Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 13
Barnaverndaryfirvöld hafa sívaxandi áhyggjur af ofbeldi sem börn verða fyrir í gegnum síma eða tölvur, að sögn Halldóru Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndarnefndar Reykjavík- ur. Tilkynningum til nefndarinnar um mál af þessum toga hefur farið fjölgandi. Sama máli gegnir um aðrar tegundir ofbeldis gegn börn- um undir 18 ára aldri. Ofbeldisverk í samfélaginu eru sívaxandi áhyggjuefni. Skammt er um liðið síðan þrír drengir gengu í skrokk á tveimur öðrum sem á vegi þeirra urðu og slösuðu þá, annan lífshættulega. Tvær ungar stúlkur réðust á hina þriðju með hafna- boltakylfu og misþyrmingum. Allir eru þessir einstaklingar yngri en 18 ára og heyra undir barnavernd- arnefnd. „Ofbeldi sem stundað er í gegn- um tölvur og síma er nýtt fyrir okkur,“ segir Halldóra. „Það er verið að lokka og tæla og villa á sér heimildir. Það er verið að hræða börn og hóta þeim, jafnvel af öðrum börnum. Þarna sjáum við ljót ein- eltismál. Þarna eru krakkar að dreifa myndum af jafnöldrum sínum, sem vilja það ekki. Og svo eru það eldri strákar eða karlmenn sem þykjast vera á sama aldri og stelpurnar sem þeir eru að spjalla við til að reyna að lokka þær til lags við sig. Þetta fer fram með síma- skilaboðum og á spjallsíðum, blogg- síðum og öðrum samskiptasvæðum í tölvunum.“ Halldóra segir að alvarlegum ofbeldisverkum af hendi einstakl- inga undir 18 ára hafi ekki farið fjölgandi á síðari árum, samkvæmt tilkynningum til barnaverndar- nefndar. Þrjú síðastliðin ár hafi til- kynningar af þeim toga verið í kringum 75 á ári að meðaltali. Öðru máli gegni um tilkynningar vegna barna sem beitt séu ofbeldi. Árið 2005 hafi þær verið alls 446 vegna barna búsettra í Reykjavík, en vel yfir 500 á nýliðnu ári samkvæmt bráðabirgðatölum. Í þessum hóp séu börn sem hafi verið beitt kyn- ferðislegu, líkamlegu, tilfinninga- legu og sálrænu ofbeldi. Stærsti hópurinn hafi verið beittur líkam- legu ofbeldi. „Ég hef tilfinningu fyrir því að við séum með fleiri börn í dag sem eru í afskaplega góðum málum,“ segir Halldóra. „En sá hópur sem er ekki að fóta sig, en er í miklum erfiðleikum, stendur svo margfalt verr. Það virðist því vera að skap- ast breitt bil þarna á milli, það er að segja alls þorra barna sem gengur vel í lífinu og svo þessa hóps, sem í eru einhver prósent af hverjum árgangi.“ Gróft ofbeldi gegn börnum vaxandi Börn eru lokkuð og tæld með aðstoð tölva eða farsíma. Þeim er hótað og þau eru hrædd. Þar sjást ljót eineltismál, segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaverndarnefndar. Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgar. Ítalska olíufyrirtæk- ið Eni hefur borað niður á gjöfula olíulind á Golíat-leitarsvæðinu undan strönd Norður-Noregs. Norska olíumálaráðuneytið greindi frá þessu í gær. Golíat-svæðið er í um 85 km fjarlægð frá nyrsta bæ Noregs, Hammerfest, og um 50 km suður af Mjallhvítarsvæðinu, þaðan sem útflutningur á jarðgasi hefst síðar á þessu ári. Tilraunaboranir hófust á Golíatsvæðinu í fyrra. Nýja borholan var orðin 1950 m djúp þegar komið var niður á olíu- lindina. Olíumálaráðuneytið greindi einnig frá því í gær að kanadíska fyrirtækið Talisman Energy Inc. hefði óskað eftir heimild til að hefja á ný olíuvinnslu á Yme- svæðinu undan Suður-Noregi, en Statoil hætti olíuvinnslu þar árið 2001. Kanadíska fyrirtækið telur sig geta gert olíuvinnslu þar aftur arðbæra vegna hás olíuverðs og nýrrar tækni, sem gerir mögu- legt að ná meiri olíu upp úr göml- um lindum sem fyllast af sjó. Noregur er þriðji stærsti olíu- útflytjandi heims, eftir Sádi- Arabíu og Rússlandi. Borað niður á nýja lind á Golíatsvæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.