Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 90

Fréttablaðið - 20.12.2006, Side 90
Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogs- kirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til kl.15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbein- ingar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is kl. 11.00 Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) sýnir í Hafnarborg. Á sýning- unni Ofið úr þögninni sýnir Rúna verk unnin á pappír með akryl, olíukrít, pastel og bleki; einnig eru þar myndir unnar á steinleir. Sýningin stendur til 30. desember. Norðanmenn fá notið ljúfrar tón- listar á morgun en þá verða blús- tónleikar í Ketilhúsinu. Blúskomp- aníið var stofnað af Magnúsi Eiríkssyni, einum fremsta blús- manni landsins, fyrir rúmum þremur áratugum og hefur starf- að með hléum síðan þá og notið mikilla vinsælda. Yngsti liðsmað- ur þeirra, söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir, hefur vakið mikla hrifningu með glæsilegri frammi- stöðu sinni og er skemmst að minnast söngsigurs hennar á tónlistarhátíðinni AIM Festival á Akureyri fyrr á árinu. Auk Magn- úsar og Hrundar Óskar er Blús- kompaníið skipað þeim Pálma Gunnarssyni, söngvara og bassa- leikara, Agnari Má Magnússyni, hammond- og píanóleikara, og Gunnlaugi Briem trommuleikara. Hljómsveitin Park Projekt er skipuð þeim Pálma, Agnari Má, Kristjáni Edelstein og Gunnlaugi Briem. Sveitin hefur vakið athygli fyrir skemmtilega og ferska músík en hún hefur leikið á mörgum tónleikum innan lands sem utan. Tónleikarnir hefjast kl. 21 annað kvöld. Ekta Akureyrarblús Úthlutað var úr styrktar- sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðs- sonar á dögunum en sjóður sá styrkir fræði- og vísinda- menn til útgáfu. Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfða- skrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta. Sjóðurinn veitti um skeið all- mörgum fræði- og vísindamönn- um viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkti útgáfu þeirra og merkra heimildarrita. Síðar varð sjóðurinn sakir verðbólgu lítils megnugur. Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla hann með árlegu framlagi og er nú veitt til hans á fjárlögum jafngildi árs- launa prófessors við Háskóla Íslands. Í reglum frá 1881 er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita „1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, 2. til að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og 3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildar- rita.“ Enn fremur segir: „Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.“ Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis „að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“ Styrkir eru auglýstir og hefur þeim undanfarin ár verið úthlut- að á tveggja ára fresti. Lokið er úthlutun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar, að þessu sinni voru veittar 16 viðurkenningar, sam- tals 7.000.000 kr. Skiptast þær milli útgefinna rita og verka í vinnslu: Birgir Hermannsson fékk 500 þúsund vegna verksins Understanding Nationalism; Björn Hróarsson 700 þúsund vegna ritsins Hraunhellar á Íslandi; Guðjón Friðriksson og Guðmundur Magnússon 500 þús- und hvor fyrir ævisögu Hannesar Hafstein og Thorsararanna; Jón Hjaltason það sama fyrir Sögu Akureyrar; Jón Þ. Þór 700 þúsund vegna rita sinna: Nýsköpunaröld. Saga sjávarútvegs á Íslandi, III. bindi og Saga Bolungarvíkur; Sig- urður Gylfi Magnússon 500 þús- und vegna Fortíðardrauma og Sjálfssagna; Stefán Snævarr 200 þúsund vegna Ástarspektar; Steinunn Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson 500 þúsund hvort vegna The Awakening of Christianity og Veröldin og við; Trausti Valsson 300 þúsund vegna How the World will change – with Global Warming; Viðar Hreins- son: 400 þúsund fyrir Gæfuleit og Þorvaldur Gylfason 300 þúsund fyrir Tvo heima. Þrír höfundar voru styrktir til skrifa á nýjum verkum: Eysteinn Þorvaldsson vinnur að verki um íslenska kvæðagerð í Vestur- heimi, Jón Viðar Jónsson er að vinna verk um leikritun og leik- húsafskipti Halldórs Laxness og áhrif erlendra skálda á verk hans. Þá er Þorleifur Hauksson að vinna við Sverris-sögu. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Jón G. Frið- jónsson, Ólafía Ingólfsdóttir og Ragnheiður Sigurjónsdóttir. Bóksala eykst í Danmörku ! Netverslun með því óvenjulega nafni Haraldur íkorni var form- lega opnuð í nóvembermánuði. Stofnandi og umsjónarmaður vefj- arins, Ösp Viggósdóttir, er í óða önn að uppfæra gagnagrunninn en markmið hennar er að setja þar inn allar þær bækur sem eru í prentun á Íslandi. Hún kveðst hafa fengið hug- myndina fyrir nokkrum árum en fyrirmyndin er vefurinn Amazon, stærsti bóksöluvefur heims. Ösp er menntaður bókasafnsfræðing- ur en hefur einnig komið að útgáfumálum, í fyrra gaf hún til dæmis út skáldsöguna Hjarta- hreinir ævidagar Úlfs. „Ég fékk smá reynslu af bókamarkaðnum þá og sá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hér á landi,“ segir hún en útskýrir að hún hafi ekki haft neina sérstaka reynslu af netvið- skiptum en rekið sitt eigið örfyrir- tæki á sviði útgáfumála. Ösp leitaði til forlaganna og selur nú bækur þeirra flestra, hún er bæði með nýjar og notaðar bækur en nýbreytni er að hægt sé að kaupa notaðar bækur gegnum vefverslanir hér á landi. „Ég sendi síðan hvert á land sem er og um allar jarðir. Hér á landi hefur landsbyggðin til dæmis tekið þessu mjög fagnandi,“ segir Ösp. Nú er hún með um 8.000 notaðar bækur á lager og hefur skráð inn um þúsund, hennar bíður því tölu- vert verkefni við að uppfæra gagnagrunninn og þá áætlar hún einnig að setja inn bækur for- laganna. „Hjá Haraldi íkorna verð- ur hægt að nálgast allt sem er í prentun á Íslandi,“ útskýrir Ösp. Viðtökurnar hafa verið rólegar það sem af er sem er ekkert skrít- ið að sögn Aspar enda hefur hún ekki auglýst þessa þjónustu mikið. „Ég hef varið orkunni í að byggja upp kerfið. Eins og allir vita er bóksala langhlaup en ekki sprett- hlaup.“ Notendur vefverslunarinnar geta síðan keypt inn með kredit- korti eða millifært greiðslur sínar í heimabanka en á síðunni má gera góð kaup bæði í notuðum og nýjum bókum en bækur útgefnar árið 2006 fást þar með að minnsta kosti tuttugu prósenta afslætti. „Þegar ég var að prófa mig áfram með kerfið komst ég að því að margir vildu losna við kreditkortarukkan- irnar og geta staðgreitt,“ segir Ösp. Skáldsögurnar og stórvirkin eru vinsælust hjá henni núna enda mikill gjafatími fram undan. „Margir eru líka að lauma með einni og einni notaðri bók handa sér líka,“ bætir hún við. Nafngiftin vekur nokkra furðu og útskýrir bóksalinn að langt sé síðan það kom til. „Nafnið er feng- ið úr víðfrægu jóladagatali Sjón- varpsins sem sýnt var fyrir nokkr- um árum og fjallaði um Klæng sniðuga og Harald íkorna. Ég hélt að enginn myndi taka mark á fyr- irtæki sem héti Klængur sniðugi en leist vel á Harald íkorna.“ Síðuna má finna á slóðinni www.haraldur.is Bókelskur íkorni í langhlaupi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.