Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 102

Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Við í útvarpsþættinum Capone sjáum um skipulagningu. Svo er hópur manna í akademíunni. Sex sem þar sitja. Já. Fagmenn. Huldu- her og hefur alltaf verið. Þannig er það best. Svo þeir verði ekki fyrir áreiti,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Gullkindin verður haldin annað kvöld á Klassík Rokk í Ármúla og verður mikið um dýrðir. Eða þannig. Því þar eru veitt verðlaun fyrir það sem að mati dómnefndar hefur farið miður í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum. Að sögn Andra ber nokkuð á því að menn reyni að garfast fyrir um hverjir sitja í akademíunni. „Við vitum um ónefndan kvikmyndaleikstjóra sem er að njósna, frekar illur, og spyr hvort Sigurjón Kjartansson eigi þarna hlut að máli, sem er ekki.“ Tilnefningar til Gullkind- arinnar eru þegar fyrirliggj- andi og segir Andri Freyr menn almennt taka því vel. Þó er það ekki án undan- tekninga. „Við höfum reyndar ekki náð í Baltasar Kormák og Bubba. Alltaf þetta hallæris- lega talhólf hjá Bubba. En sú eina sem hefur gefið skít í okkur og afboðað komu sína alveg brjáluð er Sirrí.“ Til stóð að kynnar á hátíð- inni yrðu þeir þrjúþúsund- kallar, Stjáni 3000 og Þröstur 3000. En því miður forfallaðist Þröstur. „Við verðum að finna eitthvað „sædkikk“ fyrir Stjána. En þetta hefst klukkan átta og er ókeypis inn. Engir boðsgestir eins og á Eddunni. Þetta er fyrir sauðsvart- an almúgann og ekkert „upper class“ pakk. Það þarf enginn að mæta í smóking á Gullkindina.“ Það var svo skömmu áður en blaðið fór í prentun að samning- ar tókust við alheimsfegurðar- drottninguna, sjálfa Unni Birnu, og mun hún verða Stjána til aðstoð- ar við kynningar á Gullkindinni. Stjáni 3000 og Unnur Birna á svið saman 59.900 kr. Hvað er jólalegra en tónleikar með Pouges á aðventunni í London? Þessi stórkostlega hljómsveit hefur farið sigurför um heiminn síðustu misserin. Gríptu tækifærið og sjáðu Shane MacGowan og félaga þann 17. des. Carling Academy rixton-höllinni. Innifalið er flug fram og tilbaka með sköttum, gisting á 4* hóteli í 2 nætur með morgunverði, rúta til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og miði á tónleika The Pogues. Fararstjóri er Óli Palli enda er ferðin í samstarfi við Rokkland. ROKKLANDSFERÐ: THE POGUES Verð á mann í tvíbýli: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 16.–18. desember 61.900 kr. Sannkölluð menningarveisla sem enginn óperu- unnandi má missa af. Ein þekktasta ópera Wagners, Loehengrin, í leikstjórn Peter Konwitschny, sýnd í Nýju Óperunni. Innifalið er flug fram og tilbaka með sköttum, gisting í 3 nætur á Hótel Imperial Copenhagen, 4* hóteli í hjarta borgarinnar, akstur til og frá flugvelli og miði á Lohengrin í Nýju Óperunni. Fararstjóri er Magnús Gíslason. Ferðin er í samstarfi við Borgarleikhúsið. ÓPERUFERÐ TIL KÖBEN 12.