Fréttablaðið - 10.01.2007, Qupperneq 58
MARKAÐURINN 10. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR16
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Íslensku tæknifyrirtækin CCP
og dohop, sem þróa og reka
samnefnda fargjaldaleitarvél
halda, í samvinnu við alþjóð-
legu samtökin Python Software
Foundation, ráðstefnu um
Python-forritunarmálið í Salnum
í Kópavogi, mánudaginn 15. jan-
úar næstkomandi. Aðgangur er
ókeypis en tilgangurinn er að
kynna forritunarmálið betur
fyrir íslenskum áhugamönnum
um forritun.
Aðalfyrirlesari er Steve
Holden, einn fremsti sérfræð-
ingur heims í notkun, kennslu
og þróun forritunarmálsins, að
því er segir í tilkynningu um
komu hans.
Þetta er önnur heimsókn
Holdens en hann kom hingað
til lands síðast í sumar og hafði
umsjón með átaksverkefni CCP
sem miðaði að þróun ákveðinna
hluta Python-forritunarmálsins
en tölvuleikurinn EVE Online,
sem hannaður er og rekinn af
CCP, er að stærstum hluta for-
ritaður með Python.
Að sögn Halldórs Fannars
Guðjónssonar, tæknistjóra CCP,
er notkun Python að aukast bæði
hér og erlendis og því skipt-
ir miklu máli að tæknimenntað
fólk kunni skil á forritunarmál-
inu. „Það má segja að ráðstefnan
sé okkar viðleitni til að styðja
við bakið á íslenskri hátækni og
kynna forritunarmál sem getur
nýst afar vel í atvinnulífi og
kennslu hér á landi á komandi
árum,“ segir Halldór. - jab
Ráðstefna um
Python-forritun
Gísli Þorsteinsson hefur verið
ráðinn sem markaðs- og kynn-
ingarstjóri Matís ohf. Gísli
hefur verið upplýsingafulltrúi
Vodafone og lýkur þar störfum á
næstu dögum.
Matís er hlutafélag að fullu í
eigu ríkisins, en í því sameinast
starfsemi Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, Matvæla-
rannsókna Keldnaholti
(MATRA) og Rannsóknastofu
Umhverfisstofnunar. Félagið var
stofnað nú í haust. - óká
Frá Vodafone
til Matís ohf.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Útflutningsráð Íslands stendur fyrir dagsnámskeiðið undir heitinu
„Networking for Business Success“ með leiðbeinandanum
Stephanie Peckham frá breska fyrirtækinu Magic of Networking.
Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem vilja byggja upp og
viðhalda sterku tengslaneti sínu um allan heim eru sérstaklega
hvattir til þátttöku.
Verð er 24.900 kr. ásamt veitingum. Takmarkaður þátttakendafjöldi.
Skráning fer fram með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is
eða í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefa Hermann Ottósson,
forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir,
verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is.
Skipulagt tengslanet
er lykillinn að árangri
þíns fyrirtækis
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
0
01
4
Námskeið á Hótel Loftleiðum
fimmtudaginn 25. janúar 2007 kl. 09.00 - 17.00
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Dótturfélag Alfesca í Skotlandi,
Farne, sópaði til sín verðlaunum
þegar matvælaverðlaunin „Food
and Britain“ voru afhent á Svaoy-
hótelinu í London í desember síð-
astliðnum.
Í fréttatilkynningu frá Alfesca
segir að Farne hafi hlotið fern
verðlaun. Það hafi verið útnefnt
útflutandi ársins í Skotlandi,
útflytjandi ársins í frystum og
kældum matvörum, útflytjandi
ársins í vörumerkjum stórmark-
aða og útflytjandi ársins í flokki
drykkja og matvara. - hhs
Alesca
verðlaunað