Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 26
Hver er munurinn á rallíbíl og venjulegum fjölskyldubíl? Ligg- ur munurinn bara í hestöflum og límmiðum eða býr eitthvað meira að baki? Rallíbíll þeirra Borgars Ólafssonar og Jóns Bjarna Hrólfssonar er um þessar mundir til sýnis hjá Brim- borg. Bíllinn er af tegundinni Ford Focus en það er eins bíll og blaða- maður keyrir til vinnu. Sá bíll myndi hins vegar seint duga til annars sætis í Íslandsmótinu í rallíi, öfugt við frænda sinn rallíbíllinn, enda fátt sameiginlegt með þeim nema nafnið. „Munurinn á rallíbíl og venju- legum bíl liggur fyrst og fremst í fjöðrunarkerfi og bremsum. Eins öfugsnúið og það hljómar þá eru góðar bremsur eitt mikilvægasta tækið til að komast hratt á milli staða,“ útskýrir Borgar. Þetta er vegna þess að gott er að halda hraða eins lengi og mögulegt er áður en komið er að beygju og þá þurfa bremsurnar að virka vel og stoppa bílinn á stuttum tíma. Þetta gefur líka góða línu gegnum beygjurnar þannig að hröðunin verður með besta móti eftir beygjuna. Bíllinn þarf líka að vera í stöð- ugu sambandi við veginn og þú mátt aldrei missa stjórnina. Á 130 kíló- metra hraða á malarvegi er það nokkurn veginn það síðasta sem þú vilt að gerist og þar kemur fjöðrun- in inn í myndina. Er hún frábrugðin að því leyti að hún er mun stífari og stöðugri. Notast er við gasdempara því olían í venjulegum olíudempur- um sýður við hitann sem myndast við álagið samfara rallíökulagi. Rallíbílar eru líka mun sterk- byggðari en venjulegir fólksbílar sem bogna og beyglast við minnsta högg. Öll yfirbyggingin er soðin upp þannig að samskeyti eru tryggi- lega föst og bíllinn mun stöðugri fyrir vikið. „Í bílnum er líka velti- grind en hún er mjög mikilvægt öryggisatriði,“ segir Borgar og bendir einnig á körfustólana og sex punkta öryggisbeltin sem frekari öryggistæki. Rallíbílar eru mun hrárri en götubílar og munaði eins og raf- drifnum rúðum er fórnað fyrir áreiðanleika og til að létta bílinn. „Það er reynt að létta bílinn eins og unnt er og eru öll kerfi höfð eins létt og hægt er og öllu sem ekki þarf að vera í bílnum er sleppt,“ segir Borg- ar. „Enda er þetta enginn lúxusbíll heldur rallíbíll.“ Munurinn á þínum venjulega bíl og rallí bíl Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Jeppadekk Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 31" heilsársdekk verð frá kr. 12.900 www.alorka.is Sendum frítt um land allt! Við míkróskerum og neglum! Úrval af stærðum upp í 33" Opið á laugardögum 9-13 M IX A • fít • 6 0 4 9 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.