Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 27
Til Hollands | Oddaflug, eignar- haldsfélag Hannesar Smárasonar, hefur fært 19,77 prósenta hlut sinn í FL Group til Oddaflugs BV í Hollandi vegna hagstæðari skatta- umhverfis þar. Greina Kaupþing | Citigroup hefur birt greiningu á Kaupþingi og metur bankann á þúsund krón- ur á hlut. Morgan Stanley hefur einnig gefið út mat sem hljóðar upp á 953 krónur á hlut. Betri afkoma | Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs jókst um 52 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Þetta er 30,1 milljarði hagstæðari niður- staða en ári áður. Evruskráning undirbúin | Kauphöllin vill að fyrirtæki lands- ins hafi val um hvort þau skrái hlutabréf sín í krónum eða evrum. Vonast er til að svo geti orðið á seinni hluta þessa árs. Fyrsta krónubréfið | Bankinn ABN Amro gaf í vikunni út fyrsta krónubréf ársins fyrir þrjá millj- arða króna. Bréfið er með gjald- daga 11. janúar 2008 og ber fjór- tán prósenta vexti. Geysir stofnað | FL Group, Glitnir og VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy. Félagið mun fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu. Góð spá | Greining Glitnis spáir því að úrvalsvísitalan hækki um fimmtung á árinu. Það er nokkuð meira en árið 2006 þegar vísitalan hækkaði um 15,8 prósent. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar Heillaður af hagfræði 14 Hlutabréfaárið 2007 Fjármála- fyrirtækin draga vagninn 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Skógrækt Getur breytt útblæstri í peninga 10-11 Óli Kristján Ármannsson skrifar „Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings, og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyr- irtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt. Taki hins vegar mörg fyrirtæki upp á því að gera upp í evrum segir hann að hlutabréfamarkður hér breyt- ist og færist undan áhrifavaldi Seðlabankans. „Það eitt að innlánsstofnun færði eigið fé sitt í erlenda mynt hefur ekki úrslitaáhrif á miðlun pen- ingastefnu Seðlabankans,“ segir Ásgeir og bendir á að ef erlendur banki myndi kaupa íslenskan, eða hefja starfsemi hér, væri hann með erlent eigið fé. „Eftir stendur að útlán og innlán ein- staklinga og fyrirtækja í krónum verða óbreytt. Vaxtaleiðnin í gegnum bankakerfið, frá stýrivaxta- ákvörðun Seðlabankans yfir í ákvörðun um útlána- vexti bankanna verður sú hin sama.“ Að sumu leyti segir Ásgeir gæti jafnvel peningamálastefna Seðlabankans virkað betur ef bankarnir væru með erlent eigið fé vegna samspils gengishreyfinga og Basel-reglna um eiginfjárhlutfall banka. En það þýðir að í hvert sinn sem krónan hækkar, lækkar eiginfjárhlutfall bankastofnana mælt í innlendri mynt og kostnaðurinn við innlend útlán eykst á eiginfjárgrunni. Við þetta mun eigið fé í erlendri mynt vinna með peningamálastefnu Seðlabankans og mögulega auka virkni peningamálaðgerða. Þetta er algerlega öfugt við það sem nú er, þar eigið féð er í innlendri mynt en stór hluti efnahagsreiknings í erlendri. Þannig til að mynda jók gengishækk- un krónunnar 2004-2005 eiginfjárhlutfall íslenskra banka og gerði innlend útlán ódýrari. Ef hins vegar mörg íslensk fyrirtæki færu að færa eigið fé sitt í evrur eða aðra erlenda gjald- miðla myndi það leiða til þess að hlutabréfamark- aðurinn lenti utan við áhrifasvið peningamála- stefnu Seðlabankans að einhverju leyti. Þá væri hægt að kaupa hlutabréf á móti láni í evrum og krónan stæði þar alfarið fyrir utan. Ásgeir segir svo álitamál hversu mikil áhrif peningamálastefna Seðlabankans hafi á hlutabréfamarkað, enda hafi hann hækkað í gegnum allt stýrivaxtahækkunar- ferli bankans. „Hlutabréfamarkaður virðist hins vegar gríðarlega viðkvæmur fyrir gengi krónunn- ar. Hann yrði því ef til vill ekki jafnkvikur ef hann væri ekki undir krónunni.