Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 19

Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 19
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Þorvaldur Guðjónsson lærir tómstundafræði við Háskóla Íslands. Samhliða náminu vinnur hann hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Tómstundafræði er hægt að taka sem aukagrein í BA-námi til þrjátíu eininga eða sem diplóma- nám til fjörutíu og fimm eininga. „Ég er í dipl- ómanámi og er á fyrsta ári,“ segir Þorvaldur. Áður en Þorvaldur fór að læra tómstunda- fræði var hann búinn að vinna hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur í tvö ár. „Ég var fyrsta veturinn minn í félagsmiðstöð og er síðan búinn að vera að vinna á frístundaheimili. Ég hef verið mjög ánægður í starfi og vildi læra eitt- hvað um þetta,“ segir hann. Tómstundafræði er mjög fjölbreytt nám að sögn Þorvaldar. „Við erum að læra hitt og þetta og mikið um sögu félagsmiðstöðva og frístunda- starfs. Þetta tengist náttúrlega mjög mikið því sem ég hef verið að gera en ég er líka að taka námskeið í uppeldis- og menntunarfræði með sem valfög.“ Námið tómstundafræði fer að mestu fram í fyrirlestraformi en einnig er boðið upp á starfs- þjálfunarnámskeið. „Það er til dæmis boðið upp á námskeið sem heitir starfskynning í uppeldis- og félagsstarfi og ég held að það skipti miklu máli fyrir fólk sem er að læra fag sem byggist á því að tala við fólk, að sitja ekki bara í fyrirlestrum.“ Þorvaldur er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera að þessu námi loknu. „Ég ætla bara að byrja á að klára þetta og svo sé ég til hvort ég geti haldið áfram í þessu einhvers staðar annars staðar eða bætt einhverju við mig til hliðar eins og uppeldisfræði. Ég reikna samt með að ég bæti ein- hverju við mig eftir að ég verð búinn með diplóma- námið og klári BA,“ segir hann. Skemmtilegt að vinna með börnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.