Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 38
É g veit ekki hvort ég hafði einhverja hæfileika í fótbolta. Ég held svei mér þá að ef svo
hafi verið hafi drengirnir tekið þá alla
frá mér,“ segir Bjarney Þórunn
Jóhannesdóttir, móðir bræðranna
Þórðar, Bjarna, Jóhannesar Karls og
Björns á Akranesi, aðspurð hvernig
standi á því að henni hafi tekist að búa
til fjóra drengi sem allir eru framúr-
skarandi fótboltamenn.
„Ég átti þrjá bræður sem voru í
fótbolta en þeir komust ekki eins langt
og strákarnir mínir. Þeir voru í
unglingalandsliðum en síðan ekki
meira,“ segir Bjarney. Það skaðar að
sjálfsögðu ekki að Guðjón Þórðarson,
knattspyrnuþjálfarinn snjalli, er faðir
þeirra þriggja elstu en það skýrir þó
ekki fjórða soninn, hinn fimmtán ára
gamla Björn Bergmann, sem er talinn
hafa hæfileika til að verða sá besti af
þeim. Bjarney segist halda að sá yngsti
sé bestur. „Bræður hans vilja að
minnsta kosti meina að hann sé sá
besti af þeim miðað við aldur.“
Matarræðið skiptir máli
Bjarney segist hafa lagt mikla
áherslu á matarræði sona sinna strax
frá byrjun. „Þeir borðuðu mikið af
fiski, kjöti og hafragraut og tóku lýsi á
hverjum degi. Auk þess lögðum við
mikla áherslu á að þeir drykkju mikið
vatn. Ég eldaði mat bæði í hádeginu
og á kvöldin og það var lítið um
sælgæti,“ segir Bjarney.
Hún viðurkennir að það hafi oft
verið mjög mikið fjör á heimilinu með
þrjá tápmikla drengi. „Það var sjaldan
dauður tími. Þeir voru mjög mikið
með bolta inni og ég held að það sé
bara ekkert eftir af gömlu dóti. Bjarni
braut síðast fjórar styttur þegar hann
var sautján ára en þá var hann í
fótbolta úti í garði og sparkaði svo fast
í rúðuna að stytturnar sem voru í
gluggakistunni inni duttu nður á gólf
og brotnuðu,“ segir Bjarney og hlær.
Hún vinnur við að kenna rope yoga
á Akranesi og segir mikið hafi breyst
síðan eldri synir hennar þrír voru að
alast upp. „Hér áður fyrr voru
drengirnir í fótbolta allan daginn en
sá yngsti er ekki þannig. Hann er í
fótbolta í skólanum en annars gerir
hann eitthvað allt annað. Það er mikill
munur þar á,“ segir Bjarney.
Missir ekki af leik
Bjarney segir það vera mikilvægt að
þau lögðu strax áherslu á að strákarn-
ir myndu velja eina grein, að það
þýddi ekki að vera með neitt hálfkák.
„Þeir prófuðu næstum því allar
íþróttir en völdu allir fótboltann. Við
höfum staðið með þeim í gegnum súrt
og sætt, höfum farið á alla leiki hjá
drengjunum. Ég hef orðið mjög mikil
fótboltaáhugamanneskja á þessum
langa tíma og ég og maðurinn minn
missum ekki af leik hjá strákunum. Að
horfa á strákana mína spila er eitt það
skemmtilegasta sem ég geri. Sigurður,
maðurinn minn, hefur ekki síður verið
duglegur við að styðja við bakið á
þeim öllum fjórum. Það skiptir öllu
máli,“ segir Bjarney og bætir við að
auðvitað megi ekki gleyma þætti
Guðjóns, föður Þórðar, Bjarna og
Jóhannesar Karls.
„Hann hefur alltaf gert miklar
kröfur til þeirra, meiri heldur en til
annarra leikmanna. Þeir tóku það ekki
nærri sér því þeir vissu hvernig hann
er. Ég og Guðjón höfum alltaf haldið
góðu sambandi frá því að við skildum
fyrir 22 árum. Nú tekur hann við þeim
yngsta sem hann hefur mikla trú á og
það verður gaman að fylgjast með því,“
segir Bjarney.
Að halda sér á jörðinni
Bræðurnir eru þekkt prúðmenni
utan vallar og Bjarney segir að það
hafi alltaf verið lögð mikil áhersla á
að drengirnir væru með báða fætur
á jörðinni þrátt fyrir velgengni í
fótboltanum. „Þeim var sagt það
ítrekað að láta þetta ekki stíga sér
til höfuðs. Þeir áttu ekki að vera
montnir eða góðir með sig. Þeir
áttu að venja sig á að vera kurteisir
og ég er afskaplega ánægð með að
þeir eru heilsteyptir ungir menn í
dag. Þórður, Bjarni og Jóhannes
Karl eru allir miklir fjölskyldumenn
og það er yndislegt að sjá þá
þroskast og dafna sem eiginmenn
og feður. Sá yngsti lofar líka góðu.
Hann hlustar í það minnsta alltaf á
mömmu sína. Það er góðs viti,“
segir Bjarney.
