Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 48
 { norðurland } 4 „Við köllum þetta verkefni Orða- safn heilans og því er ætlað að efla lesskilning barna en grunnskóla- börn lesa því miður minna nú en áður,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, kennari í Brekkuskóla. „Guð- mundur Engilbertsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, stjórn- ar þessu verkefni og við erum að prófa þetta í þriðja og fjórða bekk hér í skólanum. Við sóttumst eftir því að fá að taka þátt í þessu verk- efni því okkur þykir þetta áhuga- vert starf. Það sem við gerum er að við lesum texta og tökum orð út og skoðum merkingu þeirra. Þá höfum við tekið orðhluta og látum börnin finna eins mörg orð og þau geta út frá því. Þetta er tíu vikna verkefni og við erum nú þegar búin að vinna að þessu í þrjár vikur. Árangurinn er strax farinn að sjást. Börnin sýna þessu mikinn áhuga og lestur hefur aukist mikið. Nú leita nemendur eftir merkingu orða og velta þeim fyrir sér.“ Ragnheiður segist vonast til að þetta nám verði tekið inn í kennslu í grunnskólum landsins. „Þetta er hins vegar margra ára ferli og það þarf mikla þjálfun til að þetta verði kennurum tamt. Þetta mun skila sér í auknum lesskilningi nemenda og áhuginn eykst jafn- hliða auknum skilningi á efninu.“ - öhö Lestur eykst jafnhliða skilningi Nemendur í yngri bekkjum Brekkuskóla á Akureyri hafa undanfarið tekið þátt í verk- efni sem ætlað er að auka orðaforða þeirra. Ragnheiður Ólafsdóttir, kennari í Brekku- skóla, segir árangurinn góðan. „Þetta átti í upphafi bara að vera lítið jólahús. Við byrjuðum að undirbúa þetta fyrir ellefu árum en húsið sjálft var opnað fyrir tíu árum. Við opnuðum húsið að vori til, en okkur fannst eðlilegra að gera það að vori en hausti, því ef það hefði opnað að hausti hefði fólk haldið að við værum að þjófstarta jólunum. Með því að opna að vori hélt fólk bara að við værum biluð,“ segir Benedikt Grétarsson en hann rekur Jólahúsið ásamt fjölskyldu sinni. „Það er mest aðsókn að húsinu yfir sumartímann, bæði af innlendu og erlendu ferðafólki. Strax fyrsta sumarið fengum við miklu fleiri gesti en okkur hefði getað órað fyrir. Ýmsum finnst skrítið að heim- sækja svona hús á sumrin en flestir hafa húmor fyrir því. Aðsóknin var svo góð að við ákváðum að stækka húsið fyrir þremur árum og núna er það á tveimur hæðum, en önnur er niðurgrafin,“ segir Benedikt. Það má segja að Jólahúsið sé eins og félagsheimilið þar sem Stuðmenn léku í myndinni Með allt á hreinu. Þegar inn er komið kemur stærðin manni mjög á óvart. Jólaandinn er líka mikill í húsinu og Benedikt býður gestum oft upp á hangikjöt í bland við jólalögin sem óma allt árið um kring. „Við segjum stundum að þessi hugmynd hafi komið þegar við hjónin vorum þreytt seint að kvöldi. Eyjafjörður hefur ekki haft perlur eins og Mývatn, Gullfoss og Goðafoss. Okkur þótti vanta eitthvert aðdráttarafl fyrir svæðið og það var það sem ýtti okkur af stað í þessu. Okkur hjónin lang- aði til að búa til eitthvað sérstakt sem gæti laðað ferðamenn að. Við erum mikil jólabörn sjálf en jólin á okkar heimili hafa breyst töluvert síðan við fórum af stað með húsið. Við erum á fullu alla daga fyrir jól en heimilishaldið situr á hakanum. Við höfum hins vegar haft lokað á aðfangadag og jóladag og erum þá heima saman. Það er dálítið merki- legt að Jólahúsið er opið alla daga ársins nema á jólunum sjálfum.“ Fjöldi heimsókna hefur auk- ist jafnt og þétt á þeim árum sem húsið hefur starfað og eru þar erlendir ferðamenn engin undan- tekning. „Síðan farið var að fljúga milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar hefur verið nokkuð um fólk sem leggur leið sína hingað til lands sérstaklega að heimsækja Jólahúsið. Það skiptir okkur því miklu máli að farið verði í leng- ingu flugbrautarinnar á Akureyrar- flugvelli, því það er framkvæmd sem mun nýtast um allt Norður- land. Frá Akureyri er stutt í marg- ar helstu perlur landsins og þar er einnig margt að sjá,“ segir Bene- dikt. - öhö Jólalög árið um kring Rétt innan við Akureyri er hús þar sem jólin eru haldin hátíðleg allt árið um kring. Benedikt Grétarsson, sem rekur Jólahúsið ásamt fjölskyldu sinni, segir fleiri heimsækja húsið yfir sumartímann en á veturna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.