Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Við ætlum að vera með orkuátak í öðrum löndum en hvenær það verður er hins vegar ekki orðið ljóst,“ útskýrir Kjartan Már Kjart- ansson, upplýsingafulltrúi Lata- bæjar. Breska blaðið The Sun greindi frá því á mánudaginn að Íþróttaálfurinn og félagar hygðust hleypa slíku verkefni af stokkun- um á næstu misserum. Svokallað Orkuátak hefur verið haldið tví- vegis á Íslandi og notið mikilla vinsælda en þar geta krakkar unnið sér inn verðlaun fyrir heilsu- samlegt líferni og fékk Latibær Norrænu heilsuverðlaunin árið 2004 fyrir framtakið. Enn fremur var því haldið fram af blaðamanni The Sun að sjón- varpskokkurinn heimsfrægi, Jamie Oliver, hefði lýst yfir stuðn- ingi við átak Latabæjar en Kjartan segir þetta vera frekar ótímabæra frétt og byggða á sandi. „Oliver er þúsund sinnum stærri heldur en við í Bretlandi og hefur mikinn fjölda starfsmanna í kringum sig. Magnús og hann hafa ekki átt fund saman en við höfum komið okkur í samband við einn af starfsmönn- um Olivers. Málið er hins vegar á algjörum byrjunarreit og það getur brugðið til beggja vona í þessu,“ segir Kjartan. „Við erum bara litlir karlar við hliðina á Oli- ver,“ bætir hann við en velferð og heilsa barna í Bretlandi hefur verið Jamie Oliver hugleikin og fór hann sjálfur í mikla her- ferð til að bæta fæðu í skólum fyrir nokkr- um árum. Breskir fjölmiðlar sýndu við- tali sem birtist á sunnudaginn við Magnús Scheving í Sunday Times mikinn áhuga og skrifuðu flestir fréttir byggt á því viðtali. Kjartan segir að síminn hafi varla stoppað hjá sér í gær eftir að The Sun birti sína frétt og vildu fá að vita hve- nær Orkuátakið brysti á enda virð- ist vera mikil þörf á slíkri herferð í Bretlandi. „Margar af þeim frétt- um sem hafa birst eru frekar hæpnar,“ útskýrir Kjartan og áréttar að þetta sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á allra næstu dögum. Þessi mikli áhugi breskra fjöl- miðla sýnir hins vegar glöggt hversu vinsælt fyrirbærið er orðið í Bretlandi en Latibær er nú sýnd- ur á sjónvarpsstöðvunum BBC og Nickelodeon. Auk þess komst smáskíf- an Bing Bang með lokalagi þáttarins í fjórða sætið á breska smáskíf- ulistanum sína fyrstu viku á lista og stóra platan er þegar komin í gull. Stórskotalið yngri kynslóðar leik- ara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlk- unnar Kötu í Garðabæ framtíðar- innar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig, enda er þetta besta lið sem höfundur getur vonast eftir. Leikmyndin er bara tímamótaverk. Hún er lista- verk út af fyrir sig og búningarn- ir ættu að fara á eitthvert catwalk í París,“ sagði Hugleikur, sem vildi þó lítið tjá sig og hefur sett sjálfan sig í fjölmiðlabann eftir að hafa verið nokkuð áberandi á síðum blaðanna fyrir jól. Margt samstarfsfólk Hugleiks úr Forðist okkur, sem Nemenda- leikhúsið setti upp í samvinnu við Common Nonsense árið 2005, snýr aftur til verka í Legi. Stefán Jónsson leikstýrir að nýju, Davíð Þór Jónsson sér um tónlistina ásamt hljómsveitinni Flís, og Ilmur Stefánsdóttir gerir leik- mynd. „Hann Stefán skilur mig alveg rosalega vel,“ sagði Hug- leikur um samstarfið. „Ég lít á hann sem svona síamstvíbura- bróður.“ Meðal annarra leikara í sýningunni eru þau Atli Rafn Sig- urðarson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Kjartan Guðjónsson, en Leg mun koma fyrir augu landsmanna í febrúar. Stórskotalið leikara í Legi … fær Guðmundur Ingi Þor- valdsson og samstarfsfólk hans, sem blæs í herlúðra og efnir til baráttutónleika fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinn- ar á laugardag. „Það hringdi í mig maður skömmu eftir að keppninni lauk og sagði að verðlaunamyndin væri fölsuð. Ég var með atvinnuljósmyndara í dómnefndinni sem gerði engar athugasemdir við hana,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veð- urfréttamaður á Stöð 2, en að undanförnu hefur tölvu- póstur gengið manna á milli þar sem því er haldið fram að sigurmynd veðurljós- myndakeppni Stöðvar 2 sé óekta. „Ég stend alveg berskjaldaður gagnvart þessu og mér þykir þetta mjög sárt ef satt reyn- ist,“ bætir Sigurður við. Í tölvupóstinum er því haldið fram að fjall sem sjáist á myndinni sé alls ekki við Jökuls- árlón og að speglunin í vatninu í forgrunni gangi ekki upp. Það styðji þá hugmynd að ljós- myndin sé tekin í dagsbirtu en ekki að kvöldi. Sigurður útskýrir að ekki hafi verið neitt sem hafi bannað notkun á photoshop-ljósmyndafor- ritinu. „Ég ætla að ráðfæra mig við dómnefnd- ina og yfirgrafíkerinn vegna þessa,“ sagði Sigurður. Fréttablaðið hafði samband við Þor- stein Ásgeirsson, ljósmyndarann sem tók sigurmyndina, og hann vísaði þessum full- yrðingum algjörlega á bug. „Einhverjir hafa verið að bera út gróusögur um að myndirnar í efstu sætunum séu falsaðar en mín er það ekki,“ lýsir Þorsteinn yfir. Hann segir myndina vera fjögurra ára gamla og að hún sé tekin í átt að brúnni. „Hið meinta fjall er sennilega ein- hver hluti af Öræfajökli,“ útskýrir Þorsteinn sem jafn- framt segist varla kunna á photoshop-forritið. „Þetta er bara eitthvert rugl og sennilega bara sama gamla sagan, öfund,“ bætir hann við. Sár og svekktur ef satt reynist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.