Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 6
Vilt þú að fleiri öryggismynda-
vélar verði settar upp á götum?
Hefur þú stundað fjárhættuspil
á netinu?
Sæludagar
framundan
Veldu létt og mundu eftir ostinum!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Á síðustu tveimur árum
hefur því fólki fjölgað gífurlega
sem spilar fjárhættuspil á netinu,
segir Júlíus Þór Júlíusson, for-
maður Samtaka áhugafólks um
spilafíkn (SÁS). Hann vill loka
landinu fyrir erlendum fjárhættu-
spilasíðum, en um 60 til 70 pró-
sent þeirra sem leita til samtak-
anna spila fjárhættuspil á netinu.
„Í síðustu viku hringdi í mig
maður og sagði mér að konan hans
væri búin að eyða á þriðju milljón
króna í fjárhættuspil á netinu á
nokkrum dögum,“ segir Júlíus. Að
sögn Júlíusar var konan alltaf að
spila í spilakössunum, en byrjaði
svo að spila á netinu. „Spilafíklar
flýja inn á heimili sín og spila í
einrúmi svo þeir verði síður
stimplaðir,“ segir Júlíus, og bætir
því við að hann viti um að minnsta
kosti fjóra spilafíkla sem frömdu
sjálfsvíg árið 2006.
Júlíus segir að einn ungur
maður, sem hafði samband við
samtökin í nóvember í fyrra, hafi
eytt 2,7 milljónum króna á 10
dögum í fjárhættuspil á netinu og
notaði hann meðal annars kredit-
kort annars fólks.
Þeim sem spila fjárhættu-
spil á netinu líður oft verr og eru
einangraðri en þeir sem spila
í spilakössunum, segir Karen
Eiríksdóttir, fjölskyldu- og hjóna-
bandsráðgjafi hjá Samtökum
áhugafólks um spilafíkn. Hún
segir suma spilafíklana hafa verið
í sjálfsvígshugleiðingum.
Júlíus segist hafa fundað með
Birni Bjarnasyni dómsmálaráð-
herra fyrir jól og ræddu þeir
hvernig hægt væri að stemma
stigu við því að fólk eyði háum
upphæðum í fjárhættuspil á net-
inu.
Björn vill ekki tjá sig um fund-
inn með Júlíusi. Hann segir þó að
það hafi verið nefnt við sig hvort
hægt sé að veita heimild til að
reka fjárhættuspil á Íslandi til að
spilaféð renni ekki úr landi, því
þau fjárhættuspil sem eru vinsæl-
ust séu ólögleg hér á Íslandi.
Björn segir að markmið slíkra
aðgerða væri einnig að takmarka
fjárhagslega áhættu þeirra sem
spila á netinu.
Að sögn Júlíusar undirbúa SÁS
nú greinargerð, sem verður send
til dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
isins, um hvernig hægt sé að koma
í veg fyrir að fólk tapi milljónum í
fjárhættuspilum á netinu. Inntak-
ið í greinargerð SÁS verður að
leggja til að landinu verði lokað
fyrir erlendum fjárhættuspilasíð-
um.
„Ef þetta verður gert geta
Íslendingar ekki lengur notað
kreditkortin sín til að spila fjár-
hættuspil á erlendum heimasíð-
um,“ segir Júlíus.
Tapa milljónum á netinu
Formaður áhugasamtaka um spilafíkn vill loka landinu fyrir erlendum spilasíðum. Sumir sem spila á net-
inu íhuga sjálfsvíg. Dómsmálaráðherra nefnir aðgerðir til að koma í veg fyrir að spilafé renni úr landi og
til að takmarka fjárhagslega áhættu þeirra sem stunda fjárhættuspil á netinu. Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson borgarstjóri vill
koma á framfæri leiðréttingu
vegna umræðu um uppsetningu
spilasalar í verslunarmiðstöðinni
í Mjódd í fjölmiðlum undanfarna
daga.
„Þau mistök voru gerð við
samanburð spilakassa árið 2004
og 2006 að borinn var saman
fjöldi spilakassa í Reykjavík árið
2004 og á landinu öllu árið 2006.
Árið 2004 voru samkvæmt
upplýsingum frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu fjöldi
spilakassa í Reykjavík 492. Á
þeim tíma var heildarfjöldi á
landinu 933.
