Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 93
Hvað gerist þegar fullorðinn
maður sest upp á hjól? Jú, gamall
vani tekur sig upp og áfram hjólar
hann. Jón Björnsson leit upp frá
skrifborði sínu í Ráðhúsi Reykja-
víkur, horfði yfir gráa Tjörnina
og hugsaði: Á ég að sitja hér til
sjötugs? Nú er hann sjálfs sín
herra, lausamaður á ekrum drott-
ins og á að baki mörg þúsund
mílur og tvær ferðasögur skráðar
á hjólferðum um Evrópu.
Seinni bókin rekur för hans í
tveimur rykkjum eftir rafleiðinni
svokölluðu frá gömlu Danzig til
Miklagarðs. Lesandinn gæti
ímyndað sér margt: lifði maður-
inn af, slæmir vegir, erfitt tungu-
málaástand í sveitum þar austur
frá, glæpamenn á hverju strái
höldum við, illur kostur. Allt þetta
rennur gegnum hugann en Jón
segir frá ferð um rík lönd og
fátæk, stöðnuð og þefandi að nýja-
brumi kapítalismans: Pólland,
Slóvakía, Ungó, Króatía, Serbía,
Búlgaría og loks fyrirheitna land-
ið Tyrkland.
Sýnilega hefur höfundurinn
lagst í langan lestrarvetur áður en
lagt var af stað á vori, jafnvel
fleiri en einn. Stór hluti verksins
er ríkulegar lýsingar á sögu þeirra
staða sem hann líður hjá og hver
maður með miðskólapróf eða
meira skammast sín hálfpartinn
fyrir að vera svo yfirgengilega
illa að sér í sögu austurhluta
Evrópu. Allar frásagnir litar
höfundurinn með blæbrigðarík-
um og skjótum stíl. Jón er víða
fyndinn í lýsingum sínum. Hann
er hallur undir konur með myndar-
legan barm sem er svo sem allt í
lagi fyrir menn á hans aldri – það
hefur löngum verið stílbragð
ferðasöguhöfunda að lítast um
eftir kvenpeningi á fjarlægum
slóðum en holdrisa er erfið á
hjólhesti.
Ferðasagan lifir býsna góðu
lífi víða um lönd. Hún byggist
alltaf á góðri innsýn í aðstæður
annarra, forvitni um hvernig
skaparinn kom hlutunum fyrir í
framrás tímans. Og þeirri forvitni
svalar Jón af mikilli mælsku.
Bókin er prentuð í Slóvakíu og
illa skekkt örk er í mínu eintaki.
Myndir eru margar ekki vel
fókuseraðar en kort, nafnaskrár
og heimildaskrá fylgir og er útgáf-
an öll vel úr garði gerð.
Svo er bara að vona að Jón
haldi áfram á hjólinu sínu og deili
upplifun sinni með þeim sem
heima sitja.
Sálfræðingur á hjóli
Höfundur Krókaleiða hefur ekk-
ert að fela; orð skáldsins er miðill
í ranglátum heimi þar sem lista-
maðurinn ber samfélagslega
ábyrgð, ekki sjálfstæð höfuð-
skepna. Höfundur á ekkert dul-
rænt (ljóðrænt?) erindi við les-
anda sinn – boðorð hans og
ætlunarverk er morgunljóst: koma
pólitísku ákalli til skila og finna
sjálfum sér stað í frumlaginu. Ég
er upphaf og endir allra ljóða, allr-
ar viðræðu við lesandann: ég er,
ég skil, ég get, ég veit. Maðurinn
er sekur – mikill er Ég. „Margir
sjá ekki / ég sé“ (59). Auga
alviskunnar, ljóðmælandinn. Skil-
ur jafnvel það sem Einstein skildi
ekki (41).
