Fréttablaðið - 20.12.2006, Page 24

Fréttablaðið - 20.12.2006, Page 24
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Heldur jólin á hefðbundinn hátt Áhrifagjörn börn Minkarnir anda léttar Vesen að skipta í gjaldeyri Hópurinn Sól í Straumi undirbýr nú fremur óhefðbundnar auglýs- ingar til að mótmæla stækkun álversins í Straumsvík. Hópurinn er að undirbúa mótauglýsingar, þar sem auglýsingar álversins eru merktar eins og sígarettu- pakkar. „Við erum þeirrar skoðunar að kynningarefni fyrirtækja eigi að vera merkt varúðarmiðum eins og tóbak og lyf. Við köllum þetta Lýðræðisembættið, því það er lýðræðislega ekki forsvaranlegt að fyrirtæki fái að vaða uppi með hvaða kjaftæði sem er,“ segir Pétur Óskarsson, talsmaður hóps- ins. „Við viljum þvinga þá til að setja staðreyndir málsins á kynn- ingarefnið, því skynsemi bæjar- búa er helsti andstæðingur stækk- unarinnar og því viljum við að allt komi fram.“ En ætti það þá ekki í raun við um allar auglýsingar og kosn- ingaáróður? „Það er enginn rekstur sem er með svona víðtæk áhrif. Ef það stæði til að byggja hér hátækni- þorp eða háskólasvæði myndi það ekki menga út frá sér.“ Fyrirhugað er að kjósa um málið snemma á næsta ári. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona mál fer fyrir almenning, en það er ekkert mótframboð. Við erum annars vegar með fyrirtæki sem er með margar milljónir og hins vegar fólk sem á engan pening.“ Pétur segist þó ánægður með að kosið verði um það sérstaklega þar sem það var ekki gert að kosningamáli í bæjarstjórnarkosningum, en hann telur málið varða þjóðina alla. Varúðarmiðar á auglýsingar Þeim Dísu og Steina sem- ur illa þar sem þau standa hvort ofan á sínu búrinu og láta goggana mætast. Dísa er kakadúfugl ættaður frá Ástralíu og kostar um 450.000 krónur. Steini er það sem kallað er „double yellow head“-páfagaukur frá Suður-Ameríku og kost- ar sýnu minna, um 350.000. Bæði eiga þau sameiginlegt að geta orðið um 80 ára gömul, fái þau gott heimili, og geta lært að tala. Dísa er nýkomin úr sóttkví og hefur verið fengin hingað til lands frá safnara í Hollandi. Steini er orðinn sex ára gamall og tilheyrði áður fötluðum strák sem neyddist til að láta hann frá sér þar sem foreldrarnir töldu sig ekki hafa nógan tíma fyrir bæði fugla og börn. Ólíklegt er að slíkir fuglar verði seldir hér á landi aftur í bráð, því báðir hafa nýlega komist á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu. Gunnar Vilhelmsson, sem rekið hefur Dýraríkið við Grensás í 28 ár, segir verðið á stórum fuglum hafa hækkað í kjölfar fuglaflensu- faraldursins. „Það var farið að halda að þeir væru eiturterrorist- ar. En þeir eru fjórar vikur í sótt- kví í heimalandinu og fjórar hér og eru því á allan hátt heilbrigðari en útifuglar.“ Nú er svo komið að íslenskir dýralæknar geta sinnt flestum dýrategundum, en fugl- arnir, rétt og mennirnir, fara ekki varhuga af skammdegisþunglynd- inu. „Myrkrið er þrúgandi fyrir þá. Þeir vilja hafa aldimmt á næt- urnar en það er nauðsynlegt að hafa ljósin á um daginn og setja þá út í glugga ef það er sólskin. Þeir geta líka fengið lungnabólgu af of miklum trekk.“ Það er þó ekki nóg að hlúa að þeim líkamlega. „Þetta er lífstíð- arskuldbinding, Fuglarnir þurfa mikinn félagsskap og hænast að einum eiganda. Ef böndin verða mjög sterk gerist það að fuglinn fellur frá skömmu á eftir eigand- anum og getur ekki hugsað sér að lifa án hans.“ Gott er þó að hugsa sig um áður en lífsförunautur er valinn. „Yfir- leitt er þetta sameiginleg ákvörð- un hjóna. Ég man dæmi um mann sem hafði lengi langað í kakadú- fugl og lét panta einn slíkan, en láðist að segja konunni frá. Hún lokaði dyrunum að sér og neyddi hann til að velja á milli sín og fuglsins. Við tókum aftur við fugl- inum og tókst að finna honum annað heimili sjö mánuðum síðar,“ segir Gunnar. Það kemur oft fyrir að hann hafi sjálfur tekið að sér dýr sem hafa veikst og því ekki verið hægt að selja. Nú á hann þó einungis hund og kött, en hann dreymir um að eiga garðstofu með trjám, fuglum og fiskum. Fyrir þá sem láta hugann skipta mestu er hægt að gefa ástinni sinni ástarfugla, en nafnið kemur til af því hvað þeir sitja þétt saman. Ekki er þó allt sem sýnist í ástarmálum þeirra. „Stóru fuglarnir para sig fyrir lífstíð eins og svanir, en minni fuglarnir eru fjöllyndari. Séu karl og kona sett saman í búr er þó betra að annað sé eldra en hitt, því annars vita þeir ekkert hvað þeir eiga að gera. “ Fágætir fuglar til sölu 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! MORGUNMATUR mánudaga - laugardaga Veitingastaður IKEA opnar kl. 9:00 verslun opnar kl. 10:00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.