Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 67
MARKAÐURINN 17MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Teymi hf. var skráð á aðallista
Kauphallar Íslands á mánudags-
morgun fyrir opnun markaðar.
Félagið varð til með skiptingu
Dagsbrúnar í tvö félög, 365 sem
nær yfir fjölmiðlastarfsemina og
svo Teymi sem er fjarskipta- og
upplýsingatæknifélag.
Í samstæðu Teymis eru
Vodafone, Kögun, Skýrr,
Securitas og EJS. Þá rekur Teymi
einnig fjarskiptafyrirtækið P/F
Kall í Færeyjum, SKO, BTnet
og þjónustufyrirtækið Mömmu.
Útgefnir hlutir í félaginu eru að
nafnverði 2.728.200.000.
„Við viljum að Teymi verði
skýr valkostur fyrir fjárfesta,“
segir Árni Pétur Jónsson, for-
stjóri Teymis, og kveður ætlun-
ina að hámarka rekstur hvers
fyrirtækis innan samstæðunnar.
„Við munum því leita leiða til að
auka sérhæfingu fyrirtækjanna
og finna nýja tekjumöguleika,
meðal annars í samstarfi þeirra
á milli. Áhersla okkar er á aukna
sjálfvirkni og aðhald í rekstri,“
segir hann.
Í stjórn Teymis eru: Þórdís J.
Sigurðardóttir stjórnarformaður,
Þorsteinn M. Jónsson, Guðmundur
Ólason, Matthías Imsland og Þór
Sigfússon. - óká
Teymi skráð í Kauphöllina
Gjafakort
Kringlunnar
Fullkomin jólagjöf fyrir starfsfólkið!
Vertu viss um að starfsfólkið fái jólagjöfina sem
það óskar sér. Pantaðu gjafakort Kringlunnar
í síma 568 9200 eða á gjafakort@kringlan.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A