Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 62
MARKAÐURINN Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Starfsmannasamtöl eru skipu- lögð samtöl á milli starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Þau eru í auknum mæli að ryðja sér til rúms í fyrir- tækjum í dag og megintilgangur þeirra er að samræma stefnu fyrirtækis við mannauðsstefnu. Í samtalinu eiga sér stað gagn- kvæm tjáskipti á milli starfs- manna og yfirmanna m.a. um stefnu, markmið, árangur, frammistöðu, líðan í starfi og þörf fyrir þjálfun og fræðslu. Samtölin þarf að undirbúa vel og gefa þeim tíma í þægilegu umhverfi sem er laust við símtöl og truflun. Þannig eru samtölin trúnaðarsamtöl sem geta tekið allt upp í tvær klukkustundir. Nauðsynlegt er að báðir aðilar séu vel undirbúnir fyrir samtal- ið. Starfsmaður þarf að huga að starfslýsingu sinni, markmiðum og árangri og vera tilbúinn til að ræða efni sem varða markmið sem hann vill ná, markmið sem ekki hafa náðst og koma með tillögur til úrbóta. Stjórnendur þurfa að huga að því að skapa þægilegt andrúmsloft, sýna starfsmanni áhuga og óskipta athygli. Stjórnendur þurfa að var- ast að sýna vald eða tala niður til starfsmanns en leggja í staðinn áherslu á jafnræði og sanngirni í samtalinu þar sem hugmynd- um og tillögum starfsmanns er vel tekið. Ef það er ekki gert er hætta á því að starfsmaður fari í vörn og mikilvægar upplýsingar komi ekki fram í samtalinu. Hagur starfsmanna af starfs- mannasamtölum er einkum sá að þeir fá tækifæri til að auka skilning sinn á væntingum stjórnenda, þeir geta sagt sína skoðun á stefnu og markmið- um fyrirtækis, markmiðin verða þeim skýrari og þeir geta tjáð sig varðandi þörf fyrir þjálfun og starfsþróun. Starfsmenn fá endurgjöf á frammistöðu sína og oft er þetta eini vettvangurinn til að fá persónulega hvatningu. Hagur fyrirtækis er einkum sá að stjórnendur fá yfirsýn yfir starfsemina, starfslýsingar og þjálfunarþörf, stefna fyrirtækis verður starfsmönnum skýrari og stjórnendur fá ákveðna inn- sýn í þarfir starfsmanna. Skilvirk starfsmanna- samtöl nýtast enn- fremur vel til að bæta félags- anda og efla traust á milli starfsmanna og stjórnenda. Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðs- stjórnun. Skilvirk starfsmanna- samtöl U M V Í Ð A V E R Ö L D M yn d/ Bú i K ris tjá ns so n Ekki er allt gull sem glóir, er eitt af því sem fjárfestar þurfa að hafa í huga. Þessi augljósu sannindi hafa verið orðuð með ýmsum hætti í gegnum tíðina. Ein útgáfan hljóðar þannig að ef eitthvað líti út fyrir að vera of gott til að vera satt, þá sé það líklega raunin. Vöxtur og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja hefur verið ótrú- lega áfallalítill. Raunin hefur verið sú að flest hefur heppnast og langt umfram það sem búast má við. Það er því engin furða að eitthvað fari öðruvísi en ætlað var. Tvö félög í Kauphöll Íslands hafa þurft að horfast í augu við raunveruleikann og snúa af þeirri braut sem mörkuð hafði verið. Þetta eru Avion og Dagsbrún. Hvorugt þessara félaga átti sér sam- svörun í nokkru öðru félagi og kannski var ástæða fyrir því. Það er eðlilegt að þegar bakkað er út úr yfirlýstri stefnu, þá er slíkt gagnrýnt á ýmsum forsendum. Gagnrýna má að stefna félaganna hafi ekki verið nægjan- lega ígrunduð, farið inn á svið þar sem þekkingu skorti og svo má einnig spyrja hvort gefist hafi verið upp við fyrsta mót- læti. Allt eru þetta gildar