Í lok ársins 2006 var heildar-
fjöldi spilakassa kominn í 970
(fjölgað hjá HHÍ um 40 síðastliðin
tvö ár). Ekki er vitað hvað
fyrirhugað er að setja upp marga
spilakassa í Mjóddinni. Um leið
og beðist er velvirðingar á
þessum tölulegu mistökum er
dapurlegt til þess að hugsa að 970
spilakassar séu í gangi dag hvern
í landinu.“
Fjölgun kassa
um 4 prósent
ekki hundrað
Steve Jobs, forstjóri tölvu-
fyrirtækisins Apple, tilkynnti inn-
reið Apple á farsímamarkaðinn í
gær. Símtækið iPhone er GSM-
sími, tónlistar- og myndbandsspil-
ari með breiðskjá, lófatölva með
þráðlausri nettengingu og mynda-
vél.
Tækinu er stjórnað með snerti-
skjá, en engir hefðbundnir takkar
eru á því. Skjárinn, sem er 3,5
tommur á stærð, hefur hærri upp-
lausn en þekkst hefur hingað til.
Tveggja megapixla myndavél er
einnig í tækinu, sem er tæpir tólf
millimetrar á þykkt. Fjögurra eða
átta gígabæta geymslupláss er til
staðar, allt eftir útgáfum. Til sam-
anburðar er hægt að geyma um
það bil eitt þúsund lög á fjögurra
gígabæta minniskubbi.
iPhone mun kosta fimm til sex
hundruð dollara í Bandaríkjun-
um, en hann verður fyrst seldur í
júní. Evrópubúar þurfa að bíða
lengur eftir tækinu, en Apple-
menn segja iPhone koma til Evr-
ópu í lok þessa árs.
Auk iPhone var tilkynnt um
breytingu á nafni fyrirtækisins úr
Apple Computers Inc. í Apple Inc.
Einnig var aukin samvinna Google
og Apple rædd.
Hlutabréf í Apple ruku upp um
sjö prósent við fréttir af tækinu
nýja.
Apple heldur á farsímamarkað
Lögreglan á Akur-
eyri leitar manns sem hefur reynt
að tæla þrjá drengi upp í bíl til sín
í grennd við Síðuskóla. Drengirnir
eru átta og níu ára.
Ólafur B. Thoroddsen, skóla-
stjóri Síðuskóla, segist fyrst hafa
heyrt af málinu á mánudaginn en
þá hafi móðir eins drengjanna haft
samband við hann. Drengurinn
hafði sagt móður sinni frá því að á
meðan hann var að leik á leikvelli
skólans eftir að kennslu lauk hafi
maður komið og reynt að lokka
hann inn í bíl til sín. Á eftir til-
kynnti móðirin um málið til lög-
reglunnar og segir Ólafur þá hafa
komið í ljós að sömu ábendingar
hefðu þegar verið tilkynntar.
Enginn drengjanna þáði boð
mannsins og gátu þeir gefið lög-
reglu góðar upplýsingar um útlit
bílsins sem hann ók en lýsing á
manninum sjálfum var ekki eins
greinileg. Foreldrar barna við
skólann hafa verið beðnir um að
brýna fyrir börnum sínum að fara
ekki upp í bíla hjá ókunnugum og
láta vita ef þau fá slík boð. „Það
eru heilagar reglur. Við erum öll
mjög uggandi yfir þessu og erfitt
að vita af svona máli,“ segir Helga
Þórey Sverrisdóttir, foreldri
drengs við skólann. „Þetta má ekki
fara út í múgsefjun en auðvitað
eru allir hræddir, ekki síst börnin.
Þetta er mjög óhugnanlegt mál og
vonandi finnst þessi maður hið
snarasta.“
Foreldrar og börn óttaslegin
Lögreglan í Reykja-
vík leitar manns sem braust inn í
íbúð á jarðhæð við Leifsgötu í gær.
Þegar konan sem býr í íbúðinni
kom heim sá hún mann standa
fyrir utan með fartölvuna hennar í
hendinni. Hann var að ræða í síma
og heyrði hún hann segja. „Nú get
ég borgað þér.“
Auk fartölvunar hafði þjófur-
inn vegabréf og greiðslukort á
brott. Samkvæmt lýsingu var
maðurinn um þrítugt, klæddur í
svarta úlpu með hvítum loðkraga,
dökkhærður og stuttklipptur.
Lögreglan segist hafa góðkunn-
ingja grunaðann um verknaðinn.
Þjófur upptek-
inn í farsíma