Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 12

Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 12
 Mikið ósamræmi er milli þess hversu mikið fjölmiðlar fjalla um ákveðin mál og hversu mikið almenningur í landinu telur að fjallað sé um þau, miðað við könnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Fjölmiðlavaktina um helstu fjölmiðlamál ársins 2006. Baugsmálið trónir þar yfir önnur mál, en 42,6 prósent svar- enda nefndu það „stærsta fjöl- miðlamálið“, en það var 943 sinn- um í fréttum. Í öðru sæti voru Kárahnjúkar, en 15,3 prósent töldu það helsta málið. Um Kárahnjúka var hins vegar fjallað 2.024 sinn- um í fjölmiðlum, rúmlega helm- ingi oftar en Baugsmálið. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlavaktarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mikið misræmi mælist. Innt eftir skýr- ingum, segir Rakel að nefna megi könnun í marsmánuði sem hafi sýnt að flestir séu búnir að fá nóg af Baugsmálinu: „Fólk segir að þetta sé orðið svo langt mál að það eigi að vera til hliðar.“ Fólk sé því líklegra til að veita því eftirtekt. Byrgismálið nefndu 6,3 prósent svarenda og lenti það í þriðja sæti, en einungis var rætt um það 75 sinnum á árinu. Þetta skýrist með því að könnunin var gerð þegar umfjöllun um Byrgið var í hámarki. Stórmál eins og hvalveiðar, brott- för hersins og Íraksstríðið lentu við og undir viðmiðunarmörkum í könnuninni. Íraksstríðið kemst vart á lista Áform George W. Bush Bandaríkjafor- seta um að senda 20 þúsund hermenn til Íraks í viðbót hafa fengið heldur kuldalegar móttökur frá ráðamönn- um í Evrópu. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að fjölgun hermanna sýndi fram á hve banda- rísk og írösk stjórnvöld væru ákveðin í að kveða niður átökin í Írak. Hins vegar tók hún fram að Bretar hefðu engin áform uppi um að senda fleiri hermenn til að styðja Bush. Í gær hélt breska dagblaðið Telegraph því fram að Bretar ætluðu að kalla heim frá Írak 3.000 af þeim 7.200 bresku hermönnumsem nú eru í Írak. Demókratar, sem nú hafa meirihluta í báðum deild- um Bandaríkjaþings, taka einnig illa í fjölgun í herlið- inu og ætla að reyna að koma í veg fyrir að þessi síðustu áform forsetans nái fram að ganga. Þeir segja fjölgun bandarískra hermanna í Írak einungis gera illt verra. „Við ætlum ekki að stunda neina barnapössun í borg- arastríði,“ sagði Barack Obama, einn vinsælasti þing- maður demókrata og hugsanlegur forsetaframbjóðandi flokksins. Ræðu Bush tekið heldur fálega Ríkisstjórnin er ósamstiga í þjóðlendumálinu eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýstu því yfir að þau felldu sig ekki við þær þjóðlendukröfur sem Árni Mathie- sen fjármálaráðherra hefur lagt fram fyrir hönd ríkisins í Norð- austurkjördæmi, nánar tiltekið á austanverðu Norðurlandi, því þau segja þær ganga of langt. Land- búnaðarráðherra telur að jafnvel þurfi að breyta þjóðlendulögun- um. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi og ein þeirra sem standa að stofnun Landssamtaka landeigenda sem munu berjast fyrir því að eignar- réttur landeigenda að jörðum þeirra sé virtur, segir að það séu gleðitíðindi að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar séu komnir í lið með landeigendum. „Ríkisvaldið getur ekki tekið til sín þinglýstar eignir manna á þennan hátt,“ segir Guðný. Að mati Guðnýjar þarf að breyta þjóðlendulögunum þannig að ríkið geti ekki kastað eign sinni á jarðir sem eru með athuga- semdalausum þinglýstum landa- merkjabréfum. Sigurður Kári Kristjánsson og Drífa Hjartardóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, telja ekki þörf á neinum sérstökum aðgerð- um í þjóðlendumálunum því íslenska réttarkerfið sé nægilega þroskað til að tryggja að eignar- réttindi manna yfir jörðum séu tryggð þrátt fyrir að kröfurnar taki stundum til þinglýstra eigna. „Þjóðlendukröfurnar sem ríkið hefur gert hafa stundum gengið of langt, en eðli málsins samkvæmt gerir ríkið ítrustu kröfur, sem breytast kannski þegar óbyggða- nefnd rannsakar þær eða tiltekin mál fara fyrir dómstóla, segir Sig- urður Kári og bætir því við að eignarrétturinn muni leysa málin á réttan og sanngjarnan hátt. