Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 12
Mounir el Motassad- eq, Marokkómaður búsettur í Þýskalandi, var á mánudaginn dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að vera vitorðsmaður í árás- unum á Bandaríkin þann 11. sept- ember árið 2001. Motassadeq var vinur þriggja hryðjuverkamannanna, þeirra Mohammed Atta, Marwan al- Shehhi og Ziad Jarrah. Hann hefur viðurkennt að hafa þekkt þá vel þegar þeir bjuggu allir í Hamborg. Einnig viðurkenndi hann að hafa farið til Afganistan árið 2000 og sótt þar þjálfun í búðum Al Kaída. Hins vegar seg- ist hann ekkert hafa vitað af áformum þeirra um að ræna far- þegaþotum og fljúga þeim á byggingar í Bandaríkjunum. Dómstóllinn telur hins vegar sannað að hann hafi í raun aðstoð- að félaga sína með því til dæmis að millifæra peninga og greiða fyrir þá skólagjöld og húsaleigu. Mál Motassadeqs hefur verið til umfjöllunar hjá þýskum dóm- stólum í rúmlega fimm ár. Þetta er í þriðja sinn sem dómur er felldur í málinu, en báðir fyrri dómarnir voru felldir úr gildi vegna galla. Lögmenn Motassadeqs hafa áfrýjað þessum dómi, en óvíst er hvort hæstiréttur fellst á að taka dóminn til umfjöllunar. Lög- mennirnir segja einnig koma til greina að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Vitorðsmaður í 15 ára fangelsi Þorvaldur Sigurðsson, formað- ur hestamannafélagsins Andvara í Kópavogi, segir að bæjaryfirvöld hafi lofað því að loka öllum skurðum á Kjóavallahringnum fyrir helgi. „Við sjáum til hvort það stenst,“ sagði Þor- valdur eftir fund með bæjaryfirvöldum í fyrra- dag. „Þeir hafa lofað bót og betrun í tvo mán- uði.“ Þorvaldur segir að stjórn hafi sent „enda- lausan tölvupóst og verið á endalausum fund- um“ út af framkvæmdum við fótboltahús, íþróttaakademíu, skurðum undir vatnslagnir og blokkabyggingum í Kórahverfi þétt við og í kringum hesta- mannahverfið Heims- enda. „Þeir virða ekki hestamenn á nokkurn hátt þessir verk- takar,“ segir hann. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópa- vogi, segir að brýnt hafi verið fyrir verk- tökum á vegum Kópa- vogsbæjar að nota ekki reiðleiðir til aksturs. Eftir helgina eigi verktakafyrirtækið Klæðning að hafa lokið öllum sínum framkvæmdum á svæð- inu. Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar, segir að hann hafi ekki fengið kvartanir inn á borð til sín. Verkkaupinn hafi verið mjög hliðhollur hestamönnum og „við höfum reynt að sinna því eftir fremsta megni,“ segir hann. „Við höfum ekki fengið eina einustu kvört- un inn á borð til okkar,“ segir Eiður Haralds- son, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis- ins Háfells, „en alltaf er hægt að gera betur.“ Galdralyf bjargar fíklum frá fíkninni, eða svo er sagt. Í sænska blaðinu Aftonbladet er sagt frá stúlku, Júlíu frá Botkyrka í Svíþjóð, sem hafði verið háð eiturlyfjum í fimmtán ár þegar hún fór í meðferð til Prag þar sem hún var „læknuð“ af fíkninni með náttúrulyfinu Ibogain frá Mið- Afríku. Ibogain hefur ofskynjanir í för með sér. Í alfræðiritinu Wikipediu segir að það sé notað til að vinna gegn eiturlyfjaneyslu og að læknastöðvar hafi risið í mörgum löndum þar sem lyfið er enn notað í tilraunaskyni. Níu dauðsföll hafa tengst lyfinu. Sagt lækna eiturlyfjafíkn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.