Dreymir um að synirnir spili
saman
Bjarney á sér einn draum sem hún
vonar að rætist einn góðan veðurdag;
að sjá alla fjóra synina spila saman í
liði ÍA. „Það væri rosalega gaman og
eiginlega draumur að sjá þá spila alla
fjóra saman í Skagaliðinu. Jóhannes
Karl [sem spilar með hollenska liðinu
AZ Alkmaar, innskot blm.] hefur sagt
að hann ætli sér að koma heim eftir
fjögur ár og ég get alveg séð Þórð vera
enn að spila þá þrátt fyrir að hann
verði orðinn 37 ára gamall. Það væri
yndislegt,“ segir Bjarney sem getur þó
huggað sig við að þrír synir hennar
verða í Skagatreyjunni á næsta
tímabili.
Hún er þó hógværðin uppmáluð og
vill varla gangast við viðurnefninu
„Fótboltamamma Íslands“ sem
blaðamaður hefur búið til. „Ég veit
það nú ekki, það verða aðrir dæma um
það.“““Það væri rosalega gaman og
eiginlega draumur að sjá þá spila alla
fjóra saman í Skagaliðinu.“
„Við fengum hraðann frá henni“
Þórður Guðjónsson er elsti sonur Bjarneyjar Þórunnar. Hann segir móður sína
kannski ekki hafa haft sömu áhrif á þá bræður eins og faðir þeirra Guðjón
Þórðarson enda sé það eðlilegt þar sem Guðjón var á kafi í fótboltanum. „Við
fengum hraðann frá henni. Hún þótti frá á fæti og hröð ólíkt föður mínum sem var
aldrei talinn með fljótari mönnum,“ segir Þórður og hlær.
„Annars held ég að hún hafi frekar haft áhrif á karakter okkar bræðranna. Það eru
persónuleg einkenni, skapið og fasið, sem koma frá henni. Hún hefur stutt okkur
með ráðum og dáð og mætt á alla leiki. Það hefur verið afar mikilægt,“ segir
Þórður.
BLS. 6 | sirkus | 12. JANÚAR 2007
BJARNEY ÞÓRUNN JÓHANNESDÓTTIR BÝR TIL FANTAGÓÐA FÓTBOLTAMENN
Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir og synirnir fjórir Þessi kjarnakona af Akranesi hefur búið til fjóra frábæra knattspyrnumenn. Þrír
þeirra, Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir hafa allir spilað í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu en þeim fjórða
og yngsta, Birni Bergmann, er spáð miklum frama. Sirkusmynd/Anton Brink
Þegar talað er um hvaðan bræðurnir Þórður (33), Bjarni (27)
og Jóhannes Karl (26) Guðjónssynir hafa knattspyrnuhæfileik-
ana er faðir þeirra, knattspyrnuþjálfarinn sigursæli Guðjón
Þórðarson, yfirleitt nefndur til sögunnar. Flestir gleyma því að
drengirnir þrír eiga líka móður, Bjarneyju Þórunni Jóhann-
esdóttur (50). Guðjón og Bjarney skildu árið 1984 en það
stoppaði ekki Bjarneyju í því að búa til enn einn hæfileikaríka
knattspyrnumanninn, Björn Bergmann Sigurðarson (15), með
núverandi eiginmanni sínum Sigurði Haraldssyni. Bræður hans
segja Björn þann efnilegasta af þeim öllum og hafa lið á borð
við Manchester United sóst eftir honum. Björn ákvað að vera
áfram á Skaganum til að læra af Guðjóni Þórðarsyni áður en
hann hleypir heimdraganum sem virðist óumflýjanlegt í ljósi
hæfileika hans. Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi við fótbolta-
mömmu Íslands, Bjarneyju Þórunni Jóhannesdóttur og frædd-
ist um það hvernig fara á að því að búa til góða fótboltamenn.
Fótboltamamman á Skaganum
Þórður Guðjónsson
Fæddur: 14. október 1973
Eiginkona: Anna Lilja
Valsdóttir
Börn: Valdís Marselía 12
ára, Veronica Líf 9 ára og
Victoria Þórey 15 mánaða.
Félög: KA, ÍA, Bochum
(Þýskalandi), Genk (Belgíu), Las
Palmas (Spáni), Derby
(Englandi), Preston (Englandi)
og Stoke (Englandi).
A-landsleikir: 58
Mörk: 13
Bjarni Guðjónsson
Fæddur: 26. febrúar 1979
Eiginkona: Anna María
Gísladóttir
Börn: Helga María 4 ára og
Jóhannes Kristinn 23 mánaða.
Félög: ÍA, Newcastle
(Englandi), Genk (Belgíu), Stoke
(Englandi), Bochum (Þýska-
landi), Coventry (Englandi) og
Plymouth (Englandi).
A-landsleikir: 17
Mörk: 1
Jóhannes Karl
Guðjónsson
Fæddur: 1980
Eiginkona: Jófríður María
Guðlaugsdóttir
Börn: Ísak Bergmann 4 ára
og Jóel Þór 2 ára.
Félög: KA, ÍA, Genk
(Belgíu), MVV (Hollandi),
Waalwijk (Hollandi), Real Betis
(Spáni), Aston Villa (Englandi),
Wolves (Englandi), Leicester
(Englandi) og AZ Alkmaar
(Hollandi).
A-landsleikir: 30
Mörk: 1
Björn Bergmann
Sigurðarsson
Fæddur: 26. febrúar 1991
Félög: ÍA
STAÐREYNDIR UM BRÆÐURNA