Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 20.12.2006, Qupperneq 95
Önnur skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Fljótandi heimur, er frumleg blanda af ástarsögu, glæpasögu og vísindaskáldskap með viðkomu í heimsbókmennt- unum – annarleika Kafka, hella- kenningu Platóns og ekki síst í hugarheimi Haruki Murakami sem teljast verður ein af persón- um verksins. Í bókinni heldur Sölvi Björn áfram á sinni höfund- arbraut, í síðasta verki sínu tókst hann á við Dante og pakkaði honum nútímalega saman af reykvískum djöfulleik og nú heiðurinn Murakamis. Sölvi Björn fléttar sögu sína af hagleik og gerir áhrifamátt japönsku „költ-hetjunnar“ að einu aflanna sem knýr söguvirki hans áfram. Sagan gerist á tveim- ur sviðum þar sem annað planið er fantasískt – þar gerist sagan í leigðri undirmeðvitund Mur- akamis og hins vegar í Reykjavík síðustu aldamóta og í vestfirsk- um dal. Íslensku litbrigðin eru eftirtektarverð því einhvern veg- inn tekst höfundi að gera stað- hættina næsta alþjóðlega. Aðalpersónan og sögumaður verksins, ungi bókmenntafræði- neminn Tómas, svipar til persóna Murakamis – hann er einrænn, leitandi og með alls kyns konur á sálinni og á hælum sér. Tómas kynnist sokkabuxnafyrirsætunni Saiko sem er dulúðug í meira lagi og með fortíðina á bakinu. Þegar hún hverfur á dularfullan hátt æsast leikar og Tómas bregður sér í hlutverk spæjara því líkt og fyrirmyndir hans hjá Murakami er hann hugrakkur þrátt fyrir að vera óframfærinn. Fljótandi heimur er saga af blekkingum og glæp þótt hann komi ekki í ljós fyrr en seint og um síðir. Ógnin er samt alltaf undirliggjandi, ekki síst vegna fantasíukaflanna þar sem aðal- persónan reikar viskímarineruð milli véfréttalegra stúlkna í mýrum og skógum, þarf að flýja Verkamenn og og kemst í kynni við Drykkjaþýðandann og Stífl- arann. Þessir kaflar sögunnar geyma einkar forvitnilegar hug- leiðingar um möguleika skáld- skaparins og áhrifamátt hans í stærra samhengi en þær hafa einnig sterkar samtímavísanir. Í „raunverulegri“ köflunum rekur Tómas kynni sín af Saiko í þátíð. Samband þeirra kemur miklu róti á huga hans, þau deila dálæti á bókum, þar á meðal á sögu Murakamis, Norwegian Wood, en saklausi landsbyggðar- strákurinn er heillaður af hörku- legu yfirborði stúlkunnar sem síðar reynist viðkvæm og tætt. Líkt og í sögum Murakamis eru samskipti kynjanna í ójafnvægi og þau eiga erfitt með að finna hvort öðru stað. Fall Tómasar felst síðan í því að komast að hinu sanna, leitin er óumflýjanleg en vitneskjan er líkt og oft áður það sem maður vildi síst öðlast. Styrkur þessarar sögu er spennandi flétta og djörf hólm- ganga við nýja bókmenntahefð. Hún er einnig til vitnis um ákveð- inn tíðaranda, vísar í valdbeit- ingu, sjálfseyðingarhvöt og veru- leikaflótta nútímafólks í bland við klassískar syndir svo sem græðgi, hroka og losta. Persónu- sköpunin er vel heppnuð nema ef helst mætti nefna fjölskylduna í Skerjafirðinum sem mér fannst ótrúverðug, það hefði mátt vinna betur með persónu Hallgríms, skólabróður Tómasar, því hann er einfaldlega of fyrirsjáanleg andstæða aðalpersónunnar. Móð- irin kemur líka eins og skratti úr ofvöxnum sauðarlegg því grimmdina skortir síst í söguna og fannst mér henni ofaukið. Aðrar aukapersónur, t.d. vinkon- an Helena og vísindamaðurinn Okada, eru betur heppnaðar þó máski hefði mátt auka veg þeirra. Það er þó ekki annað hægt en að hrífast af þessum úthugsaða sagnaheimi bókarinnar, hún hvet- ur mann til þess að taka fleiri bækur úr hillum og er sjálf vel þess virði að lesa aftur. Með söguna á sálinni Kafteinn Ofurbrók er eitt magn- aðasta fyrirbæri sem skotið hefur upp kollinum í barnabókum und- anfarin ár og þar munar ekki síst um að flippaður húmor bókanna brúar dýpstu kynslóðabil svo glæsilega að ungir jafnt sem ríg- fullorðnir geta skemmt sér kon- unglega yfir vitleysunni. Prakkararnir Georg Skeggja- son og Haraldur Hugason bera ábyrgð á fáránlegu ofurhetjunni Kafteini Ofurbrók, sem flýgur vígreifur gegn hverri ógn í nær- brókum og rauðri skikkju og syng- ur „trallala!“ en í fyrstu bókinni dáleiddu þeir fúla skólastjórann sinn hann Kára með þeim afleið- ingum að hann breytist við einn fingursmell í káta ofurkappann. Þessi bók, sem er sú sjöunda sem kemur út um brókarhetjuna á íslensku, segir síðari hluta sög- unnar um líftæknilega hor- skrímslið og tekur upp þráðinn þar sem aðdáendur Kafteinsins skildu við hann fyrir ári. Þá ógn- uðu ógeðsleg horskrímsli heima- bæ drengjanna en í byrjun nýju bókarinnar bægir Ofurbrókin hættunni frá. Vandræði Georgs og Haraldar eru þó síður en svo öll þar sem tæknifikt leiðinlega nördsins Sófu- sar sénis verður til þess að heila- starfsemi skólastjórans flyst yfir í koll nördsins og öfugt. Ástandið er óviðunandi og drengirnir grípa til örþrifaráða sem eiga eftir að draga svakaleg- an dilk á eftir sér. Bókin sver sig í ættt við fyrri verk Davs Pilkey um Ofurbrókina en með nýjum vinklum á borð við tímaflakk og hugsanaflutning kveður um leið við nýjan tón og fyrir vikið er þessi sjöunda bók ein sú hressasta í flokknum, ef ekki sú skemmtilegasta. Sem fyrr er allt löðrandi í barnalegum kúk- og pisshúmor sem er settur fram með svo miklum galsa og léttleika að hann hittir beint í mark þannig að það er hætt við að lesendur skelli upp úr nánast á hverri síðu. Endirinn er svo sem betur fer galopinn þannig að dyggir aðdá- endur Ofurbrókarinnar geta þegar farið að láta sig hlakka til þar sem Kafteininn á enn helling inni og lætur vonandi sjá sig aftur fyrr en síðar. Trallala! í Súlnasal á Hótel Sögu annan í jólum Upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is Jóladansleikur MILLJÓNAMÆRINGANNA Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á jóladansleik þeirra í Súlnasal Hótel Sögu annan í jólum, 26. desember. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.200 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9950. Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi Bjarna.PIPA R • S ÍA • 6 0 9 1 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.