Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 24
Ciara Margrét Eyberg Hudson er sex ára nemandi í Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Ciöru finnst mjög gaman í skólan- um. „Við erum alltaf að leika okkur úti og læra að lesa og fáum alltaf nýja bók til að lesa. Ég á eina vinkonu sem er besta vinkona mín og heitir Rósa María,“ segir Ciara og bætir því við að þegar hún sé ekki í skólanum finnist henni skemmtilegast að fara út að leika sér með vinkonu sinni. Töluvert hefur verið að gerast hjá Ciöru síðustu mánuði því auk þess að hafa byrjað í skóla síðasta haust eignaðist hún litla systur í sumar. „Hún er sjö mánaða að verða átta mánaða og heitir Áróra. Mér fannst gaman að eignast syst- ur en ég á bara eina og svo einn fósturbróður sem heitir Sveinn Andri.“ Þegar Ciara var sjálf svona lítil eins og litla systir átti hún heima í Þýskalandi. „Ég man samt ekkert eftir því, ég fæddist í útlöndum og svo flutti ég til Íslands,“ segir hún. Ciara segir að litla systir henn- ar sé með mömmu hennar og pabba í herbergi en hún á sjálf sérherbergi. „Herbergið mitt er mjög flott. Ég á fullorðinsrúm, það er ekki svona feitt, bara mjótt. Ragnhildur frænka mín gaf mér það því einn strákurinn hennar sem er orðinn unglingur átti það en ég fékk það.“ Dýr eru í miklu uppáhaldi hjá Ciöru og hún á einn dverghamstur. „Hún heitir Katla. Hún þvær sér alltaf eitthvað svona,“ segir Ciara og nuddar nefið á sér með báðum höndum og hlær. „Hún hleypur svo um í búrinu og stundum tek ég hana úr því. Samt er hún með beittar tennur og ef maður verður eitthvað vondur við hana þá bítur hún. Hún beit mig einu sinni því ég var ekki búin að halda á henni nógu lengi. Ég hef oft leikið við hamsturinn minn og ég er alltaf að gefa henni að borða eitthvað en hún borðar það aldrei því henni finnst bara laufabrauð gott. Mig langar líka rosalega mikið í kött eða hvolp eða eitthvað.“ Ciara segir að jólin hafi verið mjög góð hjá henni og skemmti- leg. „Ég fékk svona playstation- tölvu og Bratz-leikinn í jólagjöf,“ segir hún og brosir út að eyrum. „Ég fékk líka Barbie og Playmo í jólagjöf og svo fékk ég góðan mat, kjöt og eitthvað svona gott að borða.“ Þegar Ciara verður stór ætlar hún að verða hljómsveitarkona. „Mamma var einu sinni í hljóm- sveit og ég ætla bara að vera með henni í hljómsveit. Hún var að spila og þá var ég lítil.“ Ciara er ákveðin í því að hún ætli sjálf að spila á flautu í hljómsveitinni en þegar hún er spurð að því hvað mamma hennar eigi að spila á hugsar hún sig aðeins um og segir svo: „Ég ætla bara að láta hana vera lækni og svo stundum í hljómsveitinni.“ Í hljómsveit með mömmu Fjöldi barna slasast árlega við að falla úr innkaupakerrum. Mikilvægt er að foreldrar séu sér meðvitandi um það að aldrei má líta af börnum sem sitja í inn- kaupakerrum og hafi ákveðin atriði í huga. Ef belti er í kerrunni á að nota það. Þó að barnið sé spennt þýðir það þó ekki að líta megi af því. Börn eiga ekki að vera laus í vöruhluta kerrunnar. Þau eru mun lausari þar en í sætinu og geta steypt sér fram úr kerrunni á andartaki. Ekki á að leyfa börnunum að hanga utan á kerrunni eða leika sér með hana því það getur einnig verið hættulegt fyrir þau. Eldri börn eiga ekki að ýta kerrum með yngri systkinum sínum eða leika sér í eða á kerr- um sem þau sitja í. Aðgát við innkaupin Bútasaum- ur í barna- herberginu Fátt er fallegra að breiða yfir barnarúmið en litríkt bútasaumsteppi. Bútasaumsteppi þarf ekki að vera flókið að búa til og jafnvel hægt að gera þau án þess að nokkuð þurfi að sauma saman. Ef klipptir eru niður rétthyrnd- ir bútar úr mismunandi litu flísefni og klippt aðeins upp í brúnirnar á þeim er auðveld- lega hægt að binda þá saman og búa til fínasta bútasaumsteppi. Börnin geta meira að segja bundið teppið saman sjálf ef þau fá aðstoð við að klippa bútana niður. - kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnholusýking Fæst í apótekum Ég nota Sterimar, það hjálpar Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu sei’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Vasta hux’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.