Fréttablaðið - 10.01.2007, Page 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Við ætlum að vera með orkuátak í
öðrum löndum en hvenær það
verður er hins vegar ekki orðið
ljóst,“ útskýrir Kjartan Már Kjart-
ansson, upplýsingafulltrúi Lata-
bæjar. Breska blaðið The Sun
greindi frá því á mánudaginn að
Íþróttaálfurinn og félagar hygðust
hleypa slíku verkefni af stokkun-
um á næstu misserum. Svokallað
Orkuátak hefur verið haldið tví-
vegis á Íslandi og notið mikilla
vinsælda en þar geta krakkar
unnið sér inn verðlaun fyrir heilsu-
samlegt líferni og fékk Latibær
Norrænu heilsuverðlaunin árið
2004 fyrir framtakið.
Enn fremur var því haldið fram
af blaðamanni The Sun að sjón-
varpskokkurinn heimsfrægi,
Jamie Oliver, hefði lýst yfir stuðn-
ingi við átak Latabæjar en Kjartan
segir þetta vera frekar ótímabæra
frétt og byggða á sandi. „Oliver er
þúsund sinnum stærri heldur en
við í Bretlandi og hefur mikinn
fjölda starfsmanna í kringum sig.
Magnús og hann hafa ekki átt fund
saman en við höfum komið okkur í
samband við einn af starfsmönn-
um Olivers. Málið er hins vegar á
algjörum byrjunarreit og það
getur brugðið til beggja vona í
þessu,“ segir Kjartan. „Við erum
bara litlir karlar við hliðina á Oli-
ver,“ bætir hann við en velferð og
heilsa barna í Bretlandi hefur
verið Jamie Oliver hugleikin og
fór hann sjálfur í mikla her-
ferð til
að bæta fæðu í skólum fyrir nokkr-
um árum.
Breskir fjölmiðlar sýndu við-
tali sem birtist á sunnudaginn við
Magnús Scheving í Sunday Times
mikinn áhuga og skrifuðu flestir
fréttir byggt á því viðtali. Kjartan
segir að síminn hafi varla stoppað
hjá sér í gær eftir að The Sun birti
sína frétt og vildu fá að vita hve-
nær Orkuátakið brysti á enda virð-
ist vera mikil þörf á slíkri herferð
í Bretlandi. „Margar af þeim frétt-
um sem hafa birst eru frekar
hæpnar,“ útskýrir Kjartan og
áréttar að þetta sé ekki eitthvað
sem sé að fara að gerast á allra
næstu dögum.
Þessi mikli áhugi breskra fjöl-
miðla sýnir hins vegar glöggt
hversu vinsælt fyrirbærið er orðið
í Bretlandi en Latibær er nú sýnd-
ur á sjónvarpsstöðvunum BBC og
Nickelodeon. Auk þess komst
smáskíf- an Bing Bang
með lokalagi
þáttarins í
fjórða sætið á
breska smáskíf-
ulistanum sína
fyrstu viku á lista
og stóra platan er þegar
komin í gull.
Stórskotalið yngri kynslóðar leik-
ara kom saman í Þjóðleikhúsinu í
gær þar sem fyrsti samlestur á
söngleiknum Leg eftir Hugleik
Dagsson fór fram. Verkið fjallar
um örlög óléttu unglingsstúlk-
unnar Kötu í Garðabæ framtíðar-
innar, en hlutverk hennar er í
höndum Dóru Jóhannsdóttur.
Hugleikur var hæstánægður
með útkomuna. „Þetta leggst
alveg svakalega vel í mig, enda er
þetta besta lið sem höfundur
getur vonast eftir. Leikmyndin er
bara tímamótaverk. Hún er lista-
verk út af fyrir sig og búningarn-
ir ættu að fara á eitthvert catwalk
í París,“ sagði Hugleikur, sem
vildi þó lítið tjá sig og hefur sett
sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir
að hafa verið nokkuð áberandi á
síðum blaðanna fyrir jól.
Margt samstarfsfólk Hugleiks
úr Forðist okkur, sem Nemenda-
leikhúsið setti upp í samvinnu við
Common Nonsense árið 2005,
snýr aftur til verka í Legi. Stefán
Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð
Þór Jónsson sér um tónlistina
ásamt hljómsveitinni Flís, og
Ilmur Stefánsdóttir gerir leik-
mynd. „Hann Stefán skilur mig
alveg rosalega vel,“ sagði Hug-
leikur um samstarfið. „Ég lít á
hann sem svona síamstvíbura-
bróður.“ Meðal annarra leikara í
sýningunni eru þau Atli Rafn Sig-
urðarson, Halldóra Geirharðs-
dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir
og Kjartan Guðjónsson, en Leg
mun koma fyrir augu landsmanna
í febrúar.
Stórskotalið leikara í Legi
… fær Guðmundur Ingi Þor-
valdsson og samstarfsfólk hans,
sem blæs í herlúðra og efnir til
baráttutónleika fyrir framtíð
Tónlistarþróunarmiðstöðvarinn-
ar á laugardag.
„Það hringdi í mig maður skömmu eftir að
keppninni lauk og sagði að verðlaunamyndin
væri fölsuð. Ég var með atvinnuljósmyndara í
dómnefndinni sem gerði engar athugasemdir
við hana,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veð-
urfréttamaður á Stöð 2, en
að undanförnu hefur tölvu-
póstur gengið manna á milli
þar sem því er haldið fram
að sigurmynd veðurljós-
myndakeppni Stöðvar 2 sé
óekta. „Ég stend alveg
berskjaldaður gagnvart
þessu og mér þykir þetta
mjög sárt ef satt reyn-
ist,“ bætir Sigurður við.
Í tölvupóstinum er
því haldið fram að fjall
sem sjáist á myndinni
sé alls ekki við Jökuls-
árlón og að speglunin í vatninu í forgrunni
gangi ekki upp. Það styðji þá hugmynd að ljós-
myndin sé tekin í dagsbirtu en ekki að kvöldi.
Sigurður útskýrir að ekki hafi verið neitt sem
hafi bannað notkun á photoshop-ljósmyndafor-
ritinu. „Ég ætla að ráðfæra mig við dómnefnd-
ina og yfirgrafíkerinn vegna þessa,“ sagði
Sigurður.
Fréttablaðið hafði samband við Þor-
stein Ásgeirsson, ljósmyndarann sem tók
sigurmyndina, og hann vísaði þessum full-
yrðingum algjörlega á bug. „Einhverjir
hafa verið að bera út gróusögur um að
myndirnar í efstu sætunum séu falsaðar en
mín er það ekki,“ lýsir Þorsteinn yfir. Hann
segir myndina vera
fjögurra ára gamla og
að hún sé tekin í átt að
brúnni. „Hið meinta
fjall er sennilega ein-
hver hluti af Öræfajökli,“
útskýrir Þorsteinn sem jafn-
framt segist varla kunna á
photoshop-forritið. „Þetta
er bara eitthvert rugl og
sennilega bara sama
gamla sagan, öfund,“
bætir hann við.
Sár og svekktur ef satt reynist