Fréttablaðið - 12.01.2007, Síða 42
M
agni Ásgeirsson
skaust fram á
sjónarsviðið síðasta
sumar þegar hann
var valinn úr hópi 25
þúsund manna um
heim allan til að spreyta sig í
raunveruleikaþættinum Rockstar
Supernova. Magni var löngu þekktur á
Íslandi enda hafði hann sungið og
spilað með hljómsveitinni Á móti sól
um árabil. Fjölskylda hans hafði hins
vegar hingað til fengið frið frá ágangi
fjölmiðlanna en með velgengni
Magna í Ameríku fór það að breytast.
Unnusta Magna til margra ára, Eyrún
Huld Haraldsdóttir, og sonur þeirra
Marínó, voru allt í einu komin inn í
mitt kastljós fjölmiðlanna, allir vildu
heyra í þeim og þekkja.
Á allra vörum
Flestir eru sammála um að Eyrún
Huld hafi staðið sig eins og hetja við
að svara spurningum fjölmiðla og í
viðtali við DV sagðist hún stolt af
Íslendingum og hvernig þeir stæðu
við bakið á Magna í keppninni. Eyrún
og Magni voru á allra vörum og
umfjöllun fjölmiðla hélt áfram eftir að
Magni kom heim. Þau voru meðal
annars valin eitt af pörum ársins í Hér
og Nú og voru auk þess fastagestir í
lífsstílsþættinum Innlit útlit þar sem
þau fengu hjálp fagmanna við að
endurgera heimili sitt í Skerjafirðin-
um.
Óskapar þjóðarinnar hætt saman
Þegar fréttir af skilnaði Magna og
Eyrúnar bárust brá mörgum heldur
betur í brún. Í fréttatilkynningu
sögðust Magni og Eyrún hafa ákveðið
að slíta samvistum vegna þess að þau
hefðu fjarlægst tilfinningalega í
kjölfar mikilla breytinga á högum
Magna.
Þetta óskapar þjóðarinnar er hætt
saman eftir margra ára samband.
Sögurnar voru ekki lengi að spretta
upp og þá sér í lagi á vefnum
barnaland.is, auk þess sem óprúttinn
einstaklingur falsaði netsíðu CNN og
sagði frá framhjáhaldi Magna og
Dilönu Robichaux, sem var ein af
keppendum í Rockstar Supernova og
kom meðal annars tvívegis til Íslands
til að syngja með Magna. Í viðtali við
Fréttablaðið blés Magni á allar
kjaftasögurnar og bað fólk vinsamleg-
ast um að hugsa um eigin vandamál.
Byrjuðu saman á skólaballi
Eyrún Huld ólst upp á Egilsstöðum en
Magni á Borgarfirði eystri. Þau
stunduðu bæði nám í Menntaskólan-
um á Egilsstöðum og fluttu til
Reykjavíkur þegar Magna bauðst
staða söngvara hjá hljómsveitinni Á
móti sól. Magni og Eyrún höfðu lengi
vitað hvort af öðru en kynntust ekki
fyrir alvöru fyrr en árið 1997 þegar þau
voru bæði í ME. Sagan segir að þau
hafi fallið fyrir hvoru öðru á skólaballi
þar sem hljómsveitin Sóldögg spilaði
fyrir dansi. Eitt leiddi af öðru og fyrr
en varði voru þau orðin par, ung að
aldri en Magni er þremur árum eldri
en Eyrún, hann er fæddur 1978 en hún
1981. Þann 19. september 2005
fæddist Marinó Bjarni og í viðtali við
DV sagði Magni að föðurhlutverkið
hefði gjörbreytt honum. „Föðurhlut-
verkið breytti mér algjörlega á sömu
sekúndu og ég sá son minn í fyrsta
skiptið. Það er það ánægjulegasta sem
ég hef nokkurn tímann tekist á við og
jafnframt það erfiðasta en ég nýt
hverrar mínútu út í æsar,“ sagði Magni
uppljómaður og bætti við að fjölskyldan
væri númer eitt, tvö og þrjú.“ Vinirnir
taka næstu sætin þar á eftir og tónlistin
á sæti þar á eftir. Þetta er það sem gefur
lífinu gildi.“
Fagnaðarfundir í Los Angeles
Á meðan á Rockstar Supernova
keppninni stóð talaði Magni oft um
það hversu sárt hann saknaði
fjölskyldu sinnar. Hljómsveitar-
meðlimir Supernova sáu aumur á
honum og buðu Eyrúnu og Marínó til
ÞEGAR ÆSKUÁSTIN FÖLNAR
MAGNI ÁSGEIRSSON
er á meðal þeirra Íslend-
inga sem settu mark sitt
á árið 2006. Magni tók
þátt í bandaríska raun-
veruleikaþættinum Rock-
star Supernova og öðlað-
ist heimsfrægð í kjölfarið.
Fjölskylda Magna var allt
í einu komin í kastljós
fjölmiðlanna og þjóðin
hélt mikið upp á þessa
litlu fjölskyldu. Fréttir af
slitum samvista Magna
og æskuástarinnar Eyrún-
ar Huldar Haraldsdóttur
komu sem þruma úr
heiðskíru lofti og ollu
talsverðu uppnámi á
meðal aðdáenda þeirra.
Sirkus skrásetti sögu
þessa óskapars þjóðar-
innar.
Sæt saman Eyrún Huld og Magni ásamt syninum Marínó á meðan allt lék í lyndi áður en Rockstar-ævintýrið hófst.
TÍMAÁS AF ROCKSTAR-
ÆVINTÝRINU
5. apríl 2006 – Magni mætir í prufu fyrir
þættina Rockstar Supernova á Gauki á Stöng.
12. júní 2006 – Fréttir þess efnis að
Magni hafi komist í átján manna hóp berast.
22. júní 2006 – Í ljós kemur að
Magni hefur komist í fimmtán manna
hópinn í Rockstar Supernova.
5. júlí 2006 – Sýningar á
Rockstar Supernova hefjast á
Skjá einum.
30. ágúst 2006 –
Magni fær flest stig allra
keppenda sem eftir eru.
13. september 2006 –
Úrslitakvöldið. Magni endar í
fjórða sæti en Lucas Rossi
sigrar keppnina.
30. nóvember 2006 – Tónleikar
Magna, Dilönu, Storm Large og Toby í
Laugardalshöll.
5. janúar 2007 – Fréttatilkynning frá
Magna og Eyrúnu berst DV þess efnis
að þau hafi slitið samvistum.
Dilana Robichaux Eftir að fréttir um slit
samvista Magna og Eyrúnar bárust
fóru sögusagnir þess efnis að Magni
hefði átt í sambandi við Dilönu
Robichaux að spretta upp. Magni segir
ekkert til í þeim sögusögnum.
BLS. 10 | sirkus | 12. JANÚAR 2007