Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 44
8
Um leið og bíllinn er ræstur kemur
á óvart hversu lítið heyrist í vélinni,
en maður á von á því að sullandi
dísilhljóðið fylli stýrishúsið, en að
nokkrum sekúndum liðnum tekur
maður ekki lengur eftir vélarhljóð-
inu. Vélin sem er 115 hestafla 2,0
lítra dísilvél togar í fullum afköst-
um 240 Nm við 1.600 sn/m og
eyðir um 7,9 lítrum á hundraðið við
blandaðan akstur. Vélin tók vel við
sér og hélt góðum skriði þegar ekið
var upp brekkur og getur maður
ímyndað sér að hún eigi ekki í
miklum vandræðum þótt bíllinn sé
fullhlaðinn, en gert er ráð fyrir að
bíllinn geti tekið allt að 1,200 kílóa
hlass.
Auðvelt er að koma hlassi fyrir
í bílnum, en hann er þannig hann-
aður að afturendi bílsins nær nokk-
uð vel yfir kantinn svo vel sé hægt
að koma hlutum inn í hann, auk
þess sem hann er lágur. Einnig er
rennihurð á honum báðum megin.
En bílnum er auðveldlega hægt að
breyta í níu manna smárútu, sem er
í raun aðeins ein útfærsla af bílnum
því hann er nánast hægt að sníða
eftir eigin höfði.
Hann er afar lipur í akstri og sér-
staklega þægilegur. Helst var yfir
því að kvarta að þegar þurfti að
nota handbremsuna þvældist arm-
púðinn við bílstjórasætið ansi mikið
fyrir. Auðvelt var að bakka honum
eftir speglunum, sem eru tvískiptir
og útsýni úr bílnum er mjög gott.
Stýrishús Renault Trafic er afar
notalegt. Vel fer um bílstjóra, hægt
er að stilla sætið á alla mögulega
vegu. Rýmið er gott og vel sést á
mælaborðið og þægilegur armpúði
er við bílstjórasætið, sem truflar
þó aðgengi að handbremsu eins og
áður sagði. Trafic er fyrst og fremst
vinnubíll og því er stýrishúsið
vinnustaður bílstjórans og augljós-
lega lagt mikið upp úr því að þörf-
um hans sé mætt og honum líði vel
þær löngu stundir sem hann eyðir í
bílnum. Hólf eru fyrir drykkjarmál,
smádót og pappíra í mælaborði
svo að einfalt er að teygja sig í hluti
eða leggja þá frá sér án þess að
það trufli aksturinn, auk þess sem
hljómtækjum er fjarstýrt úr stýri.
Renault Trafic er lipur og spar-
neytinn vinnuþjarkur.
kristineva@frettabladid.is
Þægilegur og
sparneytinn
Fyrsta útgáfan af Renault Trafic kom út í núverandi
mynd árið 2002 og var hann þá valinn sendibíll ársins í
Evrópu. Nú er hann kominn í nýrri útgáfu með nýrri 2,0
lítra dísilvél.
Reynsluakstur
RENAULT TRAFIC L2H1
Vél: 2,0 dCi 115 hö/240 Nm
Eyðsla, bl. akstur: 7,9 l/100 km.
Lengd: 5,182 m.
Flutningsrými: 5 m3/1,023-
1,217 kíló
60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004
MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu.
HANN ER GRIMMUR!
MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
SKOTBÓMULYFTARI
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
{ vélar og tæki }