Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 4
Gamli byltingar-
maðurinn Daniel Ortega sneri
aftur til valda í Níkaragva á þriðju-
daginn þegar hann tók þar við for-
setaembættinu. Ortega var forseti
Sandinistastjórnarinnar í Ník-
aragva á árunum 1985 til 1990 og
mætti þá harðri andstöðu frá
Bandaríkjamönnum, sem studdu
baráttu hægrisinnaðra skæruliða
gegn stjórn hans.
Fyrr um daginn sór einnig
Hugo Chavez embættiseið í Venes-
úela, en hann er að hefja nýtt sex
ára kjörtímabil á forsetastólnum.
„Sósíalismi eða dauði,“ hrópaði
Chavez við embættistöku sína, en
strax að athöfn lokinni flaug hann
til Níkaragva til að samfagna
Ortega.
Chavez færði Ortega gullna
eftirlíkingu af sverði byltingar-
hetjunnar Símons Bólívar og sagði
hjarta sitt vera „yfirfullt af
gleði“.
Viðstaddir athöfnina í Ník-
aragva voru einnig þeir Evo Mora-
les, forseti Bólivíu, og Jose Ramon
Machado Ventura frá Kúbu, en
sökum bágrar heilsu Fídels Kast-
ró komst hann ekki sjálfur.
Morales fagnaði því sérstak-
lega að fá Ortega í hóp vinstrisinn-
aðra þjóðarleiðtoga í Suður- og
Mið-Ameríku. „Við erum með
þrjá, fjóra, fimm stjórnendur sem
munu frelsa Rómönsku Ameríku,“
sagði Morales.
Vaxandi vinátta milli Chavez
og Ortega var augljós og strax
samdægurs undirrituðu þeir
samninga um náið samstarf á
ýmsum sviðum. Chavez hyggst
veita óspart af olíuauði Venesúela
til þess að hjálpa Níkaragvabúum,
en fátækt er þar töluverð.
Sjálfur hefur Chavez einnig
heitið því að ganga enn lengra í
róttækum þjóðfélagsbreytingum
heima fyrir í Venesúela. Meðal
annars ætlar hann þjóðnýta orku-
og fjarskiptafyrirtæki og hyggst
ennfremur fá þingið til að sam-
þykkja aukin völd sér til handa
svo hann geti sett ýmis „byltingar-
lög“ með tilskipun.
Chavez nýtur mikilla vinsælda
í landi sínu en hefur jafnan verið
Bandaríkjastjórn þyrnir í augum,
rétt eins og Ortega í Níkaragva.
Ortega, sem er orðinn 61 árs,
spjallaði þó lengi við Michael
Leavitt, heilbrigðisráðherra
Bandaríkjanna, sem var fulltrúi
Bandaríkjastjórnar við embættis-
tökuathöfnina.
Ortega snýr aftur til valda
Enn ein vinstrikempan bættist í hóp þjóðarleiðtoga í Mið- og Suður-Ameríku á þriðjudag þegar Daniel
Ortega tók við forsetambætti í Níkaragva. Hugo Chavez og Evo Morales mættu til að fagna.
Fyrstu steypunni
verður rennt í mót Tónlistar- og
ráðstefnumiðstöðvar við Austur-
höfnina í dag ef veður leyfir.
Fulltrúar Eignarhaldsfélagsins
Portus hf. sem stendur að
byggingu Tónlistar- og ráðstefnu-
hússins við Austurhöfnina og
fulltrúar ríkis og Reykjavíkur-
borgar mun stýra verkinu sem
hefst klukkan þrjú að því er segir
í fréttatilkynningu.
Áætlað er að húsið verði tekið í
notkun á fyrsta ársfjórðungi
2009. Samanlagt verða tónlistar-
húsið og ráðstefnumiðstöðvarnar
um 15 þúsund fermetrar.
Fyrsta steypan í
mótin í dag
Félagsmenn í Sjó-
mannafélagi Íslands hófu í gær
atkvæðagreiðslu um úrsögn úr
Sjómannasambandi Íslands, og
verða úrslitin ljós þegar atkvæða-
greiðslu lýkur klukkan 18 í kvöld,
föstudag. Úrsögnin jafngildir þó
ekki úrsögn úr Alþýðusambandi
Íslands (ASÍ), heldur þarf að boða
annað fund til að greiða atkvæði
um þá úrsögn sérstaklega.
Miðstjórn ASÍ hefur vakið á því
athygli að úrsögn Sjómannafélags
Íslands úr Sjómannasambandi
Íslands, sem er aðildarfélag að
ASÍ, dugi ekki ein og sér til að Sjó-
mannafélagið gangi úr ASÍ. Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri
ASÍ, segir að strangari ákvæði séu
í lögum ASÍ um úrsögn heldur en
hjá einstökum aðildarfélögum.
Gylfi segir að til að ganga úr
ASÍ þurfi að greiða um það
atkvæði sérstaklega. Við boðun
fundar þar sem slík atkvæða-
greiðsla eigi að fara fram þurfi að
geta þess sérstaklega í fundar-
boði, þó atkvæðagreiðsla megi
fara fram meðfram annarri
atkvæðagreiðslu.
Birgir Hólm Björgvinsson,
framkvæmdastjóri Sjómannafé-
lags Ísland, segir að lögfræðingur
félagsins hafi talið úrsögn úr Sjó-
mannasambandinu fela í sér
úrsögn úr ASÍ. Nú hafi lögfræð-
ingar ASÍ komist að annarri niður-
stöðu, og eftir henni verði farið.
Hann segir að boðaður verði fund-
ur þar sem ganga eigi til atkvæða
um úrsögn úr ASÍ sérstaklega
mánudaginn 22. janúar.
Greiða atkvæði um úrsögnina
Kjörnefnd Framsókn-
arflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi mun gera tillögu um að
Kristinn H. Gunnarsson alþingis-
maður skipi þriðja sætið á lista
flokksins í kjördæminu. Svein-
björn Eyjólfsson, formaður
nefndarinnar, sagðist í samtali við
Fréttablaðið vinna út frá niður-
stöðum prófkjörsins í nóvember
en í því hafnaði Kristinn í þriðja
sæti, á eftir Magnúsi Stefánssyni
félagsmálaráðherra og Herdísi
Sæmundardóttur.
Sjálfur segir Kristinn ekkert
um áform sín; hvort hann hyggist
taka þriðja sætinu eður ei. Tillaga
kjörnefndar að listanum verður
lögð fram á kjördæmisþingi á
Reykjum í Hrútafirði laugardag-
inn 20. janúar.
Gert ráð fyrir
Kristni í 3. sæti
Karlmaður á
fimmtugsaldri var á miðvikudag
staðinn að verki í opinberri
stofnun í miðborg Reykjavíkur
þar sem hann reyndi að stela
veski.
Hann var handtekinn og í
kjölfarið færður á lögreglustöð.
Þá stakk ökumaður af án þess
að greiða fyrir bensín sem hann
dældi á bíl sinn í austurborginni
og hið sama gerði annar ökumað-
ur í Grafarvogi.
Þrjátíu og tvö umferðaróhöpp
voru tilkynnt til lögreglunnar og
fimmtán ökumenn teknir í
umdæminu fyrir of hraðan
akstur.
Veskisþjófur
staðinn að verki