Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 71

Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 71
• Neoprenvöðlur með vöðlutösku aðeins 7.495 • Öndunarvöðlur frá 10.995 • Veiðijakkar vatnsheldir með útöndun frá 8.995 • Veiðivesti frá 1.995 • Kaststangir frá 1.995 • Vandaðir hólkar fyrir veiðistangir aðeins 1.500 • Flugustangir frá 2.995 • Kasthjól frá 995 • Fluguhjól frá 2.995 • 10 spúnar aðeins 1.995 Úrval af veiðifatnaði sem er að detta út úr vöruvali okkar á mikið lækkuðu verði Útsalan er líka í netverslun Veiðihornsins Veidihornid.is Útsalan stendur aðeins í eina viku Ekki missa af útsölunni í Veiðihorninu Komdu strax í dag Síðasti dagur Síðasti séns Stórútsölu Veiðihornsins lýkur í dag! Veiðihornið Hafnarstræti 5 • Veiðihornið Síðumúla 8 • veidihornid.is Eftir að þær aðstæður sköpuð-ust í lífi okkar hjóna að geta veitt fólki, félagasamtökum eða sérstökum verkefnum fjárhags- lega aðstoð höfum við víða lagt hönd á plóg en ávallt forðast að gera það að umfjöllunarefni fjöl- miðla. Nýlegur stuðningur okkar við tilraunaverkefni fyrir yngstu nemendur í grunnskóla okkar hverfis í Kópavogi hefur hins vegar ratað inn í fjölmiðla og verið settur þar ranglega í sam- hengi við umsókn okkar um bygg- ingarlóð. Lengst gengur Frétta- blaðið í þeim efnum þegar það þakkar sér sl. sunnudag fyrir að hafa vakið athygli á málinu, full- yrðir að um sé að ræða „greiða á móti greiða“ og segir umfjöllun undanfarinna daga „gott dæmi um það aðhald sem fjölmiðlar geta veitt“. Með því að setja styrkveitingu okkar til Linda- skóla í þetta samhengi er veist að okkur með afar ósanngjörnum hætti og óhjákvæmilegt er að biðja þá fjölmiðla sem fjallað hafa um þetta mál á undanförn- um dögum að koma eftirgreindu á framfæri: Hinn 14. september sl. barst tölvubréf frá aðstoðarskólastjóra Lindaskóla þar sem óskað var eftir styrk vegna tilraunaverk- efnis í enskukennslu fyrir yngstu nemendur skólans. Fram kom að leitað yrði til fleiri aðila auk þess sem bæjarfélagið kæmi með sér- staka fjármuni til verkefnisins. Eins og oft áður þegar um stærri styrkveitingar er að ræða ákváð- um við að taka beiðnina til umfjöllunar í fjölskyldufyrirtæki okkar, Ránarborg hf. Stjórn þess félags kom saman 16. október sl. og samþykkti að styðja verkefnið með þrjú hundruð þúsund króna framlagi á ári í þrjú ár. Um þessa ánægjulegu ákvörðun var aðstoð- arskólastjóranum tilkynnt sam- dægurs. Skrifað var undir form- legan samning um styrkveitinguna hinn 14. desember sl. Það er rétt að í október sl. sótt- um við um lóðina Austurkór 159 í Rjúpnahæð og var henni úthlutað til annars umsækjanda þann 21. nóvember sl. Mörgum þykir væntanlega sú afgreiðsla tala skýru máli um að engin tengsl voru á milli styrkveitingarinnar annars vegar og lóðarumsóknar- innar hins vegar. Sannleikurinn málsins er augljós – en óbrenglað- ur er hann ekki tilefni til fjöl- miðlaumfjöllunar. Mánuði eftir úthlutun lóðarinnar, eða 19. desember sl., bentum við á þann möguleika að bæta mætti einni byggingarlóð við í Austurkór og lýstum áhuga okkar á að byggja þá lóð fengist hún skipulögð. Vafalaust er þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem sveitar- stjórn fær álíka ábendingu um mögulega landnýtingu. Það erindi, rétt eins og fyrri lóðarum- sókn okkar, hefur aldrei verið sett í samhengi við styrkveitingu til Lindaskóla, hvorki af okkar hálfu, ráðamanna skólans né bæj- arfélagsins. Sem betur fer hefur orðið mikil vakning á undanförnum árum um