Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 10
Bandaríkjaher hefur
síðan á mánudag að minnsta kosti
þrisvar sinnum gert loftárásir á
Sómalíu. Árásirnar hafa orðið
fjölda manns að bana, þar á meðal
tugum óbreyttra borgara að því
er vitni fullyrða.
Árásunum er beint gegn
skæruliðum íslamista sem voru á
flótta eftir að her bráðabirgða-
stjórnar landsins hrakti þá frá
höfuðborginni Mógadisjú með
dyggri aðstoð frá Eþíópíuher.
Bandaríkjamenn telja að meðal
skæruliðanna hafi verið liðsmenn
hryðjuverkasamtakanna al-
Kaída, þar á meðal menn sem
grunaðir eru um að hafa staðið að
hryðjuverkaárásum á sendiráð
Bandaríkjanna í Kenía og Tansan-
íu árið 1998
Bandarísk herskip hafa verið
út af ströndum Sómalíu undan-
farið í þeim tilgangi að hafa uppi
á hinum grunuðu, sem talið var að
ætluðu að reyna að komast út úr
landinu.
Abdullahi Yusuf, forseti bráða-
birgðastjórnarinnar, sagði frétta-
mönnum í gær að Bandaríkin hafi
„rétt til þess að varpa sprengjum
á grunaða hryðjuverkamenn sem
réðust á sendiráð þeirra í Kenía
og Tansaníu“. Einnig sagði Huss-
ein Aideed forsætisráðherra að
Bandaríkin hefðu „fullan stuðn-
ing okkar til árásanna“.
Í höfuðborginni Mógadisjú
sögðu þó aðrir að árásirnar
myndu auka enn á andúð lands-
manna gagnvart Bandaríkjunum.
Íbúar Sómalíu eru að stórum
meirihluta múslímar og hafa
engan veginn verið sáttir við að
herlið frá Eþíópíu hafi komið til
að aðstoða bráðabirgðastjórnina,
enda eru Eþíópíumenn flestir
kristnir og hafa tvisvar átt í harð-
vítugu stríði við Sómalíu, síðast
árið 1977.
Loftárásir Bandaríkjanna
beindust meðal annars að eyjunni
Badmado, sem er skammt frá
bækistöðvum íslamísku skæru-
liðanna í Ras Kamboni sunnan til
í landinu, ekki langt frá landa-
mærum Kenía.
Bandaríkjamenn telja að menn
tengdir Al Kaída hafi rekið þjálf-
unarbúðir í Ras Kamboni og þang-
að hafi liðsmenn Al Kaída komið.
Þangað á líka Fazul Abdullah
Mohammad, maðurinn sem talið
er að hafi skipulagt árásirnar á
sendiráðin 1998, að hafa flúið.
Starfhæf ríkisstjórn hefur
varla starfað í Sómalíu frá árinu
1991, þótt þrettán sinnum hafi
verið reynt að mynda stjórn þar
síðustu sex árin. Bráðabirgða-
stjórnin sem nú er við völd var
stofnuð árið 2004 með stuðningi
Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin
gera loftárás-
ir á Sómalíu
Mikið mannfall varð í hörðum loftárásum Banda-
ríkjanna á skæruliða íslamista í Sómalíu. Meðal fall-
inna eru tugir óbreyttra borgara. Tilgangurinn mun
að hafa uppi á grunuðum hryðjuverkamönnum.
„Þetta er málamiðlun,
báðir þurftu að gefa eftir en ég er
ánægð með niðurstöðuna,“ segir
Oddný Guðbjörg Harðardóttir,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins
Garðs, en fyrirhugað álver í Helgu-
vík mun að mestu rísa innan landa-
marka þess.
Reykjanesbær, ásamt Hitaveitu
Suðurnesja, hefur borið þungann
af undirbúningi framkvæmda og
lengst af var rætt um að álverið
myndi rísa í landi Reykjanesbæj-
ar. Skammt er síðan viðræður um
aðkomu Garðsins að verkefninu
hófust. Þeim lauk á dögunum með
undirritun samkomulags sem bæj-
arstjórnirnar eiga eftir að fjalla
um. Í því er meðal annars kveðið á
um helmingsskiptingu fasteigna-
gjalda, sem geta numið allt að eitt
hundrað milljónum króna á ári.
Í ljósi þess að fasteignirnar
munu standa í Garðinum má spyrja
hvort ekki sé eðlilegt að Garðurinn
njóti fasteignagjaldanna óskiptra.
Oddný Guðbjörg segir að vissu-
lega gildi sveitarfélagamörk sam-
kvæmt lögunum en um sé að ræða
samstarfsverkefni. Ekkert álver
rísi ef engin eru höfnin og vegirn-
ir. Þau séu í Reykjanesbæ. „Reykja-
nesbæingar hefðu getað ákveðið
að hafa álverið í Reykjanesbæ. Í
þessu felast tækifæri fyrir okkur
og það sem mestu skiptir eru
atvinnutækifærin fyrir íbúana.“
Oddný Guðbjörg vill enn frem-
ur halda því til haga að enn sé um
fyrirhugað verkefni að ræða sem
eigi eftir að ganga í gegnum langt
og strangt kynningar- og umsagn-
arferli.
Ánægð með niðurstöðuna
Gistinóttum á farfugla-
heimilum fjölgaði um 12 prósent á
síðasta ári frá árinu þar á undan.
Gistinætur fóru nú í fyrsta sinn
yfir 100 þúsund, voru tæplega 105
þúsund samkvæmt vef Ferðamála-
stofu. Uppsveiflan virðist endast
fram á þetta ár. Mikið er um
fyrirspurnir og bókanir á
farfuglaheimilum þessa dagana.
Athygli vekur að gistinóttum á
Farfuglaheimilinu í Reykjavík
fjölgaði um 46 prósent síðustu
þrjá mánuði ársins frá fyrra ári.
Bretar og Þjóðverjar eru
duglegastir að sækja þau 25
farfuglaheimili sem starfrækt
eru hér á landi.
Gistinætur um
105 þúsund