Fréttablaðið - 22.11.2006, Blaðsíða 87
Vesturport hóf á mánudag æfing-
ar í Borgarleikhúsi á nýju ónefndu
leikriti eftir Gísla Örn Garðarsson
og Víking Kristjánsson. Verkið
fjallar um tvo eldri borgara, karl
og konu, og í það eru nýtt nýleg
sönglög.
Það sem tíðindum sætir er að
þau Kristbjörg Kjeld og Ragnar
Bjarnason munu leika aðalhlut-
verkin í verkinu.
Kristbjörg er ein helsta dram-
atíska leikkona landsins, marg-
verðlaunuð og lofuð. Hún hefur
ekki verið virk á sviði söngleikja,
þó hún tekist á við söngleikshlut-
verk fyrr á árum eins og í Járn-
haus Jónasar og Jóns Múla 1965.
Hún hefur átt sinn feril lengstan
með Þjóðleikhúsinu en verið tíður
gestur hjá frjálsum leikhópum og
stóð á sínum tíma fyrir stofnun
Grímu, sem var fremstur slíkra
hópa upp úr 1960.
Ragnar Bjarnason hefur aftur
sungið á öllum sviðum landsins
frá því hann var unglingur, en ekki
leikið í leikverki, þó hann hafi á
öllum tímum ekki hikað við að
bregða sér í ýmis hlutverk, bæði í
kabarettum hljómsveita sem hann
hefur starfað og á stórvinsælum
skemmtunum Sumargleðinnar.
Samlesturinn á mánudag er
upphafið á löngu vinnuferli. Ekki
er afráðið á hvaða sviði Borgar-
leikhússins verkið kemur upp eða
hvenær. Sviðsetningin er unnin í
samstarfi Leikfélags Reykjavíkur
og Vesturports.
Saman á leiksviði
í Tjarnarbíói
föstudaginn
24. nóvember.
Tónleikarnir
hefjast kl. 21:00
Með henni leika:
Birkir Rafn Gíslason á gítar,
Jökull Jörgenssen á bassa,
Sigtryggur Baldursson á trommur
og Ingunn Halldórsdóttir á selló
Miðar eru seldir á www.midi.is
og í verslunum Skífunnar.
www.myspace.com/fabulaband
Útgáfutónleikar