spurningar þegar sveigt er frá boðaðri stefnu. Hitt er svo annað að kannski er mikil- vægast af öllu, þegar menn telja að stefnan sé röng, að horfast í augu við mistök og hefjast þegar handa við að vinda ofan af þeim. Það er líka mikilvægt í allri umræðu að tapa sér ekki yfir því sem fer öðruvísi en ætlað var. Viðskipti eru í eðli sínu áhættu- söm og ákvarðanir ganga misvel upp. Það versta sem getur komið fyrir er að kjark- inn þverri. Umburðarleysi gagnvart mis- tökum er versta veganestið. Fjórum sinnum féll á kné / í fimmta skiptið stóð hann, segir í Guðsgjafarþulu Halldórs Laxness um Íslands Bersa. Ferðalag íslensks kaupsýslufólks í átt til alþjóðavæðingar og uppbyggingar sterkra fjölþjóðafyrirtækja hefur ekki verið áfallalaust og verður það aldrei. Styrkur okkar hefur meðal annars verið að menn hafa lært af eigin mistökum og ekki síður það sem er miklu ódýrara, lært af mistökum annarra. Styrkurinn hefur falist í að taka skjótar ákvarðanir og það kann á köflum að vera á kostnað ígrundunar og yfirvegunar. Hættan af velgengni undanfarinna missera liggur meðal annars í því að þegar vel gengur er hætta á að kæruleysið taki völdin. Menn mega aldrei gleyma því að líklegustu fjárfestingarnar til að skila árangri eru þær sem lúta að sérsviði og þekkingu viðkom- andi. Þar liggur forskotið. Alþjóðlegir fjárfestar hafa verið að vakna til lífsins að undanförnu og samkeppni um arðbær verkefni hefur harðnað. Það er því enn mikilvægara en áður að nýta reynsl- una og vanda til verka. Eftir að hafa verið í nánast stöðugum veislum undanfarin ár ætti engum að bregða yfir því að þurfa að mæta í eins og eina jarðarför. Það er nú einu sinni gangur lífsins. Fjárfestingar Íslendinga hafa gengið vel, en ekki eru allar ferðir til fjár. Fjögur brúðkaup og jarðarför Hafliði Helgason Hitt er svo annað að kannski er mikilvægast af öllu, þegar menn telja að stefnan sé röng, að horfast í augu við mistök og hefjast þegar handa við að vinda ofan af þeim. Íslenskt efnahagslíf hefur tekið umbreytingu á undanförnum árum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Svo víðtæk er hún að líkja má við flekahreyf- ingar í jarðskorpunni. Framrás fjármálageirans sýnir þessar breytingar í hnotskurn. FJÁRMÁLAGEIRINN Á undanförnum árum hefur fjármálageirinn ruðst fram með sprengikrafti í íslensku efnahags- lífi. Í nýlegri greinargerð 1), sem við Katrín Ólafsdóttir lektor við HR tókum saman fyrir Samtök fjármálafyrirtækja er sýnt fram á, að geirinn hefur skot- ið sjávarútvegi aftur fyrir sig á mælikvarða framlags til lands- framleiðslu og nemur hlutur fjármálageirans á bilinu 9-10% af framleiðslu í landinu á síðasta ári. Fjármálageirinn hefur vaxið í þeim mæli að hann hefur staðið undir a.m.k. þriðjungi hins kröft- uga hagvaxtar hér á landi frá árinu 2001. Fjölmörg störf hafa skapast í greininni á undanförnum árum. Bættu viðskiptabankarnir þrír við sig 900 nýjum starfsmönnum á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Fjölgun starfa í fjármálageiran- um frá 1998 til 2005 er tvöfalt meiri en í störfum almennt á vinnumarkaði, eða 28% saman- borið við 13% fjölgun starfa í heild samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hlutdeild starfsmanna í fjármálageiranum er um 4%, en launatekjur starfsmanna í geir- anum eru ríflega 6% af heildar- launum. Æ fleiri starfsmenn fjármála- fyrirtækja hafa háskólamenntun að baki. Samkvæmt könnunum SÍB var 11% félaga