Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 6
 Þyrlur Landhelgisgæsl- unnar komu fjórum mönnum um borð í kýpverska flutningaskipið Wilson Muuga upp úr klukkan tvö í gær. Mennirnir kynntu sér aðstæður og unnu frumrannsókn á því hvernig hægt verði að standa að dælingu úr skipinu og koma búnaði um borð í skipið á morgun eða næstu daga. Veðurútlit er ekki gott. Sjötíu tonn af olíu eru í botn- tönkum og fimmtíu tonn í hliðar- tönkum ofar í skipinu auk sautján tonna af dísilolíu. Kristján Geirs- son, fagstjóri hjá Umhverfisstofn- un, segir stefnt að því að ná fyrst olíunni upp úr hliðartönkunum og síðan úr botntönkunum. Líklega verði reynt að sjúga olíuna upp úr botntönkunum gegnum átta metra langt loftrör. „Það er vaxandi straumur og fer vaxandi fram á Þorláksmessu eða aðfangadag. Ofan á þetta er stuttur birtutími sem leiðir til þess að aðgerðir eru erfiðar. Það er fátt sem vinnur með okkur,“ segir hann. Tankar skipsins eru allir rifnir, olía hefur komist í lestar skipsins en ekki lekið út í sjó. Svartolían er seigari en hráolían og kemur þrennt til greina: dæla beint með sérstökum dælum, hita olíuna þannig að hún verði auðveldari viðureignar eða að blanda dísilolíu saman við hana og dæla síðan. „Við gerum ráð fyrir að einhver olía fari í sjóinn. Ef það gerist þá förum við í aðgerðir til að hreinsa olíu úr sjó og af fjörum. Sem stend- ur eru engar slíkar aðgerðir mögu- legar. Veður og öldugangur er slík- ur að engin tæki virka á þessum tímapunkti,“ segir hann. Kristján segir ölduganginn ekki endilega slæman. „Sjórinn og klettaströndin þeyta olíuna, gera hana vatnsleysanlegri og dreifa henni út þannig að ekki er víst að við stöndum frammi fyrir stórum vandamálum. Við getum haft hreinsunarbúnaðinn handhægan ef olía sést og veður lægir. Þangað til fylgjumst við með.“ Hátt í áttatíu menn voru á strandstað í gær. Búið var að gera góða vinnuaðstöðu, veg og athafna- svæði fyrir hreinsun. Allur búnað- ur var kominn á staðinn. Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra flaug yfir strandstað í gær. Vakt verður á staðnum í nótt. Viðræður eiga sér stað um það hvort tryggingafélagið tekur yfir hreinsun og aðgerðir á vettvangi. Smiðjuvegi 5 200 Kópavogur www.skola. is Sími 585 0500 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-14 8.590kr. O D D I H Ö N N U N V O _C 70 32 Tilvalin jólagjöf 100 dokkur af árórugarni í gjafakassa. Fyrir hannyrðakonuna og fl uguhnýtingamanninn. Gert ráð fyrir að olía fari í sjóinn Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu mönnum um borð í Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru í gær. Mennirnir skoðuðu aðstæður í skipinu. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að einhver olía fari í sjóinn. Gríðarleg verðmæti eru í hættu ef olía lekur úr kýp- verska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði í Hvals- nesfjöru í Sandgerði í fyrradag. Friðuð fuglasvæði eru í nágrenni við strandstaðinn auk þess sem olía getur borist í kirkjugarðinn við Hvalsneskirkju ef veður er vont og sjógangur mikill. Þá eru fjörurnar mjög lífmiklar. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurnesja, segir að ekki bara lífríkið sé í húfi heldur verðmæti líka. „Olían brotnar niður á ein- hverjum tíma en þarna eru menningarverðmæti í nágrenn- inu, til dæmis kirkjugarðurinn í Hvalsnesi. Ef veðrið helst jafn slæmt þá getur olía spýst yfir hann en auðvitað fer það eftir ölduróti og veðri. Við vonum það besta.“ Lítið er vitað um lífríkið á svæðinu en það er þó vitað að allt svæðið er friðað vegna lífríkis. Sveinn Kári segir að á þessu svæði sé dýrmætt vetrarfugla- svæði við Ósa í Sandgerði, stór hluti straumandarstofnsins á Íslandi hafi þar veturstöðvar og eitt stærsta æðarvarp landsins sé í Norðurkoti og Fuglavík nærri Hvalsnesfjöru. Náttúrustofan er að fara af stað með verkefni í samvinnu við Náttúrufræðistofnun. Strend- urnar á Reykjanessvæðinu verða kortlagðar og búsvæðaflokkaðar vegna laga um mengunarvarnir hafs og stranda. Kirkjugarðurinn í hættu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í gær Margréti Danadrottningu samúðarkveðju vegna fráfalls skipverja á danska varðskipinu Triton. Jan Nordskov Larsen, 25 ára sjóliði frá Kaupmannahöfn, drukknaði skammt frá strand- stað flutningaskipsins Wilson Muuga skammt frá bænum Hvalsnesi í nágrenni Sandgerðis. „Ég votta yðar hátign og dönsku þjóðinni einlæga samúð vegna hins sviplega fráfalls Jans Nordskov Larsen sjóliðsforingja sem drukknaði við björgunar- störf undan ströndum Íslands. Hugur Íslendinga er með fjölskyldu hans og vinum og við biðjum yðar hátign að flytja þeim einlægar samúðarkveðjur,“ segir í bréfi Ólafs Ragnar Grímssonar. Forsetinn sendi samúðarkveðju Flakið af þýskum kafbát, sem liggur á hafsbotni undan vesturströnd Noregs, ætti að hylja með fargi af sandi og steypu til að hindra að kvikasilf- ursfarmur bátsins leki út og valdi ómældum náttúruspjöllum. Að þessari niðurstöðu komst sérfræðinganefnd, sem falið var að rannsaka til hvaða bragða ráðlegast væri að taka til að bregðast við mengunarhættunni. Kafbátnum, U-864, var sökkt í febrúar 1945, lestaður 65 tonnum af kvikasilfri sem ætlað var til hergagnaframleiðslu í Japan. Flakið fannst árið 2003. Hætta á kvika- silfursmengun Olía úr flutningaskipinu Wilson Muugo, sem strandaði úti fyrir Hvalsnesi í fyrradag, getur kæft lífríki fjörunnar með því að leggjast yfir plöntur og dýr. Olíu- blautir fuglar eru alvarleg meng- un en minna sýnileg áhrif á gróður og dýralíf eru ekki síður alvarleg. Jörundur Svavarsson, prófess- or í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, telur að erfitt sé að spá um það hvernig fari fyrir dýralífi og umhverfi ef olía mengar fjör- una við Sandgerði. Það fari eftir aðstæðum, veðurlagi og því hversu mikið magnið verður. Jörundur segir fugla þola olíu illa. Fiður þeirra makist út í olí- unni og olían berist ofan í melting- arveg þeirra. Hægt sé að hreinsa þá en það sé mikið verk. Jörundur segir að fyrr eða síðar muni olían sökkva en best sé að losna alfarið við hana. Olían getur kæft lífríkið Á að fara fram lögreglurann- sókn á málefnum Byrgisins? Ertu búin(n) að kaupa allar jólagjafir?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.