Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 86

Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 86
Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@fret- tabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Allir líta á Guð sem mann, þið getið ekki gert að því. Jólasveinninn var maður og þess vegna hlýtur Guð að vera maður.“ Elvis kvaddur í herinn Leikkonan Sunna Borg er sextug í dag. Hún er búsett á Akureyri, en er nú stödd í höfuðborginni. „Ég og fjöl- skyldan förum til blómaeyjunnar Ten- erife á fimmtudag, við ætlum að prófa að vera þar yfir jólin,“ sagði Sunna, sem hafði ekki hugsað sér að halda upp á sextugsafmælið. „En fyrst við förum út 21. desember og ekki í dag spurði dóttir mín hvort ég myndi nú ekki vilja hitta vini mína. Öll mín fjöl- skylda og mikið af vinum er nefnilega í Reykjavík,“ sagði Sunna, sem mun því blása til veislu í dag. Hún verður á leiklistarslóðum á afmælisdeginum, því veisluhöldin fara fram í Iðnó, þar sem Sunna tók sín fyrstu skref í leik- listinni. „Við komum með sýningu þangað frá Akureyri, og hún varð eig- inlega til þess að ég ákvað að leggja þetta fyrir mig,“ sagði hún. Sunna er þó ekki á því að hún standi á tímamótum. „Mér finnst miklu nær að ég sé fjörutíu og sex ára, en ekki fædd 1946. Mér finnst bara alveg ótrú- legt að ég sé að verða sextug,“ sagði hún hlæjandi. „Aftur á móti finnst mér að hver tugur hafi sinn sjarma. Manni fannst maður orðinn eldgamall þegar maður varð þrítugur, en svo finnst mér ég bara yngjast með árun- um,“ bætti hún við. „Ég hef líka alltaf haft nóg fyrir stafni. Það gefur lífinu gildi,“ sagði hún. Sunna hefur verið óhrædd við að breyta til í gegnum tíðina. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að verða leikkona, þó að föðurfjölskylda hennar hafi mikið verið viðriðin leik- list. Amma Sunnu, Stefanía Guð- mundsdóttir var til dæmis fyrsti for- maður Leikfélags Reykjavíkur. Flutningurinn til Akureyrar átti held- ur ekki að verða endanlegur. „Ég flutti til Akureyrar 1979 og ætlaði að vera þar í eitt ár,“ sagði Sunna, en henni líkar mjög vel fyrir norðan. „Bærinn er í uppsveiflu. Menningarhús verður vígt 2008, það er kvenbæjarstjóri og ýmislegt gott að gerast, svo ekki sé minnst á blómstrandi leikfélagið,“ sagði hún. Eftir fjöldamörg ár á sviði söðlaði Sunna alfarið um fyrir fjórum árum og lagði stund á nám í hómópatíu, sem hún vinnur við í dag. „Hómópatían er alltaf að verða vinsælli,“ sagði Sunna. „Þetta er mjög gefandi starf og það er mikið að gera hjá mér,“ bætti hún við. Sunna hefur þó ekki yfirgefið leiklist- ina alfarið. „Ég held mér við með því að halda námskeið í leiklist og leik- stýra hjá áhugafélögum,“ sagði Sunna, sem útilokar ekki að hún snúi aftur á svið. „Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér,“ sagði hún. „Fólki fannst ég nú vera að gera vit- leysu lífs míns þegar ég hætti í leik- listinni, en það kemur alltaf eitthvað annað í staðinn, þannig er þetta líf bara.“ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þórunn Ágústsdóttir lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudagsmorguninn 18. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Eggertsdóttir Ingólfur Jónsson Guðrún Eggertsdóttir Klemenz Gunnlaugsson Dýrleif Eggertsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elsku hjartans mamma okkar, Marlaug Einarsdóttir Hjallabraut 43, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 17. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þórsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir Elskuleg systir mín, mágkona, frænka okkar og vinkona, Jóhanna Margrét Árnadóttir Blesugróf 29, lést á heimili sínu laugardaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Helgi H. Árnason Bryndís Þorsteinsdóttir systkinabörn og heimilisfólkið Blesugróf 29. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför sonar míns, vinar, bróður, mágs og frænda, Ásgeirs Hilmars Jónssonar Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík. Björgunarsveitum, lögreglu og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni í Hvalfirði færum við okkar bestu þakkir. Þorbjörg Eiríksdóttir Bára Bryndís Sigmarsdóttir Jón Guðmundsson Guðný Ragnarsdóttir Jóna Halldórsdóttir Svanur Pálsson Guðgeir Björnsson Ragnhildur Þórólfsdóttir og systkinabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Stúdentar við Háskólann í Reykjavík gáfu nýlega út Háskólablaðið en ritstjórn blaðsins lagði upp með það að flytja einungis jákvæðar fréttir. „Heimurinn er ekki að farast og lífsskilyrði mannkynsins í heild eru að batna,“ segir Gunnar Egill Egilsson, einn ritstjóra Háskólablaðsins. „Við birtum meðal annars viðtal við Björn Lomborg þar sem hann fullyrðir að kostn- aður við Kyoto-bókunina í eitt ár sé samsvarandi upp- hæð og það kosti að tryggja öllum jarðarbúum varanleg- an aðgang að drykkjarvatni,“ segir Gunnar og bendir á að lítið hafi verið fjallað um for- gangsröðun vandamála í íslenskum fjölmiðlum. „Það er tímabært að umræða skapist um hvernig við getum gert hlutina sem best með takmarkað fjármagn til að leysa vandamálin.“ Meðal annars efnis í blað- inu er umfjöllun um jákvæð áhrif innflytjenda á íslenska menningu og efnahagslíf, grein Hildar Sverrisdóttur um jákvæða þróun í meðferð kynferðisbrotamála. Þá eru dregin saman nokkur sér- atkvæði Jóns Steinars Gunn- laugssonar í Hæstarétti og ræddir möguleikar láglauna- fólks og þeirra sem eiga að baki stutta skólagöngu til þess að auka tækifæri sín. Stúdentar segja góðar fréttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.