Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 59
MARKAÐURINN
Eimskip hefur keypt alla hluti í
flutningafyrirtækinu Alli Geira
hf. á Húsavík. Seljendur eru fjöl-
skylda Aðalgeirs Sigurgeirssonar
heitins sem stofnaði fyrirtæk-
ið fyrir 50 árum og Hannes
Höskuldsson. Fyrir átti Eimskip
hf. rúmt 51 prósent í fyrirtækinu
sem sameinaðist Skipaafgreiðslu
Húsavíkur fyrir nokkrum árum.
Starfsmönnum fyrirtækisins
hefur þegar verið tilkynnt um
söluna en 33 starfa hjá Alla Geira
hf. Gert er ráð fyrir óbreyttri
starfsemi hjá fyrirtækinu. - iáh
Eimskip kaupir
Alla Geira
Viðskiptaráðherra hefur skipað
nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins
til næstu fjögurra ára. Skipunin
tók gildi fyrsta þessa mánaðar.
Í aðalstjórn sitja Lárus
Finnbogason, löggiltur end-
urskoðandi, sem er formaður
stjórnar, Sigríður Thorlacius lög-
fræðingur, varaformaður stjórn-
ar og Ingimundur Friðriksson
seðlabankastjóri.
Í varastjórn eru Kjartan
Gunnarsson skrifstofustjóri,
Þuríður Jónsdóttir héraðsdóms-
lögmaður og Sigríður Logadóttir,
aðallögfræðingur Seðlabankans.
Stefán Svavarsson, löggiltur
endurskoðandi, sem verið hafði
stjórnarformaður frá ársbyrj-
un 2001, gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi setu í stjórninni.
Í tilkynningu viðskiptaráðuneyt-
isins eru honum færðar „bestu
þakkir fyrir frábært starf í þágu
Fjármálaeftirlitsins“. - óká
Ný stjórn
FME tekin við
Róbert Wessman, forstjóri Actavis, var val-
inn maður ársins í viðskiptalífinu af dóm-
nefnd tímaritsins Frjálsrar verslunar. Geir
H. Haarde afhenti Róbert viðurkenningu
tímaritsins í hófi sem haldið var honum til
heiðurs á Hótel Sögu fyrir helgi.
Í ræðu sinni fór Róbert í stuttu máli yfir
sögu Actavis en fyrirtækið hefur vaxið með
undraverðum hætti síðustu ár. Taldist honum
til að frá árinu 1999 hefði að jafnaði verið
tekið yfir fyrirtæki þriðja hvern mánuð, slík-
ur hafi vöxturinn verið.
Var þetta í nítjánda sinn sem Frjáls versl-
un útnefnir mann ársins, en það hefur verið
gert allt frá árinu 1988 þegar saman voru til-
nefndir þeir Sigtryggur Helgason og Jóhann
Jóhannsson í Brimborg.
Formaður dómnefndar Frjálsrar verslun-
ar er Benedikt Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri útgáfufélagsins Heims sem gefur út
tímaritið, Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar
verslunar, Sigurður Helgason, fyrrverandi
forstjóri Flugleiða, Gylfi Magnússon prófess-
or og Jón Helgi Guðmundsson í Byko. - óká
Yfirtaka þriðja hvern mánuð frá árinu 1999
Frjáls verslun valdi Róbert Wessman, forstjóra Actavis, mann ársins í viðskiptalífinu.
17MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2007
H É Ð A N O G Þ A Ð A N