Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 10

Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 10
 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi koma saman í íþróttahúsinu í Reykjahlíð í Mývatnssveit á morgun og velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. 419 hafa rétt til setu á þinginu og þar með atkvæðisrétt en 22 gefa kost á sér á listann. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjödæmi; Valgerði Sverrisdóttur utanríkis- ráðherra, Jón Kristjánsson, Dag- nýju Jónsdóttur og Birki Jón Jóns- son. Jón og Dagný láta af þingmennsku í vor en Valgerður og Birkir vilja áfram gegna þing- mennsku. Valgerður sækist ein eftir fyrsta sætinu en hún fór fyrir list- anum í síðustu kosningum. Birkir Jón skipaði þá fjórða sætið en sækist nú eftir öðru sætinu, líkt og Logi Óttarsson. Er Birkir talinn eiga sætið víst. Ellefu til viðbótar vilja skipa þau sæti sem nú eru þingsæti. Framsóknarflokkurinn hlaut góða kosningu í kjördæminu í kosningunum 2003. Alls 7.722 kjósendur greiddu honum atkvæði sitt, eða tæp 33 prósent kjósenda. Það var besta útkoma flokksins í kosningunum það ár en næstbesta útkoman var í Suðurkjördæmi þar sem framsókn hlaut tæp 24 pró- sent. Í nýjustu skoðanakönnun Capacent/Gallup mældist fylgi flokksins í Norðausturkjördæmi 15 prósent, ögn minna en í Norð- vestur- og Suðurkjördæmum. Prófkjörsbaráttan hefur farið fram í bróðerni utan hvað óánægju gætti með að einn frambjóðenda – Hjörleifur Hallgríms – keypti for- síðu sameiginlegs kosningabæk- lings sem dreift var til framsóknarmanna í kjördæminu. Þá hefur tilboð Hjörleifs um tveggja milljóna króna framlag úr eigin vasa til Framsóknarflokks- ins á Akureyri, nái hann þriðja sætinu, vakið nokkra úlfúð. Valgerður Sverrisdóttir hefur ein frambjóðenda opnað kosninga- skrifstofu en frambjóðendur hafa að mestu vakið athygli á sjálfum sér með bæklingum, sendibréfum og símtölum. Lítið hefur verið um auglýsingar í hefðbundnum fjöl- miðlum. Viðmælendur Fréttablaðsins töldu að búseta og rætur gætu ráðið nokkru um val flokksmanna á lista enda kjördæmið stórt, nær frá Djúpavogi og norður og vestur til Siglufjarðar. Á kjördæmisþinginu verður kosið í tíu efstu sæti listans. Fjórtán vilja í fjögur efstu Valgerður Sverrisdóttir sækist ein eftir fyrsta sæti Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Listinn verður valinn á kjördæmisþingi í Mývatnssveit á morgun. STÓR útsalan á skólavörðustíg 15 er í fullum gangi Allir diskar á útsölu klassískir geisladiskar frá kr. 200 20-90% afsláttur! 12 Tónar bjóða upp í dans! Skólavörðustíg 15 511 5656 Fiolstræde 26 3336 5656 www.12tonar.is opið laugardag frá kl. 10:00-16:00 Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum, hlaut sex hundruð þúsund króna styrk hinn 5. janúar síðastliðinn. Styrkurinn kemur frá höfundi bókarinnar Leitin að tilgangi lífs- ins, Viktor E. Frankl, en hann hafði óskað þess að höfundarlaun hans vegna útgáfu bókarinnar á Íslandi rynnu til málefnis barna. Bókin var gefin út fyrir um tíu árum og endurútgefin af Siðfræði- stofnun og Háskólaútgáfunni fyrir skemmstu. Í bókinni skrifar Frankl, sem var austurrískur, um reynslu sína í fangabúðum nasista og leit hans þar að tilgangi lífsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.