Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 22
Varp er heiti á nýrri miðlunar-
deild Reykjavíkurakademí-
unnar sem í ár fagnar tíu ára
starfsafmæli sínu. Markmiðið
er að bjóða upp á nýstárlega
fræðslu og miðla þeim hafsjó
þekkingar sem er að finna inn-
an veggja akademíunnar.
Hjá Reykjavíkurakademíunni eru
starfandi um áttatíu fræðimenn og
-konur á ýmsum sviðum, þar með
taldir nemendur í framhaldsnámi.
Flest á sviði félags- og hugvísinda.
Akademían býður upp á sam-
eiginlega vinnuaðstöðu fyrir sjálf-
stætt starfandi fræðimenn, stuðl-
ar að þverfaglegu og alþjóðlegu
samstarfi sem og þekkingarmiðl-
un. „Í hefðbundnu háskólaum-
hverfi er hver grein oft útaf fyrir
sig og fræðimenn sitja því oft
einir. Akademían er sameiginleg-
ur vettvangur sem getur verið
spennandi tækifæri til að endur-
skoða viðhorf sín og aðferðir,“
segir Viðar Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri akademíunnar.
Nafnið Varp er engin tilviljun
og segir allt sem þarf um starf-
semi deildarinnar. „Varp táknar í
senn fæðingu nýrra hugmynda, að
verpa, og miðlun þeirra, að varpa,“
segir Viðar. Starfsemi deildarinn-
ar er í þróun og leitað verður
ýmissa leiða í fræðslustarfinu.
„Við munum bjóða upp á málþing,
námskeið, ráðstefnur og fyrir-
lestra sem verða sniðnir að þörf-
um mismunandi hópa, svo sem
skóla, fyrirtækja og almennings,“
segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir,
mannfræðingur og varaformaður
akademíunnar, sem er í forsvari
fyrir miðlunardeildina.
Að sögn Viðars og Ólafar er eitt
af markmiðunum að fjalla um van-
rækt svið sem akademían hefur
þekkingu á og sem dæmi nefnir
Viðar nýrri menningarsögu
Íslands. „Við ætlum ekki að spyrja
hvað fólk langar að læra, við
ætlum frekar að miðla því sem við
kunnum og koma á óvart,“ segir
Viðar.
Sjá nánari upplýsingar um miðl-
unardeildina Varp: www.akademia.
is
Ætlum að koma á óvart
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lestrarskóli Helgu Sigurjóns-
dóttur hefst laugardaginn 13.
janúar.
Að þessu sinni býður skólinn upp á
tvö námskeið. Annars vegar Að
kenna lestur, en það verður haldið
laugardaginn 13. janúar milli 10
og 15. Námskeiðsgjald er 15.000
kr. og eru námsgögn innifalin.
Hins vegar er lestrarnámskeið
ætlað börnum fjögurra til fimm
ára og þeim sem borið hafa upp á
sker í lestri. Námskeiðið er kennt
hálftíma í senn, fjórum sinnum í
viku, í tveimur hópum milli 8.00
og 8.30 og 8.30 og 9.00. Námskeið-
ið kostar 25.000 kr. og eru náms-
gögn innifalin.
Lært að lesa
Skráning stendur yfir í byrj-
enda- og framhalds-
námskeið.
Bridgeskólinn hefur
starfað í 30 ár og því
býr nokkur reynsla að
baki kennslunni. Öll
árin hefur skólinn boðið
upp á námskeið fyrir
byrjendur og lengra
komna og engin undan-
tekning er þar á í ár.
Námskeið fyrir
byrjendur hefst 22.
janúar og fyrir lengra
komna 24. janúar. Nám-
skeiðin eru tíu kvöld-
stundir frá kl. 20 til
23, byrjendur á mánu-
dögum og lengra
komnir á miðviku-
dögum.
Upplýsingar er
hægt að nálgast á
netinu á bridge.is
og í síma 564 4247.
Skráning fer
fram símleiðis
daglega milli 13
og 18.
Námskeið í bridge
Rope Yoga
stúdíó
Ármúla 44
Skráning í gangi
Kennari: Emma Bjarnadóttir
Uppl.: s. 860 2173 - info@egER.is - www.egER.is