Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 30
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Kaupþing, verðmætasta fyrir-
tæki landsins og eitt fjölmennasta
hlutafélagið, hefur aldrei verið
metið hærra á hlutabréfamark-
aði. Bankinn stóð í 905 krónum
á hlut á mánudaginn og var því
metinn á 670 milljarða króna, eða
sem svarar vel til hálfrar árlegrar
landsframleiðslu Íslands og hálfr-
ar heildareignar lífeyrissjóðakerf-
isins. Frá áramótum hafa bréf
Kaupþings hækkað um 7,61 pró-
sent.
Þetta er þó ekki hæsta gengi
Kaupþings frá upphafi því um
miðjan febrúar fyrir rétt tæpu
ári fóru bréfin hæst í gengið 999.
Bankinn seldi nýtt hlutafé til
erlendra fjárfesta í október og jók
hlutafé sitt um tíu prósent sem
gerir það að verkum að virði hans
hefur aukist. - eþa
Kaupþing aldrei verðmætara
Verðmæti bankans er komið í 670 milljarða króna.
Fjarskiptaumferð um CANTAT-
3 sæstrenginn verður stöðvuð
næstkomandi föstudag og gert
ráð fyrir að hann verði sam-
bandslaus fram undir lok þessa
mánaðar.
Í tilkynningu Farice kemdur
fram að áætlað sé að viðgerð-
arskipið Pacific Guardian verði
komið á bilunarstað CANTAT-3
sæstrengsins næsta laugardag, en
viðgerð á að ljúka 22. janúar sam-
kvæmt áætlun. „Vegna erfiðra
aðstæðna og veðurskilyrða kunna
dagsetningar þessar að breytast,“
segir í tilkynningunni. - óká
Stöðva umferð
á föstudaginn
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Stefnt er að skráningu Promens innan tveggja
ára. Ekki fæst upp gefið til hvaða kauphalla er
helst horft til. Bækur félagsins verða jafnframt
eftirleiðis gerðar upp í evrum. Þessar breytingar
koma í kjölfar kaupa Promens á norska fyrirtækinu
Polimoon sem gengu í gegn um áramótin. Atorka,
sem á ríflega 82 prósenta hlutafjár í félaginu,
hyggst eftir sem áður leika lykilhlutverk í eign-
arhaldi á félaginu. Fyrir yfirtökuna var Polimoon
skráð í Kauphöllinni í Ósló en nú er unnið að
afskráningu þess.
Það má segja að Promens hafi tekið stakkaskipt-
um frá því í upphafi árs 2005 þegar félagið var með
tuttugu milljónir evra í veltu. Í lok árs 2006, eftir
umrædd kaup á Polimoon, var veltan komin í 710
milljónir evra á ársgrundvelli. Promens rekur nú
sextíu verksmiðjur í tuttugu löndum, 5.400 starfs-
menn starfa hjá félaginu og 160 þúsund tonn af
plasti eru framleidd árlega. Einungis tvö prósent
af umsvifum Promens eiga sér nú stað á Íslandi og
félagið er orðið leiðandi í plastiðnaði á heimsvísu.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens,
og Arne Vraalsen, forstjóri Polimoon, kynntu á
mánudag hugmyndina að baki kaupunum. Í máli
Ragnhildar kom fram að stjórnendur Promens
sæju mikla möguleika á frekari vexti, bæði á
núverandi mörkuðum, í Asíu og Austur-Evrópu.
Promens var fyrir kaupin sérhæft í hverfissteypu
en Polimoon er hins vegar sérhæft í framleiðslu á
ýmsum tegundum umbúða, auk þess að framleiða
hluti fyrir bíla- og rafeindaiðnað. „Við vorum búin
að horfa á Polimoon í nokkurn tíma og sáum það
sem áhugaverðan kost sem félli vel inn í okkar
stefnu. Við sjáum þetta sem gullið tækifæri til að
fara inn í aðra tækni en hverfissteypuna til að geta
haldið áfram að vaxa og taka stærri skref. Félagið
er með sterka stöðu í Evrópu og við sjáum fram
á mjög áhugaverð tækifæri til að vaxa saman í
framtíðinni.“
Verðið sem Promens greiddi fyrir Polimoon var
35 norskar krónur á hlut, sem samsvarar um 165
milljónum evra. Kaupin voru fjármögnuð með eigin
fé og breytanlegum lánum sem eru sölutryggð af
Atorku og Landsbanka Íslands, auk lánsfjármögn-
unar frá norska bankanum DnB NOR.
Stefnt að skráningu
Promens innan tveggja ára
Umsvif Promens hafa margfaldast eftir kaupin á Polimoon.
Heildarvelta í lok ársins 2006 nam yfir 700 milljónum evra
en var tuttugu milljónir í byrjun árs 2005.
Meira framboð var á ýsu og
þorski á fiskmörkuðum landsins í
síðustu viku miðað við aðrar teg-
undir. Meðalverðið var í hærri
kantinum eða 177,28 krónur
fyrir kílóið sem er 38,15 krónum
yfir meðalverði síðasta árs, sem
hækkaði um 24 prósent á milli
ára, að því er fram kemur á vef
Fiskifrétta.
