árborg. Athygli vekur að gjaldskráin hefur hækkað síðan í fyrra. „Við erum búnir að vera með óbreytti krónuverð í tvö ár,“ segir Páll Þór Ármann, formaður SVFR. „Í sumum tilfellum er því um að ræða vísitöluhækkun. Í öðrum til- fellum erum við búnir að fram- lengja samningnum til að tryggja ársvæðið, sem hækkar verðið um 15-20%.“ Söluskráin verður send félags- mönnum og mun einnig liggja frammi í veiðivöruverslunum. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti ályktun á fundi sínum í mánuðinum þar sem skorað var á fjárveitingarvaldið og þingmenn á Alþingi Íslendinga að beita sér fyrir því að fjárveit- ingar til Veiðimálastofnunar verði auknar verulega á komandi árum. Stjórn SVFR tekur undir með for- stjóra stofnunarinnar að það væri stórslys ef loka þyrfti starfsstöðv- um á landsbyggðinni. Japanski forsætisráð- herrann Shinzo Abe sór á mánudag að Japan yrði áfram kjarnorkuvopnalaust land og sagði að hinar margströnduðu sexveldaviðræður um kjarnorku- áætlun Norður-Kóreumanna yrði að skila áþreifanlegum árangri sem fyrst. Ummæli Abes féllu undir lok leiðtogafundar efnahagssam- vinnuráðs Asíu- og Kyrrahafs- ríkja, APEC, í Hanoi í Víetnam. Hann hvatti þar leiðtoga kjarn- orkuvelda heims til að leggja sig meira fram við kjarnorkuvopna- afvopnun. Abe sagði það „ekki til umræðu“ í japanska stjórnar- flokknum LDP að kjarnorku- vopnavæðing N-Kóreu kallaði á að Japan kjarnorkuvopnavæddist líka. Enga kjarnorku- vopnavæðingu Valdimar L. Friðriks- son, þingmaður utan flokka, sagði sig í fyrradag úr þeim þingnefndum sem hann sat í fyrir hönd Samfylkingar- innar. Valdimar sat í félags- málanefnd og landbúnaðar- nefnd en ætlar að falast eftir setu sem áheyrnarfull- trúi í félags- málanefnd og samgöngunefnd. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær leggja fram formlegar óskir þar að lútandi síðar í vikunni. Valdimar hefur skrifstofu í húsakynnum þingsins við Austurstræti – þar sem skrifstof- ur þingmanna Samfylkingarinnar eru – en vissi ekki í gær hvort hann þyrfti að flytja sig um set. Segir sig úr þingnefndum Sýslumaðurinn á Akranesi hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir líkamsárás. Karlmaðurinn gekk í skrokk á tæplega tvítugum manni fyrir utan skemmtistaðinn Breiðina í Bárugötu á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst síðastliðins. Árásarmaðurinn felldi fórnar- lambið til jarðar og traðkaði á vinsti fæti hans auk þess að taka hann hálstaki. Fórnarlambið tognaði, marðist og hlaut fleiður- sár á vinstri ökkla við árásina, auk þess að merjast á hægri augabrún. Traðkaði illa á ungum manni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.