Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 1
64%
38%36%
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í nóvember 2006.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
Samanburður
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
10
20
40
0
50
60
70
Smáauglýsing í
Fiskur er ekki bara fiskur. Það finnst best þegar bragðað er á fjö grænm i
Býður sjávarfang í frískleg-
um og bragðgóðum búningi
Létt súrmjólk
með skógarberjum
Nýjung
!
Fékk ekki vegabréfsáritun
til Bandaríkjanna
Svipaður fjöldi heyrnarskertra
karla og kvenna hefur verið misnotaður kyn-
ferðislega í bernsku hér á landi, samkvæmt
nýrri könnun sem Félag heyrnarlausra hefur
látið gera, með stuðningi félagsmálaráðu-
neytisins. Að minnsta kosti 30 heyrnarlausir
hér á landi hafa verið misnotaðir kynferðis-
lega.
Spurningalisti var sendur til 160 heyrnar-
lausra. Um 56 prósent svöruðu og þriðjungur
af þeim kvaðst hafa orðið fyrir kynferðislegri
misnotkun. Að sögn Berglindar Stefánsdóttur
sem hefur haft umsjón með þessu verkefni
var tilefni könnunarinnar tveir dómar sem
gengið hafa vegna kynferðisbrota gegn
heyrnarlausum. Í öðru tilvikinu var um að
ræða starfsmann Vesturhlíðarskóla, sem varð
uppvís að því að misnota fimm heyrnarlausar
stúlkur. Í síðara tilvikinu var um að ræða
heyrnarlausan föður sem misnotað hafði börn
sín. Fram kom þá að hann var sjálfur misnot-
aður kynferðislega á sínum yngri árum.
„Við vildum vita hversu stór hópur þess-
ara þolenda væri þannig að við gætum brugð-
ist rétt við. Við þyrftum til að mynda að hafa
táknmálstalandi fólk til að taka á móti þeim,“
segir Berglind. „Mér þykir miður að sjá
hversu hátt hlutfall þetta er innan hópsins.
En þetta er staðreynd.“
Í ljósi niðurstaðnanna hefur Félag heyrn-
arlausra sett saman lista með tillögum um
aðgerðir og lausnir, sem sendur hefur verið
félagsmálaráðuneytinu. Svar hefur borist frá
ráðuneytinu, þar sem segir að farið verði yfir
hann og hann metinn með hliðsjón af því
hvaða ráðuneyti aðgerðirnar geti heyrt
undir.
Spurð hvort um sé að ræða einhvern tiltek-
inn aldurshóp sem orðið hafi fyrir kynferðis-
legu ofbeldi segir Berglind að flest atvikin
hafi átt sér stað þegar fólkið var á grunn-
skólaaldri.
„Þetta gerist bæði í Vesturhlíðarskóla og
gamla Heyrnleysingjaskólanum, í skólaum-
hverfinu,“ segir hún. „Frá 1980 er fyrst farið
að nota táknmál. Fram að þeim tíma hafði það
verið bannað. Mörg málanna komu upp fyrir
þann tíma. Þessi hópur gat því ekki með neinu
móti tjáð sig um það sem var að gerast.“
Spurð hvort gerendur hefðu verið heyr-
andi, heyrnarlausir, karlar eða konur, segir
Berglind að heyrnarlausir hefðu líka verið
gerendur.
Heyrnarlaus ungmenni
misnotuð kynferðislega
Álíka margir heyrnarlausir drengir og stúlkur hafa verið beitt kynferðislegri misnotkun hér á landi. Um
er að ræða að minnsta kosti 30 einstaklinga. Flest tilvikin áttu sér stað þegar börnin voru í grunnskóla.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra og Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, undirrit-
uðu í gær samning til fimm ára
um kennslu og rannsóknir við
Háskóla Íslands. Með samningn-
um eru fjárframlög til skólans
stóraukin og að sögn rektors er
honum gert kleift að ná markmiði
sínu um að verða einn af fremstu
háskólum heims á næstu árum.
Samningurinn felur í sér að
fjárveitingar ríkisins til rann-
sókna við Háskóla Íslands þre-
faldast á samningstímanum og
hækka um 640 milljónir króna
árlega á tímabilinu 2008-2011.
Samtals nemur hækkunin tæpum
þremur milljörðum króna á tíma-
bilinu. Í langtímaáætlun um
útgjöld ríkisins er jafnframt gert
ráð fyrir að framlög til háskóla-
stigsins aukist árlega um 3,5 pró-
sent vegna fjölgunar nemenda. Á
fjárlögum 2006 voru bein framlög
til rannsókna við háskólann um 43
prósent af kennsluframlagi. Í lok
samningstímans verður það hlut-
fall komið yfir 100 prósent.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra segir
samninginn mjög mikilvægt skref
fyrir HÍ og þjóðina sem heild og
nú sé meira en raunhæfur mögu-
leiki að skólinn komist í hóp þeirra
bestu í heiminum.
Að sögn Kristínar Ingólfsdótt-
ur rektors er háskólinn tilbúinn
að takast á við ný verkefni á
grundvelli samningsins. „Þessi
samningur er algjör grundvöllur
fyrir því að við getum farið þá
leið sem búið er að varða.“
Tímamót í íslenskri skólasögu
si
rk
us
12. janúar 2007
Sportbílaæði ístjórn 365 Allir áPorsche nema Pálmi
| 4 |
Fótboltamamm-an á SkaganumFjórir synir, fjórir frábær-ir fótboltamenn
| 6 |
Athafnakonan Ingibjörg Þorvaldsdóttir:LÆTUR BARNEIGNIREKKI STOPPA
„Ég veit að Eyrún kennir mér um skilnaðinn“
VIÐTAL 2
DILANA Í VIÐTALI
Fimm íslenskir söngleik-
ir eru í burðarliðnum í leikhúsum
á höfuðborgarsvæðinu – þess utan
er að hefjast tímabil skólasýninga
í framhaldsskólunum. Það verður
sungið í vetur, vor og fram á
haust. Af þessum fimm eru fjórir
nýir af nálinni: Grettir eftir Ólaf
Hauk, Egil Ólafsson og Þórarin
Eldjárn er endurvakinn. Nýju
verkin eru Hér og nú (Sokkaband-
ið), Love (Vesturport og LR),
Abbababb (Annað svið og
Hafnarfjarðarleikhúsið) og Leg
(Þjóðleikhúsið). Hafa aldrei verið
svo margir nýir íslenskir söng-
leikir í boði á sama tíma.
/
Fjórir nýir
söngleikir
Ekki ástæða þess
að Magni og Eyrún
hættu saman