Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 26

Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 26
Kaldbakur er eitt hæsta fjallið í Eyjafirði. Þangað getur fólk komist á snjótroðara með Kaldbaksferðum ehf. „Í síðustu ferð sem farin var komu eldri borgarar, svo hingað kemur fólk á öllum aldri,“ segir Sigurbjörn Höskuldsson, eigandi Kaldbaksferða ehf., sem kemur fólki upp á Kaldbak, eitt hæsta fjall Eyjafjarðar, með snjótroð- ara. Hægt er að þiggja far með troðurunum niður aftur auk þess sem Sigurbjörn býður einnig upp á snjóþotur en flestir taka með sér skíði eða snjóbretti og renna sér niður. „Við byrjum aftur núna um miðjan janúar,“ segir Sigurbjörn og bætir við að beðið sé eftir dagsbirtu og meiri snjó. „Við hefðum getað farið af stað fyrir jólin en svo fór snjórinn aftur,“ segir hann og bætir við að hann hafi boðið upp á þessar ferðir frá árinu 1998 og aðeins einn vetur hafi dottið úr vegna snjóleysis. Sigurbjörn segir að vinsældir ferðanna upp á Kaldbak séu allt- af að aukast. Þeir séu nú komnir með tvo troðara svo flutnings- getan sé orðin helmingi meiri. „Mest er að gera í kringum pásk- ana. Margir ætla að eyða nokkr- um dögum á skíðum hér fyrir norðan og vilja þá kannski breyta um umhverfi. Fjallasvæðin eru líka toppurinn á skíðamennsk- unni.“ Sigurbjörn segir skíðafærið niður Kaldbak misjafnt en að snjótroðarinn slétti leiðina þótt margir velji að fara ótroðnar slóðir. „Við höldum slóðinni vel við en svo er hægt að fara frjálst niður og nota slóðina aðeins til leiðbeininga svo fólk lendi á svip- uðum stað og ferðin hófst og lendi ekki í ógöngum. Útsýnið af toppnum er alveg frábært. Í góðu skyggni sést austur á Langanes, í blómapottana í gluggunum á Kópaskeri auk þess sem þú sérð yfir Akureyri, inn allan Eyja- fjörðinn, yfir Hrísey og Dalvík. Ferðirnar eru skemmtilegastar í góðu veðri og við förum ekki af stað nema í skaplegu veðri enda engin kynning á ferðamennsku að berjast upp sama hvað tautar og raular.“ Ekki er búið að gefa út gjald- skrá fyrir árið en samkvæmt gjaldskrá ársins 2006 var ókeyp- is fyrir sex ára og yngri á meðan ferðin kostar 1.500 fyrir 6-12 ára og 3.000 krónur fyrir 16 ára og eldri. „Svæðið er mjög snjóríkt og það hafa margir haft á orði að þetta sé framtíðarskíðasvæði Íslands. Hingað er stutt að keyra frá Akureyri og veðrið hérna er gott, engin norðvestan átt og sólin skín í andlitið á leiðinni niður.“ Fjallasvæðin toppurinn á skíðamennskunni Það borgar sig að vita hvert maður er að fara eins og þýsk- ur ferðamaður fékk að reyna. Rúmlega tvítugur þýskur ferða- maður sem var á leið til að heim- sækja kærustuna sína í Sydney í Ástralíu tók á sig 13.000 kílómetra krók vegna vankunnáttu sinnar í stafsetningu. Tobi Gutt ætlaði sér í fjögurra vikna frí til Ástralíu og var klæddur í stuttbuxur og léttan bol, klæðnað eins og hæfir í Ástr- alíu á þessum tíma árs, en á síður við í smábænum Sidney í fjalla- héraðinu Montana í Bandaríkjun- um þar sem alvöruvetur er við lýði eins og annars staðar á norð- urhveli jarðar. „Mér fannst þetta dálítið skrýtið en ákvað samt að segja ekkert,“ segir Gutt í viðtali við þýska blaðið Bild. „Ég sann- færði sjálfan mig um að það væri ekkert vitlaust að fljúga til Ástr- alíu í gegnum Bandaríkin.“ Tobi millilenti nokkrum sinnum í Bandaríkjunum á leið sinni til Montana en það var ekki fyrr en hann var um það bil að stíga um borð í áætlunarvél til Sidney, sem er olíubær með tæplega fimm þúsund íbúa, að hann áttaði sig. Tobi eyddi síðan þremur dögum á flugvelli í Montana áður en hann gat fest kaup á nýjum miða til Ástralíu. Það borgar sig greini- lega að vita hvert maður er að fara, eða að minnsta kosti hvernig það er skrifað. 13.000 kílómetra stafsetningarvilla Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegra vefverðlauna. Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu Technology For Mark- eting (TFM) verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins (Best Website Design of the Year), en verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn í London 6. febrúar. Icelandair er eina íslenska fyrir- tækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna, en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales. Verðlaunin verða afhent í tengslum við Technology for Mark- eting sýninguna sem fram fer í Olympia í London. TFM er virt sýn- ing í Bretlandi á sviði markaðs-, sölu- og auglýsingatækni. Dómnefnd er skipuð virtum aðilum úr viðskiptalífinu, sérfræð- ingum í markaðsmálum og frá háskólum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu útnefningu til verðlauna eru auk Icelandair: Big Brother Quiz, Britannia Building Society, Ford Retail, Hewlett Packard, Nike Run London, Nissan, Orange, Royal & SunAlliance, Tesco, The Times, The Tussauds Group, Vodafone, Bergens Tidende Newspaper og Yell.com en keppt er í 12 flokkum. Vel hannað vefsvæði ÁRSHÁTÍÐIR HELGARFERÐIR Komdu með mér til Færeyja! Davíð Samúelsson ferðaráðgjafi Sími: 861 3426 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.