samfélagslega ábyrgð atvinnulífs og einstaklinga sem með margvíslegum hætti leggja smærri og stærri verkefnum fjárhagslegt lið eða veita þeim stuðning með öðrum hætti. Á sama tíma og fjölmiðlar leggja þar sitt af mörkum með víðtæk- um áhrifum sínum á hverjum degi verða þeir jafnframt að gæta þess að það „ aðhald“ sem Frétta- blaðið stærir sig af sl. sunnudag verði ekki til þess að fæla fólk og fyrirtæki frá vel meintum stuðn- ingi af ótta við útúrsnúning og afbökun í ábyrgðarlausri fjöl- miðlaumfjöllun. Kópavogi, 9. janúar 2007 Þorsteinn Vilhelmsson Þóra Hildur Jónsdóttir Samfélagsleg ábyrgð og „aðhald fjölmiðla“ Þ að hlýtur að vekja ýmsar spurningar þegar auðmað- ur fer fram á að bætt sé við lóð, sem ekki er á skipulagi, til að fullnægja óskum hans af því að hann fékk ekki úthlutað lóð þegar dregið var. Enn frekari spurningar vakna þegar hann kemur á fund bæjarstjóra með þetta erindi viku eftir að þeir tveir undirrita samkomulag um fjárveit- ingu fyrirtækis á hans vegum til skóla í bænum, og auk þess situr skólastjóri viðkomandi skóla í bæj- arstjórn fyrir sama flokk og bæjar- stjórinn. Hér er vísað til beiðni Þor- steins Vilhelmssonar um að bætt verði við lóð við götuenda á Rjúpnahæð í Kópavogi. Þess ber að geta að þessi beiðni mun enn vera óafgreidd til umfjöllunar í eðlilegum far- vegi. En verði hún samþykkt verður það væntanlega gegn vilja minnihlutans, allavega vinstri grænna. Slík sam- þykkt væri í hæsta máta óeðlileg, en kannski bara venjulegt dæmi um spillingu. Það væri í sjálfu sér alvarlegt, en öllu alvarlegri er þó hinn endinn á þess- ari sögu, sem er fjárstyrkur tveggja fyrirtækja, eignarhaldsfélaganna Norvik hf. og Ránarborgar ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, til Lindaskóla í Kópavogi. Um er að ræða 17 milljóna króna styrk næstu þrjú ár til að „hefja markvisst skipulag á viðbótar ensku- kennslu og samþættingu í íþrótta/ hreyfifærni og útikennslu í 1.- 4. bekk á tímabilinu 2006-2009“. Mark- miðið er að haustið 2009 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veru- leika. Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri segir svipað fyrirkomulag hafa verið tekið upp í Kópavogs- skóla síðastliðið haust (Mbl. 21. des). Hann telur það „mikilvægt að fyrir- tækin taki þátt í menntun barnanna okkar“. Það er kannski smekksatriði hvort það sé til marks um metnað að kría fé út úr fyrirtækjum til að halda uppi kennslu í grunnskólum, sér- staklega þegar forsvarsmenn bæj- arins guma af sterkri fjárhagsstöðu. En hvað sem því líður, þá er hér um hápólitískt mál að ræða. Það er grundvallaratriði hvort eigi að reka opinbera skóla, þó ekki sé nema að hluta, fyrir styrki frá einkafyrir- tækjum. Nógu vafasamt er hvort eigi að leita til fyrirtækja um styrki til einstakra viðburða í skólanum, en hér er um viðvarandi starfsemi að ræða. Bæjarfélaginu ber að leggja fé til slíkrar starfsemi. Samfélags- leg ábyrgð fyrirtækja felst fyrst og fremst í því að kjör og aðbúnaður starfsmanna séu í góðu lagi, að vera samfélaginu til nokkurs gagns og starfa í sátt við umhverfið. En það er í fyllsta máta óeðlilegt að opinberir skólar séu reknir með styrkjum frá fyrirtækjum. Slíkt er í rauninni aft- urhvarf til fyrri tíma. Það er ekki hlutverk eignarhaldsfélaga að taka þátt í menntun barnanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi vinstri grænna í Kópavogi. Lóðaúthlutun og fjármögnun grunnskóla í Kópavogi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.