Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 88

Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 88
Fyrir tólf árum var ég blaða-maður á blaði sem reyndi sitt besta til að stinga á samfélagskýl- unum. Þar starfaði hugumstór rit- stjóri sem þreyttist seint á að segja sömu söguna. Hún var af blaðamanni sem ráðinn hafði verið á blað út á þá hugmynd að skrifa um fátækt á Íslandi. „Hann ætlaði að taka viðtöl við fátækt fólk en hver haldiði að vilji viðurkenna að hann sé fátækur? Maðurinn var auðvitað látinn fara viku síðar, ekki búinn að skrifa staf,“ sagði ritstjórinn. Fátækt var bara eins og hver annar draugagangur, erf- itt að festa hendur á henni þótt marga hafi vissulega grunað að hún væri til. hafa tímarnir heldur betur breyst. Undanfarinn áratug hafa fjölmiðlar fjallað ötullega um tekj- ur hinna ríku, bílaflota, fasteignir og flugvélar og til að lesendur átti sig á því hvað þetta fólk á fyrir bragðgóðu salti í grautinn þurfum við almennileg viðmið. Því taka nú fjölmiðlar reglulega viðtöl við fólk sem hikar ekki við að viðurkenna að það búi við sult og seyru. einu eða tveimur árum birti Kastljós til að mynda ekki aðeins viðtal við mann sem hafði látið jólagjafapeningana sína renna til blankrar konu heldur spjallaði konan sjálf líka um þessa rausnarlegu gjöf sem hafði svo sannarlega komið sér vel. Í síð- ustu viku tók Ingibjörg B. Sveins- dóttir, blaðamaður á Blaðinu, síðan viðtal við eldri konu sem hafði orðið fyrir því happi að ókunnug hjón buðust til að greiða fyrir hana matarkörfuna þar sem hún var stödd í Krónunni. Yfir örlæti hjón- anna eru notuð mörg falleg orð sem sjaldséð eru í íslenskum fréttaflutningi, svo sem „kærleik- sverk“, „elskusemi“ og „góðvild“. fyrr gátum við lifað sæl í þeirri trú að jöfnuður ríkti í sam- félaginu. Enginn átti of mikið og enginn of lítið. Þeir sem voru fátækir flögguðu því ekki og það sem meira er, þeir ríku gerðu það heldur ekki. Þeir buðu blaðamönn- um einfaldlega ekki upp á að smella myndum af Kjarvalnum og kristalnum. Nú hafa fjölmiðlar sýnt okkur að litla stúlkan með eldspýturnar gengur í sama skóla og ríku börnin í Burberry-fötun- um og það væri lítið varið í söguna af þeirri krókloppnu snót ef ekki skini „birta úr öllum gluggum og í götunni var svo yndislegur ilmur af gæsasteik“. Elskusemi þeirra velstæðu Hugsaðu þér bara hvað þú losnar við ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 56 06 0 1/ 07 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 2 Kópavogur Sími: 570-5070 www.toyota.is Hraðþjónusta Toyota - engar tímapantanir Reglubundið viðhald þarf ekki að vera óþægilegt. Með tilkomu Hraðþjónustu Toyota er það bæði einfaldara og fyrirhafnarminna en áður. Hraðþjónusta Toyota gefur þeim sem eru önnum kafnir kost á að njóta þjónustu sem losar fólk undan óþarfa umstangi og snúningum. Næst skaltu biðja um Hraðþjónustu Toyota og komast að raun um hvað hún getur breytt miklu fyrir þig á annasömum degi. Hraðþjónusta Toyota - ekið inn að ofanverðu, Dalbrekkumegin Hraðþjónusta 1 2 3 www.toyota.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.