Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 38

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 38
MARKAÐURINN Óli Kristján Ármannsson skrifar Seðlabanki Íslands veltir fyrir sér að setja reglur um hversu mikið starfsmenn bankans mega tjá sig við fjölmiðla og fjármálafyr- irtæki áður en kemur að stýrivaxtaákvörðunum eða útgáfu hagspár. Seðlabankinn finnur fyrir aukinni aðsókn full- trúa fjármálafyrirtækja þegar líður að stýrivaxtaákvörð- un, en sums staðar hafa erlend- ir seðlabankar sett sér reglur um upplýsingagjöf sem jafnvel kveða á um þagnartímabil áður en kemur að stýrivaxtaákvörðun. Er þetta þá bæði gert til þess að hlífa starfsmönnum bankanna við óþarfa áreiti og um leið koma í veg fyrir tilraunir markaðsaðila til að geta sér til um ákvarðanir í vaxtamálum. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir að í raun megi segja að Seðlabankinn sé nú þegar með ákveðið þagnar- tímabil því bankinn kynni ekki til sögunnar nýjar upplýsingar á fundum með greiningardeildum skömmu fyrir vaxtaákvarðanir eða útgáfu hagspáa. ¿Þetta myndi því ekki breyta miklu að mínu mati,¿ segir hún, en telur um leið líklegt að það gæti ef til vill hjálpað starfsfólki Seðlabankans að geta sagst vera komna í þagn- arbindindi. ¿Virði upplýsinga á fjármálamarkaði er hins vegar mjög mikið,¿ segir hún og telur því ekki að undra að fjármála- fyrirtæki reyni til hins ítrasta að geta í eyðurnar. Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningar- deildar Kaupþings banka, segir ágætishugmynd hjá Seðlabankanum að taka upp þagnartímabil fyrir stýri- vaxtaákvarðanir. „Að mörgu leyti er eðlilegt að bankinn sé ekki að tjá sig opinberlega rétt áður en kynnt er ákvörð- un um stýrivexti,“ segir hann og bendir á að ákvörðunin liggi á endanum hjá bankastjórn Seðlabankans og því kunni að vera varhugavert gefa skila- boð sem túlka megi á mismun- andi vegu áður en ákvörðun er tekin. Hann segir hins vegar að ákvarðanataka bankastjórnar- innar mætti gjarnan vera gagn- særri, líkt og hjá Englandsbanka þar sem fundargerðir bankans og umræður um vaxtaákvörð- unina eru birtar opinberlega eftir að hún hefur verið tekin. „Verðbólgumarkmiðið gengur enda allt út á gagnsæi.“ Málið er til skoðunar og umræðu hjá bankastjórn Seðlabankans og samkvæmt heimildum Markaðarins er ákvörðunar að vænta um málið á næstunni. 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eignarhaldsfélagið BNT, eig- endur Olíufélagsins Esso, Bílanausts, Ísdekkja og fleiri dótturfélaga, hefur ákveðið að sameina rekstur félaganna. Stefnt er að sameiningunni ljúki í janúar á næsta ári og munu þau þá starfa undir einu merki. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, segir einfaldari og árangursríkari rekstur fást með sameining- unni. „Ísdekk er með hjólbarð- ana, Bílanaust með varahlutina og Olíufélagið með eldsneyt- ið. Þegar við horfðum ofan í garðinn okkar sáum við að markhópurinn er svipaður hjá öllum. Niðurstaðan var sú að við munum væntanlega ná betri árangri með sameinuðum kröft- um en sitt í hvoru lagi,“ segir hann og bætir við að félögin eigi mikil innbyrðis viðskipti. Þá er horft til þess að einfalda flækju- stigið með sameiningu auk þess sem helstu deildum, svo sem fjármáladeild, fækkar úr þrem- ur í eina. Hermann segir sameininguna fyrst og síðast skipulagsbreyt- ingu þar sem reksturinn verði svipaður að flestu leyti en undir einu félagi í stað þriggja eins og nú. Sameinað félag, sem verður með um 700 starfsmenn, verður tíunda stærsta fyrirtæki lands- ins með um áætlaða veltu upp á 33,5 milljarða króna í veltu á næsta ári, að mati Hermanns. - jab BNT sameinar rekstur Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóðabanki Íslands hafa eignast hluti í SPRON Factoring sem sérhæfir sig í kröfuþjónustu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Sparisjóðabankinn seldi kröfu- kaupadeild sína í skiptum fyrir hlutafé. SPRON er eftir sem áður meirihlutaeigandi í SPRON Factoring en einnig eiga lyk- ilstarfsmenn hluti í félaginu. Meirihluti viðskiptavina SPRON