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður er sammála Guð- nýju Sverrisdóttur um rökin fyrir því af hverju breyta þurfi lögun- um. Hann segir fullkomið ósam- ræmi á milli krafnanna og þeirra laga sem alþingismenn héldu að þeir væru að samþykkja með þjóð- lendulögunum árið 1998. Að mati Ragnars hefur fjármálaráðherra farið út fyrir umboðið sem lögin veita honum með þeim kröfum sem hann hefur gert, og að það eigi sérstaklega við á austanverðu Norðurlandi. Vilja breytingar á þjóðlendulögunum Ríkisstjórnin er ósamstiga í þjóðlendumálinu. Sveitarstjóri og hæstaréttarlög- maður vilja breytingar á þjóðlendulögunum. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks telja íslenska réttarkerfið það þroskað að það skeri réttilega úr í málunum. Óvenjuleg hlýindi það sem af er vetri valda ýmsum vanda á meginlandi Evrópu. Í Austurríki hafa ofnæmissjúkling- ar verið varaðir við því að frjó séu nú að þroskast á trjám sem að öllu jöfnu gerist ekki fyrr en að áliðnu vori. Og vetrardvalarstaðir í Ölpunum horfa fram á mikinn tekjumissi vegna snjóleysis. Í Sviss og fleiri Alpalöndum hefur undirbúningskeppnum fyrir heimsbikarmótið í skíða- íþróttum verið aflýst til að hlífa skíðabrekkunum, sem sagðar eru hafa skemmst í rigningunni og hlýindunum. Varað við frjó- kornasvifi Brak farþegaþot- unnar, sem leitað hefur verið að síðan hún hvarf af ratsjám í óveðri fyrir tíu dögum, fannst í Indónesíu í fyrradag þegar sjómaður dró stórt málmstykki úr sjó í norðausturhluta Indónes- íu. Raðnúmer sem fannst á braki staðfesti að um týndu þotuna væri að ræða. Þó að enginn hinna 102 sem voru um borð hafi enn fundist færðu þessi tíðindi nokkra huggun hundruðum aðstandenda sem hafa beðið í óvissu um afdrif ástvina sinna frá hvarfi þotunnar. Brak vélarinnar fannst loksins Arnold Schwarz- enegger, ríkisstjóri Kaliforníu, byrjar nýtt kjörtímabil á tveimur afar umdeildum málum, heilbrigðisþjónustu og fangelsis- málum. Það gæti komið niður á vinsældum hans frá fyrra kjörtímabili. Hyggst hann hækka lágmarkslaun og lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Schwarzenegger lætur nú kanna möguleika á styttingu fangelsisdóma fyrir vægari glæpi en fangelsi í ríkinu eru yfirfull. Einnig hefur hann lofað að opna þeim 6,5 milljónum íbúa Kaliforníu, sem eru án sjúkra- trygginga, aðgang að heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigðisþjón- usta fyrir alla Tengivagn vöruflutninga- bíls valt á Kísilvegi í Reykja- hverfi um klukkan hálfellefu í gærmorgun. Bíllinn var á leið til Vopnafjarðar frá Húsavík þegar slysið varð. Ökumaðurinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Flutningabíllinn snerist þegar vagninn valt og lokaði veginum um stund. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var gríðarleg hálka á veginum orsök slyssins. Vagninn tók að rása á veginum og reyndi ökumaðurinn að ná stjórn á honum en vagninn endaði utan vegar. Engar skemmdir urðu á bílnum sjálfum en fleti í vagnin- um skemmdist eitthvað. Valt á hliðina í fljúgandi hálku Þegar frost er í jörðu treysta smáfuglar á gjafmildi mannanna. Þeir smáfuglar sem sækja í æti hjá mannfólkinu eru til dæmis skógarþröstur, stari, auðnutittlingur og snjótittlingur. Sólskríkjufræ, sem fást í Europris-verslununum eru vinsæl til þess að gefa fuglum, en þau henta helst snjótittling- um. Fræ ætluð páfagaukum eru hentugt fóður fyrir auðnutitt- linginn, og hakkaðir mataraf- gangar á borð við kjötafskurði, sósur, kartöflur og pasta eru lostæti fyrir starann og skógar- þröstinn. Munið að gefa smáfuglunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af alls sex einstakl- ingum á miðvikudag og aðfara- nótt fimmtudags vegna fíkniefna- mála. Síðdegis var karlmaður handtekinn í úthverfi Reykjavík- ur grunaður um fíkniefnamis- ferli. Um miðnættið voru síðan kona og karlmaður færð á lögreglustöð eftir leit lögreglu í bíl sem þau óku þar sem fundust ætluð fíkniefni. Síðar um nóttina var svo þrennt handtekið í íbúð í umdæminu með fíkniefni í vörslu sinni. Allt var fólkið á þrítugs- aldri. Sex handteknir vegna fíkniefna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.