Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 25

Fréttablaðið - 03.01.2007, Page 25
Andrés Magnússon geðlæknir telur upp nokkur heilræði gegn skammdegisþunglyndi. „Útivera er besta ráðið við skammdegisþunglyndi,“ segir Andrés. „Gott er að vera eins mikið úti við þann stutta tíma sem bjart er á veturna. Tilvalið er að fara í göngutúr eða á skíði þegar vel viðrar. Gæta þess að dregið sé frá gluggum og hafa skrifborðið í vinnunni undir glugga ef aðstæð- ur leyfa.“ Andrés segir að þar sem dags- birtan vari stutt komi dagsbirtu- ljós einnig að góðum notum. „Þau fást víða, til dæmis í raftækja- verslunum. Þau gefa frá sér mikla birtu og má stilla þannig að þau sé hægt að hafa nálægt sér, til að mynda á skrifborðinu. Best er að hafa kveikt á þeim í tæpan klukku- tíma á dag meðan skammdegið varir.“ Andrés bendir á að einnig séu til lampar sem framkalli svokall- aða gervisólarupprás og -sólarlag. „Lamparnir eru stilltir svo að ljós kvikni á ákveðnum tíma og styrk- urinn eykst smám saman þar til maður vaknar. Birtan frá lömpun- um er samt ekki eins kröftug og frá ljósunum og hefur því ekki eins mikil áhrif.“ Loks biður Andrés menn að rugla dagsbirtuljósum ekki saman við ljósabekki, sem hafa að hans sögn ólík áhrif. Ljósabekkir sendi frá sér útfjólublá ljós, sem óhollt sé að stara í og geti skemmt sjón- ina. Útivera besta ráðið Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Við veitum faglega ráðgjöf 7. Íslandsmeistaratitlar og 5. silfur á síðasta Íslandsmeistaramóti Nýtt tímabil að hefjast ! B O X B O X

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.