Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 67
Tónleikum sænsku hljómsveitar- innar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka. Að því er kemur fram í tilkynn- ingu tónleikahaldara er ekki um að kenna áhugaleysi fyrir tónleikun- um því nánast sé uppselt á þá. Hægt er að fá miðana endur- greidda til 15. janúar en annars gildir sami miði á tónleikana. Miða- sala mun halda áfram með breyttri dagsetningu. Tónleikum frestað Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að taka tilboðinu með þeim fyrirvara að það náist samstarfs- samningur við Reykjavíkurborg um rekstur Tónlistarþróunarmið- stöðvarinnar,“ segir Danny. „TÞM er í sinni skuldasúpu og við erum að vinna með borginni í þessum málum. Það tekur sinn tíma að vinna í svona málum með sveitar- félögum og ríkinu en tíminn er bara á þrotum. Eins og staðan er í dag verðum við að selja ef við náum samningi við borgina.“ Danny á meiri- hluta húsnæðis- ins ásamt Jóni Sævari Þor- bergssyni. Hann segist ekki fá mik- inn pening í vasann verði af sölunni, en tilboðið frá Lindberg hf. hljóðar upp á 170 milljónir. „Nei, nei, það eru einhverjir smáaurar eftir þegar maður er búinn að borga skuldirnar. Húsið er dýrt og það hafa farið margar milljónir í að endurfjármagna það. Við það hefur skuldabyrðin aukist. En maður losnar undan þessari persónu- legu ábyrgð. Einstaklingur á ekki að eiga svona tómstundarhús- næði,“ segir hann. Danny segir að fjöldi hljóm- sveita sem æfa í TÞM muni fara á götuna náist ekki samningar við borgina og bætir því við að í raun sé þörf fyrir tvöfalt stærra hús- næði til að anna eftirspurninni. Hann segist ekki ætla að leggja árar í bát þótt samningarnir náist ekki. „Þetta er grundvall- aratriði fyrir tónlistarmenn- inguna. Ég er ekki maður sem gefst upp. Baráttan heldur bara áfram.“ Þess má geta að baráttutón- leikar til stuðnings Tónlistarþró- unarmiðstöðinni verða haldnir á morgun þar sem fjöldi hljóm- sveita mun koma fram. Ætlar ekki að gefast upp Robbie Williams græddi vel á síð- asta ári. Alls rakaði breski hjarta- knúsarinn inn rétt tæpum millj- arði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrir- tækis Robbie, The In Good Comp- any Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar. Þetta þýðir að meðal- laun söngvarans voru yfir 20 millj- ónum króna á viku. Þessar tölur eru sérstaklega áhugaverðar í ljósi þess að nýjasta plata Robbie Williams, Rudebox, fékk blendnar viðtökur í Bret- landi. Þar fór Robbie nokkuð óhefðbundnar leiðir og var sakað- ur um að valda aðdáendum sínum vonbrigðum. Græðir á tá og fingri Úrval ljósa á frábæru verði! -30% -50% -30% -30% -50% -30% -50% ÚTSALA Allt að 70afsláttur% -70% -30% Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl.11-16 Næturljós, 3 í pk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.