Factoring er í viðskiptum við keppinauta sparisjóðanna og því er félagið sjálfstætt. - eþa Nýir hluthafar í SPRON Factoring Fjármálafyrirtæki skulu skil- greina í starfsreglum hverjir teljist venslaðir fyrirtækinu. Vakni spurning um hagsmuna- tengsl vegna fyrirgreiðslu fjár- málafyrirtækis til einhvers, telst sá venslaður því. Þetta kemur fram í nýrri útgáfu leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins (FME) til fjármálafyrirtækja. „Ein leið til þess að tryggja góða stjórnarhætti er að eigend- ur fjármálafyrirtækja gæti þess að viðskiptatengsl byggi á arms- lengdarsjónarmiðum og þeir hugi vel að hæfiskröfum sjálfra sín við töku ein- stakra ákvarðana,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Gerð er krafa um að að fjár- málafyrirtæki leggi fyrir ytri endurskoðanda að fara yfir fyr- irgreiðslur til venslaðra aðila og bera saman við sambærileg viðskipti annarra. Þá á endur- skoðandinn að gefa rökstutt álit um kjör, endursamninga og stöðu venslaðra og því skal skila til FME. Stærri fjármálafyrirtæki eiga að senda inn skýrslu árlega, en önnur annað hvert ár. Í tilmælum FME segir einn- ig að starfsreglur stjórna fjár- málafyrirtækja skuli kveða skýrt á um það að í tilvikum þegar stjórnarmenn taki ekki þátt í meðferð máls vegna hagsmuna- tengsla skuli þeir víkja af fundi og ekki fá aðgang að gögnum sem varða viðkomandi mál. - óká FME hnykkir á armslengdarsjónarmiðum Gæta verður að hagsmunatengslum stjórnarmanna. Ytri endurskoðendur fari yfir einstök mál. Meðalverð var með hæsta móti á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku. Meðalverðið var 185,81 króna á kíló sem er 5,2 prósenta hækkun á milli vikna, og var fyrri vikan þó dýr. Á móti voru einungis 1.036 tonn af fiski í boði á mörkuðum landsins í síð- ustu viku en það er með minnsta móti. Til samanburðar stóð með- alverðið í 176,57 krónum á kíló fyrir hálfum mánuði. Hafði verðið hækkað um 13 prósent á milli vikna og ekki verið hærra í annan tíma. Ýsa var sem fyrr söluhæsta tegundin á fiskmörkuðum lands- ins í síðustu viku en 442 tonn voru seld og fékkst 171,71 króna fyrir kílóið af slægðri ýsu, sem er 13,37 krónum meira en fékkst fyrir ýsuna vikuna á undan. Tiltölulega lítið var í boði af þorski á mörkuðum í síðustu viku samanborið við vikuna á undan. Einungis 266 tonn fóru af þorski samanborið við 482 tonn vikuna á undan og var meðal- verðið 265,02 krónur á kíló fyrir slægðan þorsk sem er 12,39 krónum meira en fékkst fyrir kílóið í vikunni á undan. - jab Fiskur aldrei dýrari H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 4 1 Skoða þagnartímabil fyrir vaxtaákvörðun Seðlabanki Íslands finnur fyrir aukinni ásókn erlendra fjár- málafyrirtækja í fundahöld þegar nær dregur vaxtaákvörð- un bankans. Bankinn veltir fyrir sér reglum vegna þessa. Glitnir hefur tekið sambanka- lán til þriggja ára að upphæð 550 milljónir evra eða um 49 milljarðar íslenskra króna. Þetta er stærsta sambankalán Glitnis og jafnframt stærsta einstaka útgáfa bankans á árinu. Alls tóku 29 alþjóðlegir bankar og fjármálastofnanir í tólf lönd- um þátt í láninu. Lánskjör eru 30 punktar yfir millibankavöxtum (EURIBOR) en verða 38 punktar ef þóknunum til lánveitenda er bætt við. Í tilkynningu frá Glitni segir að opnað hafi verið fyrir þátttöku fjárfesta í sambankaláni um miðj- an október fyrir um 300 milljónir evra, eða um 27 milljarða króna, en vegna mikils áhuga var það hækkað í 550 milljónir evra. - jab Stærsta sambanka- lán Glitnis á árinu Eignir norska lífeyrissjóðsins, sem gjarnan er nefndur norski olíusjóðurinn jukust um 207 millj- arða norskra króna á þriðja árs- fjórðungi. Þetta jafngildir tæpum 2.300 milljörðum íslenskra króna en sjóðurinn hefur aldrei vaxið jafn mikið á einum ársfjórðungi. Eignir sjóðsins voru í lok tíma- bilsins metnar á rúmlega 1.700 milljarða norskra króna, jafnvirði 18.800 milljarða íslenskra króna. Ástæðan fyrir aukningunni eru auknar tekjur af olíusölu ríkisins á fjórðungnum. - jab Metvöxtur hjá olíusjóðnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.