Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 12
Mounir el Motassad-
eq, Marokkómaður búsettur í
Þýskalandi, var á mánudaginn
dæmdur í fimmtán ára fangelsi
fyrir að vera vitorðsmaður í árás-
unum á Bandaríkin þann 11. sept-
ember árið 2001.
Motassadeq var vinur þriggja
hryðjuverkamannanna, þeirra
Mohammed Atta, Marwan al-
Shehhi og Ziad Jarrah. Hann
hefur viðurkennt að hafa þekkt
þá vel þegar þeir bjuggu allir í
Hamborg. Einnig viðurkenndi
hann að hafa farið til Afganistan
árið 2000 og sótt þar þjálfun í
búðum Al Kaída. Hins vegar seg-
ist hann ekkert hafa vitað af
áformum þeirra um að ræna far-
þegaþotum og fljúga þeim á
byggingar í Bandaríkjunum.
Dómstóllinn telur hins vegar
sannað að hann hafi í raun aðstoð-
að félaga sína með því til dæmis
að millifæra peninga og greiða
fyrir þá skólagjöld og húsaleigu.
Mál Motassadeqs hefur verið
til umfjöllunar hjá þýskum dóm-
stólum í rúmlega fimm ár. Þetta
er í þriðja sinn sem dómur er
felldur í málinu, en báðir fyrri
dómarnir voru felldir úr gildi
vegna galla.
Lögmenn Motassadeqs hafa
áfrýjað þessum dómi, en óvíst er
hvort hæstiréttur fellst á að taka
dóminn til umfjöllunar. Lög-
mennirnir segja einnig koma til
greina að fara með málið fyrir
mannréttindadómstól Evrópu.
Vitorðsmaður í 15 ára fangelsi
Þorvaldur Sigurðsson, formað-
ur hestamannafélagsins Andvara í Kópavogi,
segir að bæjaryfirvöld hafi lofað því að loka
öllum skurðum á Kjóavallahringnum fyrir
helgi.
„Við sjáum til hvort það stenst,“ sagði Þor-
valdur eftir fund með bæjaryfirvöldum í fyrra-
dag. „Þeir hafa lofað bót og betrun í tvo mán-
uði.“
Þorvaldur segir að stjórn hafi sent „enda-
lausan tölvupóst og verið á endalausum fund-
um“ út af framkvæmdum við fótboltahús,
íþróttaakademíu, skurðum undir vatnslagnir
og blokkabyggingum í Kórahverfi þétt við og
í kringum hesta-
mannahverfið Heims-
enda. „Þeir virða ekki
hestamenn á nokkurn
hátt þessir verk-
takar,“ segir hann.
Páll Magnússon,
bæjarritari í Kópa-
vogi, segir að brýnt
hafi verið fyrir verk-
tökum á vegum Kópa-
vogsbæjar að nota
ekki reiðleiðir til
aksturs. Eftir helgina
eigi verktakafyrirtækið Klæðning að hafa
lokið öllum sínum framkvæmdum á svæð-
inu.
Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri
Klæðningar, segir að hann hafi ekki fengið
kvartanir inn á borð til sín. Verkkaupinn hafi
verið mjög hliðhollur hestamönnum og „við
höfum reynt að sinna því eftir fremsta
megni,“ segir hann.
„Við höfum ekki fengið eina einustu kvört-
un inn á borð til okkar,“ segir Eiður Haralds-
son, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis-
ins Háfells, „en alltaf er hægt að gera betur.“
Galdralyf bjargar fíklum
frá fíkninni, eða svo er sagt. Í
sænska blaðinu Aftonbladet er
sagt frá stúlku, Júlíu frá Botkyrka
í Svíþjóð, sem hafði verið háð
eiturlyfjum í fimmtán ár þegar
hún fór í meðferð til Prag þar sem
hún var „læknuð“ af fíkninni með
náttúrulyfinu Ibogain frá Mið-
Afríku.
Ibogain hefur ofskynjanir í för
með sér. Í alfræðiritinu Wikipediu
segir að það sé notað til að vinna
gegn eiturlyfjaneyslu og að
læknastöðvar hafi risið í mörgum
löndum þar sem lyfið er enn notað
í tilraunaskyni. Níu dauðsföll hafa
tengst lyfinu.
Sagt lækna
eiturlyfjafíkn