“ Ásgeir segir ljóst að krónan sé orðin mjög óvin- sæl en er afar vantrúaður á að hér verði tekin upp evra með einhliða aðgerð vegna þess hversu mikill kostnaður yrði því samfara. „Ef við ætluðum að taka upp evruna einhliða yrði íslenska ríkið að taka erlent lán fyrir að minnsta kosti nokkur hundruð milljarða króna, til þess að skipta út peningamagn- inu sem er í umferð sem væri fremur dýr aðgerð auk þess sem erfitt væri að vera án lánveitenda til þrautavara. Það er efalaust að gengisóstöðugleiki krónunnar er að verða mjög þung byrði á íslensku atvinnulífi sem virðist ætla að þyngjast eftir því sem útrásinni vindur áfram. Hins vegar hefur krónan að einhverju leyti verið gerð að blóraböggli því óstöðugleiki hennar er aðeins endurvarpið af þeirri þenslu sem ríkir í atvinnulífinu.“ Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar Miðlun peningastefnu Seðlabankans kynni að verða skil- virkari ef bankar færðu eigið fé yfir í erlenda mynt. Hluta- bréfamarkaður færist hins vegar undan áhrifasviði bankans. Gangi spá Greiningar Glitnis eftir um 21 prósenta hækk- un Úrvalsvísitölunnar á árinu 2007 fer vísitalan yfir 7.750 stig. Samanlagður hagnaður þeirra félaga sem Glitnir spáir fyrir um verður um 250 milljarðar króna á árinu sem var að líða, þar af nam hagnaður á fjórða ársfjórðungi 88 milljörðum króna. Sem fyrr eru það fjármálafyrirtæki og fjárfest- ingafélög sem taka stærstan hluta af hagnaðarkökunni. Kaupþing, FL Group, Landsbankinn og Exista högn- uðust öll yfir þrjátíu milljarða króna á síðasta ári miðað við spár Glitnis og Straumur var þar nálægt. Heildarhagnaður mun dragast saman á árinu 2007 frá nýliðnu ári sem einkenndist af miklum gengis- og söluhagnaði. Að mati Glitnis skila rekstrar- félögin lakari ávöxtun en fjár- málafyrirtækin í ár. Aðstæður eru samt sem áður ágætar í árs- byrjun, frekari ytri vöxtur fyrir- tækja er í sjónmáli sem verður studdur með góðu aðgengi að fjármagni og auknum sýnileika íslenskra fyrirtækja erlendis. Spáð er hagnaðaraukningu á árinu 2008 frá árinu 2006. - eþa/ sjá síðu 8 Fjármálafyrirtæki áfram í sviðsljósinu Greining Glitnis spáir fjórum félögum yfir 30 milljarða hagnaði árið 2006. Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða króna í desember og var 188,5 milljarðar króna í árslok, að því er fram kemur í morgunkorni Glitnis. Gjaldeyrisstaðan er sögð jafn- gilda tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna. „Og hefur það hlutfall ekki áður verið jafn hátt,“ segir Glitnir. Samkvæmt reglum Seðlabankans má nettó- staða hvers banka ekki fara yfir 30 prósent af eigin fé nema til- gangurinn sé að verja eiginfjár- hlutfall bankans. „Líklegt er að slík undanþága hafi verið veitt einhverjum bankanna þriggja og má telja líklegast að það sé Kaupþing.“ Í Morgunkorninu er velt upp þeirri spurningu hvort fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums-Burðaráss og færa eigið fé sitt yfir í evru. „Þróun gjald- eyrisjafnaðarins gæti gefið vís- bendingu um að slíkt ferli sé í gangi hjá einhverjum bankanna.“ - óká Bættu við gjald- eyri í lok árs Verðbólga mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Þetta er 0,4 prósentu- stiga hækkun frá sama tímabili árið áður. Þetta er nokkur viðsnúningur frá fyrri verðbólgutölum á fjórða ársfjórðungi innan aðildarríkja OECD en verðbólgan lækkaði um 0,2 prósent í september en hélst óbreytt í október. Verðbólgan í nóvember var eftir sem áður hæst í Tyrklandi eða 9,9 prósent en næstmest hér- lendis eða 7,3 prósent. Minnsta verðbólgan mældist líkt og fyrr í Japan, eða 0,3 prósent, og í Sviss en þar mældist hún 0,5 prósent. - jab Næstmest verðbólga hér G O TT F Ó LK M cC A N N Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar- sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s- l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 3,2%* GBP 5,7%* ISK 13,3%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,3%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.