Það er enginn guð, ekkert lögmál
ofar efninu sem bæði maður og
náttúra eru óaðskiljanlegur jafn-
rétthár hluti af: dýra-, jurta- og
steinaríkið er eitt; ekkert öðru
fremra, allir jafngildir. Frum-
kristni án fyrsta boðorðsins (ég er
ekki drottinn). Maðurinn í sögu og
samtíma er sjálfskipaður and-
stæðingur náttúrunnar og yfir-
gangur hans glæpur gegn náttúru-
legum lögum sköpunarverksins.
Ég (fremur en skáldið) er
sjáandinn, hið vökula auga sem
veit af glæpnum og víkur sér ekki
undan þeirri skyldu samviskunn-
ar (sem er sáttmáli manns og alls
sem er) að kveða upp dóm og kalla
bót og betrun yfir sökudólginn.
Auðmýkt gegn græðgi.
Það gerir höfundur þó ekki með
aðferð viðkvæmrar náttúru – sem
„hvíslar lágt: Líttu þér nær“ (68).
Þvert á móti beitir hann storm-
svipu trúboðans, berorði þess sem
veit betur, fullvissu þess sem víða
hefur ratað – í raun hinn hávi
maður, hálfguð gegn almætti þess
óskilvitlega, þess óskiljanlega,
þess sem er „handan við skynsem-
ina“ (51). Sjónarvottur sem boðar
æði á undan orði: „menn og nátt-
úra eiga að fallast í faðma, ávallt“,
púnktur, „Bagdad... Maó... Mah-
mud ... Dresden Hirósíma Vukovar
Rúanda eða var það Darfur í
Súdan?“ (7 8 13 17). Æpandi aug-
ljóst sprengjuregn. Ljóðið barið til
hlýðni ... jafnvel við „Árna leikara
Tryggvason“ alsaklausan „á lífs-
ins sjó“ (47). List í þágu málstaðar,
vopnað ljóð.
Efnistök eru annars heilsteypt og
merking víðast augljós. Ljóða-
smíðin áferðarsnotur en ófrum-
leg, höfundur rembist ekkert
umfram takmörk sín. Og inn á
milli stórræða/stólræða skín víða
fallegur hógvær ljóðstafur – dæmi
bls. 24 og 51. Og þá ekki síst í ljóð-
um lokakaflans – einkum bls. 63-
65 67-69 og 76 (sem endar þó í
óþarfri ofskýringu).
Hið frumlega í þessari ljóðabók
snýr að efnistökum: sýn
raunvísindamannsins á helga jörð.
Þar liggur styrkur bókarinnar og
– ef (til) vill – opinberun. Hámark-
ið er ljóð á bls. 43 þar sem höfund-
ur færir jarðvísindaleg rök fyrir
eilífð sálarinnar í guðlausum
buska. Ekkert smá mál! Ágalli
bókarinnar er jafn augljós: skort-
ur á samboðnum tilþrifum í ljóða-
gerð. Einsog eldgos á korti.
Aðall góðra ljóða með brýnan boð-
skap er að spyrja, leita svars og
finna – án þess að grípa fram í
fyrir lesandanum, án þess að svara
í beru orði. Hægara sagt en ort.
Fjögurra stjarna bók (og ekki síðri
að magni en gæðum) en tveggja
stjörnu ljóðabók af því hreppa-
pólitík – („jarðgöng á jaðarsvæð-
um“ 48) – er skelfilegur stuðull í
ljóði sem trúir á eilífð í innbjúgum
buska.
Samverkur okkar allra
Opið kl. 10–18 á Laugavegi
og Kletthálsi 11
Sími 590 5760
Ta
km
ar
ka
ð m
ag
n!
Aðeins 18.880 kr. á mánuði.
M.v. 70.000 kr. útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða.
Mi
tsu
bi
sh
i L
an
ce
r
sjá
lfs
ki
pt
ir
ár
g.
2
00
5
No
ta
ði
r b
íla
r í
to
pp
sta
nd
i
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
7
99
6