Líkt og fyrri vikur seldist
mest af ýsu í vik-
unni, eða 714
tonn, en 164,04
krónur fengust
fyrir kílóið af
slægðri ýsu.
Þorskur var
líkt og áður í
öðru sæti yfir
mest seldu teg-
undirnar en 574
tonn seldust af
þorski í vikunni
og fengust 271,03
krónur fyrir kílóið af
slægðum þorski.
Athygli vekur að mjög lítið
framboð var á öðrum tegundum
og seldust einungis þrjár aðrar
þeirra yfir 20 tonnum. Það voru
ufsi, steinbítur og keila, sem
skiptu með sér næstu þremur
sætum yfir mest seldu fiskteg-
undir á mörkuðunum í liðinni
viku. - jab
Gott framboð á
ýsu og þorski
Lýsing hf. og Sýr ehf. hafa und-
irritað samning um fjármögnun
á kaupum Sýr ehf., sem er í
eigu þeirra Gunnars Hjaltalín og
Þórarins Ragnarssonar, á eignum
Teymis hf. Kaupverð nemur 2,3
milljörðum króna. Teymi mun
eftirleiðis leigja húsnæðið til
næstu tíu ára, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Lýsingu.
Fasteignirnar eru hús Skýrr
í Ármúla, hús Securitas í
Síðumúla, atvinnuhúsnæði EJS
við Grensásveg og húsnæði
Kögunar á Lynghálsi. Þá var að
auki undirritaður samningur um
fjármögnun á Köllunarklettsvegi
2, sem er í langtímaleigu til
ýmissa aðila. - jab
Sýr kaupir fasteignir Teymis
Samskip hefur tekið upp sam-
starf við hafnaryfirvöld í í
Zeebrugge í Belgíu um upp-
byggingu gámamiðstöðv-
ar vegna aukinna umsvifa
Evrópuflutninga Samskipa í
samstarfi við belgíska gáma-
löndunarfyrirtækið PSA HNN.
Vikulegar siglingar
Samskipa á milli Zeebrugge
og hafna á Írlandi hefjast í
þessum mánuði en áform eru
uppi um enn frekari flutninga
til og frá Zeebrugge.
Í tilkynningu frá Samskipum
er haft eftir Ásbirni Gíslasyni,
forstjóra fyrirtækisins,
að Rotterdam verði eftir
sem áður þungamiðja í
Evrópuflutningum Samskipa
en vegna aukinna umsvifa hafi
orðið brýnt að hefja markvissa
uppbyggingu annarra gáma-
miðstöðva á meginlandinu. - jab
Miðstöð Samskipa í Belgíu
Olíuverð lækkaði nokkuð stöðugt
undir lok síðasta árs. Verð á Brent
Norðursjávarolíu stóð í 55 dölum
á tunnu í gær og þykir ljóst að
verðið er komið talsvert úr þeim
methæðum sem það fór í um
mitt síðasta ár. Greiningardeild
Glitnis segir íslensku olíufyr-
irtækin ekki hafa lækkað elds-
neytisverð síðan 22. nóvember í
fyrra en telur líkur á lækkun á
næstunni.
Greiningardeild Glitnis bend-
ir á það í Morgunkorni sínu í
gær að að lækkun á olíuverði
síðustu vikurnar megi aðallega
rekja til hlýinda á austurströnd
Bandaríkjanna. Fjórði ársfjórð-
ungur sé alla jafna sá söluhæsti
á árinu en líklega megi enn búast
við kuldakasti í Bandaríkjunum.
Þá hafi olíubirgðir aukist þrátt
fyrir að OPEC-ríkin, samtök olíu
útflutningsríkja, hafi ákveðið
að draga úr olíuframleiðslu um
1,2 milljónir tunna á dag frá 1.
nóvember. Framleiðslan verð-
ur minnkuð enn frekar í næsta
mánuði til að koma í veg fyrir
of miklar birgðir. Búist er við
að olíuverð muni halda áfram að
lækka á næstunni, að sögn grein-
ingardeildar Glitnis sem bendir
á að verð á Brentolíu hafi lækkað
um 7 prósent síðan olíufélögin
lækkuðu bensínverð í nóvem-
ber en gengi krónunnar hækkað
um eitt prósent á sama tíma.
Neytendur eigi því von á lækk-
un bensínverðs á næstunni sem
muni aftur lækka verðbólguna.
- jab
Glitnir spáir lækkun bensínverðs
Stjórn Icelandair Group
Holding hefur veitt sautján
stjórnendum félagsins kaup-
rétti að samtals 45,3 milljón-
ir hluta. Samningana, sem eru
til þriggja ára, verður hægt að
nýta frá og með árinu 2008 og
er rétthöfum heimilt að nýta
þriðjung kaupréttarins í fjórar
vikur frá 3. janúar ár hvert.
Samningsgengið er 27,5 krónur
á hlut.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri
Icelandair Group, fær rétt til
að kaupa fimm milljónir hluta.
- eþa
Stjórnendur fá kauprétti