Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 48
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Hvort sem Seðlabanki Íslands hækkar stýri- vexti lítillega á aukavaxtaákvörðunardegi sínum á morgun eða heldur þeim óbreytt- um ber sérfræðingum saman um að eftir áramót verði örugglega lokið ferli stýri- vaxtahækkana bankans sem hófst í maí 2004 og að bankinn taki í framhaldinu að lækka vexti. Greiningardeild Landsbanka Íslands hefur spáð því að lækkunarferli stýrivaxt- anna hefjist strax í marslok. Eftir að tólf mánaða verðbólga náði hámarki í 8,6 prósentum undir lok sumars hafa síðustu mælingar sýnt að hún er undan að láta og reyndist í síðustu mæl- ingu vera sjö prósent, sem engu að síður er hátt yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans. Mikil óvissa er samt um stöðuna því misvísandi merki eru í hagkerf- inu og sérstakar aðstæður sem kunna að kynda undir, svo sem sú einfalda staðreynd að alþing- iskosningar eru í nánd og stjórn- málamenn því ef til vill viljugri til að setja peninga í framkvæmdir þegar sérfræðing- um efnahagsmála ber flestum saman um að heillavænlegra hefði verið að halda áfram að tipla á bremsunni. BANKINN KOM Á ÓVART Ef til vill er lýsandi fyrir stöðu Seðlabankans að sérfræðingar hafi sérstaklega orð á hlut stjórnmálamanna sem áhættuþáttar í efna- hagsumhverfinu því bankinn hefur ítrekað í þeirri efnhagssveiflu sem nú sér fyrir end- ann á kallað eftir auknu aðhaldi og aðstoð hins opinbera við að fást við verðbólguna, en hefur í raun staðið þá vakt einn. Þannig hafa á þessu tímabili orðið háværari raddir sem efast um getu Seðlabankans til þess að hafa teljandi áhrif á verðbólgu með tækjum sínum, enda séu stýrivextir ónákvæmt tæki sem lengi sé að bíta. Bankinn hefur hins vegar þurft að fást við hluti sem jafnvel mætti kalla mistök í hagstjórn landsins, svo sem ákvörðun stjórnvalda um að gera róttæk- ar breytingar á húsnæðisstefnu sinni í byrjun uppsveiflunnar í efnahagslífinu árið 2003. „Skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunnar,“ sagði Davíð Oddsson þá seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs um hagstjórnarvandann í byrjun desember í fyrra. Þá kom fram á síðasta vaxtaákvörð- unardegi að í Seðlabankanum furðuðu menn sig nokkuð á orðum stjórnvalda um að nóg væri komið af aðhaldsaðgerðum og hægt að taka til við framkvæmdir á ný. Þá sagði Davíð Oddsson að stutt hlé á opinberum framkvæmdum hefði lítil ef nokkur áhrif haft, kannski einhver sálfræðileg. Hlutverk bankans samkvæmt lögum er hins vegar að beita þeim tækjum sem hann hefur til að stýra verðbólgu að markmiði bankans. Þetta hefur bankinn gert í gegnum ferlið þótt skilaboð hans hafi ekki á öllum stundum þótt nægilega skýr. Væntingar um verðbólgu spila nefnilega stóra rullu í því hvað á endanum úr verður og skiptir þá öllu máli trúverðugleiki Seðlabankans og að fólk trúi því að hann ráði við að sveigja þróunina aftur á hagfellda braut. Í því ferli sem nú er að ljúka telja sérfræðingar helst hafa fallið á trúverðugleikann um það leyti sem Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra tók við formennsku bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í desember í fyrra þegar greiningardeildir bankanna höfðu spáð 75 punkta hækkun. Hækkunin þar á undan, í september 2005 þegar Birgir Ísleifur var við störf, var 75 punktar. Sérfræðingar efnahagsmála hafa margir hverjir haft á orði að þarna hafi bankanum fatast flugið og í raun gert mistök í peningamálastjórninni og því þurft að taka harðar á í næstu skrefum til að vinna trúverðugleika á ný. Þegar Davíð var fyrir ári síðan spurður hvort hann teldi hækkunina næga og ekki hætt við að bankinn glataði trúverðugleika sínum taldi hann svo ekki vera, stýrivaxtahækkunin þar á undan hefði haft sín áhrif í fyrsta sinn frá því bank- inn tók að hækka vexti sína vorið 2004. Eftir hækkunina í fyrrahaust hækkuðu bankar nefnilega vexti sína. Seðlabankinn kom þarna hins vegar bönkunum og öðrum sérfræðing- um á óvart með ákvörðun sinni og tók vægar á stöðunni en búist hafði verði við. Nú sér fyrir endann á hækkunarferli Klukkan níu í fyrramálið birtir Seðlabanki Íslands á vef sínum ákvörðun um stýrivexti á aukavaxtaákvörðunardegi. Tve stjórnin grein fyrir ákvörðun sinni. Sérfræðingar spá því að nú ljúki stýrivaxtahækkanaferli Seðlabankans sem staðið he stýrivextir staðið í 5,3 prósentum um nokkurt skeið. Þeir eru nú 14 prósent. Óli Kristján Ármannsson fer yfir ferlið. Sérfr um hafi fatast flugið fyrir ári, en náð því svo aftur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.