–15. janúar Verð á mann í tvíbýli: „Ég sleit á mér hásinina í nágranna- slagnum milli Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins,“ segir leikar- inn Halldór Gylfason sem varð fyrir þessum alvarlegu meiðslum undir lok leiks. Leikarinn tók hins vegar skýrt fram að hann hefði ekki verið tæklaður niður af ein- hverjum erkióvini. „Ég var bara að hlaupa með fótboltann á gervi- grasinu en fann síðan fyrir ægi- legum verk eins og einhver hefði sparkað í mig. Ég leit við en sá engan og féll bara niður,“ lýsir Halldór sem lék að þessu sinni í vörninni þótt hann alla jafna standi á milli stang- anna í knattspyrnu- leikjum. Leikarinn lá rúmfastur þegar Fréttablaðið náði tali af honum og má sig hvergi hreyfa næstu dag- ana. Hann verður því frá leiksviði Borgarleik- hússins í það minnsta fram að ára- mótum en hann leikur meðal ann- ars í Ronju Ræningja- dóttur og Amadeus. Leikurinn var harður og æsispennandi og skildu liðin jöfn með fjór- um mörkum gegn fjórum en þetta eru einungis í annað sinn sem þessi leikhús eigast við á knattspyrnuvellinum. „Við höfðum sigur í fyrsta leiknum en urðum að sætta okkur við jafn- tefli að þessu sinni,“ segir Halldór en ljóst má vera að lið Borgar- leikhússins hefur orðið fyrir töluverðri blóðtöku með meiðslum Hall- dórs. Engar smákanónur öttu þarna kappi því fyrir hönd Borgarleikhússins kepptu meðal ann- ars Björn Ingi Hilmarsson sem stóð vaktina í markinu, Bergur Ingólfsson, Hilmir Snær Guðnason og Gísli Örn Garðars- son auk reynsluboltans Þórs Túl- iníus. Stjarna liðsins var þó Þor- valdur Davíð Kristjánsson sem skoraði tvö mörk. Lið Þjóðleik- hússins var skipað hverri stór- stjörnunni á fætur annarri en meðal þeirra voru nýbakaður Edduverðlaunahafinn Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Bald- ur Trausti Hreinsson, Ólafur Darri Ólafs- son, Hjálmar Hjálm- arsson, Björn Hlyn- ur Haraldsson og Gunnar Helgason. „Þeir Björn Hlyn- ur og Gunni Helga voru langbestir enda góðir og gegnir Þróttarar,“ segir Hall- dór og hlær. „Aðrir ættu bara að halda sig við leiklistina,“ bætir hann við. ...fær Magnús Scheving, sem í gervi Íþróttaálfsins hefur haft slík áhrif á börn um víðan völl að grunnskólanemendur í London nefndu nýtt íþróttahús sitt í höfuðið á honum. „Ég hef alltaf verið rosalega mikið fyrir að elda,“ segir Yes- mine Olsson sem hefur safnað að sér uppskriftum í mörg ár og gefur þær nú út í bókinni Fram- andi og freistandi. „Ég elda rosa- lega mikið indverskt, afrískt og fleira framandi en er búin að breyta réttunum og gera þá holl- ari,“ bætir Yesmine við en tekur fram að þetta sé samt alls engin megrunarbók. „Bókin er fyrst og fremst fyrir fólk sem finnst gaman að elda en vill gera hollan mat. Ég vann bókina með Rúnari og Jóni Arnari í kokkarnir.is en þeir prófuðu alla réttina og gerðu þá klára fyrir myndatökurnar svo allt gengi nú vel upp.“ Margar af uppskriftunum í bókinni hefur Yesmine notað í gegnum tíðina og sankað þeim að sér frá vinum sínum og fleirum úti um allan heim en vann með uppskriftirnar og breytti þeim eftir sínu höfði. „Ég skrifaði bókina á með- göngunni og ætlaði að vera búin með hana áður en Ronja Isabel fæddist 2. september en hún kom mánuði fyrir tímann þannig að ég varð að ljúka við bókina eftir að hún fæddist. Hún svaf svo mikið fyrst þannig að ég náði alveg að skella þessu saman með mjög góðri hjálp,“ segir Yesmine og hlær. „Addi Fannar, kærast- inn minn, var náttúrulega frá- bær og hjálpaði mér rosalega mikið enda vorum við með nýfætt barn heima.“ Skrifaði bók á meðgöngunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.