með háskóla- menntun á árinu 1996 en 35% á árinu 2004. Hlutfallið hefur hækkað frá þeim tíma og fer væntanlega yfir 50% fyrr en varir. Fjármálafyrirtækin leggja fram drjúgan skerf til sam- eiginlegra sjóða landsmanna. Í greinargerð HR er áætlað að heildarskatttekjur hins opin- bera af starfsemi fjármálafyrir- tækja gætu legið á bilinu 30-35 milljarðar króna eða ríflega 8% af öllum skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Gera má ráð fyrir að fjár- málafyrirtækin í heild greiði um 15 milljarða í tekjuskatt lögaðila, sem jafngildir ríflega 10% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á þessu ári. Fjármálageirinn í heild greiðir yfir 40% af tekjuskatti lögaðila sem alls nemur 35 millj- örðum króna. Í ljósi þess að hagn- aður bankanna fyrstu níu mánuði þessa árs nemur hærri fjárhæð en allt árið í fyrra má búast við að skattgreiðslur fjármála- fyrirtækjanna verði enn meiri á næsta ári. Með fjármálageiranum er komin fram á sjónarsviðið atvinnugrein sem leggur fram verulegan skerf af verðmæta- sköpun í landinu, stendur undir stórum hluta skatttekna ríkis og sveitarfélaga og greiðir starfs- mönnum hærri laun en almennt gerist. NÝ ATVINNUSTARFSEMI ÁN ATBEINA RÍKISINS Fjármálageirinn er ekki einn um að ryðja nýjar brautir í atvinnu- lífinu. Finna má fjölmörg önnur dæmi um kraftmiklar atvinnu- greinar, t.d. á vettvangi lista og menningar eins og Ágúst Einarsson prófessor við HÍ hefur bent á. Líkt og í fjármálageiranum er hér engin stýring af hálfu ríkisvalds og hvergi gengið á auðlindir landsins til að skapa ný störf eins og stundum er komist að orði. Á næstu misserum mun framleiðsla áls taka stökk upp á við þegar verksmiðja Alcoa á Reyðarfirði hefur starf- semi og stækkun Norðuráls á Grundartanga lýkur. Uppi eru áform um nærri tvöföldun á orku- notkun til stóriðju frá því sem þá verður fram til ársins 2015 með stækkun álvers í Straumsvík og nýjum álverum í Helguvík og á Húsavík. Þessar ráðagerðir kalla á að leitað verði eftir aukinni sam- stöðu í landinu um skynsamlega stefnu varðandi stóriðju og orku- nýtingu. Þetta sýnist naumast gerlegt nema sköpuð verði ný umgjörð um ákvarðanir um hag- nýtingu orkulinda. Þrennt sýn- ist brýnast í þessu sambandi: Upplýsa þarf um verð á raforku til stóriðju svo að ákvarðanir í þeim efnum séu gagnsæjar. Gera þarf strangar kröfur um ávöxtun á framkvæmdafé sem lagt er fram eða ábyrgð veitt fyrir af hálfu opinberra aðila. Gera þarf stjórnsýsluferil við umhverfismat þannig úr garði, að ekki verði tilefni til að úfar rísi eins og þegar ráðherra sneri við mati faglegrar stofnunar í viðamiklu máli. HVAÐ GETA STJÓRNVÖLD GERT? Hér er verðugt verkefni fyrir stjórnvöld til að skapa sátt um hófsama stefnu nýtingar og náttúruverndar og eyða þeirri tortryggni sem skapast hefur á undanförnum árum. Um leið þurfa stjórnvöld að tefla fram raunhæfum áætlunum um hagstjórn til að hágengis- og hávaxtamistök undangenginna missera endurtaki sig ekki. 1) Fjármálageirinn á Íslandi, greinargerð tekin saman fyrir Samtök fjármálafyrirtækja, Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík, 7. nóvember 2006 Flekahreyfingar í efnahagslífinu Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík O R Ð Í B E L G Um leið þurfa stjórnvöld að tefla fram raunhæfum áætlunum um hagstjórn til að hágengis- og hávaxtamistök undangenginna missera endurtaki sig ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.