Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 67
MARKAÐURINN Margir hafa upplifað að vinna á stöðum þar sem starfsfólk bókstaflega kemur og fer og kannast við að starfsmanna- velta getur verið fyrirtækj- um erfið. Einfaldasta leið til að reikna starfsmannaveltu er að finna fjölda starfsmanna sem hætta störfum, deila með meðalfjölda starfsmanna á ári og margfalda með eitt hundr- að. Þannig væri fyrirtæki sem missir 20 starfsmenn á ári af 50 með 40% starfsmannaveltu. Erfitt getur þó verið að segja til um æskilega starfsmannaveltu, því starfsemi og vettvangur fyrirtækja er mjög ólíkur. Engu að síður er mikil velta erfið, slít- andi og kostnaðarsöm en engin velta getur líka verið dýr því þá er líklegt að starfsmenn séu flestir komnir í góðar stöður með góð laun og launakostn- aður sé mjög hár. Æskilegt er að einhver starfsmannavelta sé í fyrirtækjum því hún stuðlar að því að fyrirtæki nái í nýjar hugmyndir, getu og viðhorf sem kemur í veg fyrir stöðnun. Kostnaður við starfsmanna- veltu felst m.a. í kostnaði við ráðningu, auglýsingar, viðtöl, undirbúning, próf, biðlaun og þjálfun nýs starfsmanns. Þá er ótalinn kostnaður sem felst í minni afköstum og minni framleiðni fyrir hverja viku sem staðan er laus, truflun á þjónustu við viðskiptavini og óljósum áhrifum á aðra starfs- menn í fyrirtækinu. Margir sérfræðingar telja að með því að minnka starfsmannaveltu sé hægt að auka hagnað og verðgildi fyrirtækja svo um munar. Stjórnendur þurfa því að vera sífellt á verði og skoða nýja möguleika í umhverfinu. Stjórnandi símaþjónustufyrir- tækis í Bandaríkjunum greip t.d. til þess ráðs að koma fyrir færanlegum úthringiverum í nágrenni háskóla og náði þannig að ráða fjölda stúdenta í hluta- störf sem þurftu ekki á bíl að halda til að komast í vinnu. Þannig náði fyrirtækið að halda niðri starfsmannaveltu að miklu leyti. Talið er að það kosti fyrir- tæki á milli 30 til 200 prósent af launum starfsmanns að ráða nýjan í hans stað. Kostnaður getur því verið mikill og ef tekið er dæmi af fyrirtæki þar sem starfsmenn eru með 3,5 milljónir í laun á ári og kostnað- ur við að ráða nýjan starfsmann sé 150% af árslaunum hans, eru það 5,25 milljónir í kostnað fyrir hvern starfsmann sem fer. Ef tekið er dæmi af 100 manna fyr- irtæki með 10% starfsmanna- veltu gæti það verið allt að 52,5 milljónir í kostnað á ári. Sif Sigfúsdóttir, MA í mann- auðsstjórn- un. 13MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 S K O Ð U N S T A R F S M A N N A S T J Ó R N U N Er starfsmannavelta góð eða slæm? Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skipt- ir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjald- þrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skamm- tímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamark- aðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verð- bréfasjoppurnar sínar og svo geng- ur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er frið- ur í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game- plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúkt- úrnum hjá bankanum og hröð upp- bygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Fjármagna nágrannana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.