Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 20
fréttir og fróðleikur
Demókratar geta kallað her heim
Þau alvarlegu ofbeldisverk
sem unnin hafa verið að
undanförnu hafa vakið ugg
í brjósti almennings. Fólk
spyr sig hvort ástandið sé
orðið þannig, að ekki sé
óhætt að vera á ferðinni
að kvöld- eða næturlagi.
Hvort vegfarendur geti átt
á hættu að á þá verði ráðist
og þeir slasaðir, jafnvel
lífshættulega eins og raunin
var með tvo pilta sem voru
á göngu í Garðastræti
um áramótin. Þeir mættu
þremur ókunnum unglings-
piltum. Það næsta sem
vegfarendurnir tveir vissu
af sér var að þeir vöknuðu
uppi á spítala, annar höfuð-
kúpubrotinn.
Ofbeldisverk, í hvaða mynd sem
þau birtast, eru ekkert einkamál.
Þetta hefur Ófeigur Þorgeirsson,
yfirlæknir á slysa- og bráðamót-
töku Landspítala - háskólasjúkra-
húss,undirstrikað í viðtali í Frétta-
blaðinu. Þar sagði hann að á
stundum væri stöðugur straumur
fólks neðan úr bæ, eða af heimilum
landsmanna, upp á slysadeild, sem
orðið hefði fyrir líkamsárásum.
„Fylliríistengdu áverkarnir eru
hömlulausir og andstyggilegir,
nær einungis mjög slæmir höfuð-
áverkar, tannlos, nefbrot og höf-
uðkúpubrot.“
Þannig lýsir yfirlæknirinn
ástandi þeirra fórnarlamba ofbeld-
ismanna sem leita aðstoðar á
slysadeildinni.
Og hann segir
að starfsfólki
deildarinnar sé
gjörsamlega
ofboðið og að
það sé búið að
fá nóg.
Þetta er þó
aðeins angi
þeirra alvarlegu
afleiðinga sem
árásir ofbeldis-
seggja hafa á líf
fólks. Þær eru
hreint ekki
bundnar við lík-
amleg meiðsl. Sárin á sálinni eru
yfirleitt miklu lengur að gróa.
Starfsfólk í áfallateymi slysa- og
bráðadeildar LSH segir reynsluna
hafa sýnt það að eftir því sem
fórnarlambið finni fyrir meiri
vanmætti, hjálparleysi og skelf-
ingu við árásina, þeim mun lengur
sé viðkomandi að jafna sig and-
lega.
Fréttablaðið hefur verið í sam-
bandi við fólk sem ráðist hefur
verið á í borginni og það orðið
fyrir meiðslum. Enginn þeirra
treysti sér til að koma í viðtal við
blaðið. Ekki vegna ótta við þá sem
ráðist höfðu á þau, heldur vegna
þess að þau vildu ekki rifja þessa
skelfilegu atburði upp. Þau treystu
sér ekki til þess. Þau vildu ekki,
ekkert þeirra, endurupplifa hryll-
inginn, þótt ekki væri nema í frá-
sögn.
„Þetta hefur fylgt mér dag og
nótt frá því að ráðist var á mig,“
sagði eitt fórnarlambanna. „Dag-
lega kemur þetta upp í hugann við
einhverjar tilteknar kringum-
stæður og á nóttunni fæ ég mar-
traðir.“
Þessi einstaklingur hefur leitað
sér aðstoðar og kveðst ætla að
sigrast á vanlíðaninni sem hefur
heltekið líf hans eftir að ráðist var
á hann. En hann segist ekki sjá
fyrir endann á ömurleikanum.
Hvað varðar víðtæk áhrif
ofbeldisverka og líkamsárása
hefur Ófeigur Þorgeirsson einnig
minnt á að þeir sem fyrir slíku
verða eigi aðstandendur. Þeim
megi ekki gleyma. Heilu fjölskyld-
urnar og ástvinir geti verið bugað-
ar af áhyggjum og kvíða meðan
þess er beðið hvernig þeim, sem
hefur verið slasaður, reiði af.
Þetta er enn einn angi afleið-
inganna sem vill gleymast. Þessar
tilfinningar eru ekki bornar á torg.
En starfsfólk slysadeildar verður
vissulega vart við þær.
Þeir sem leita hjálpar á slysadeild
vegna meiðsla af völdum líkams-
árása eru einkum á aldrinum 15-
24 ára. Þeir sem berja og stinga
eru í sama aldurshópi. Hvaða
hvatir liggja að baki því að ein-
hver beitir ofbeldi, ræðst á annan
og meiðir? Athyglisverðar eru
upplýsingar Halldóru Gunnars-
dóttur, framkvæmdastjóra Barna-
verndarnefndar Reykjavíkur, um
verulega vaxandi ofbeldi gegn
börnum í gegnum tölvur og far-
síma.
„Það er verið að lokka og tæla
og villa á sér heimildir. Það er verið
að hræða börn og hóta þeim, jafn-
vel af öðrum börnum. Þarna sjáum
við ljót eineltismál,“ segir hún.
Það er eitthvað að þegar svona
er komið. Ekki hjá þeim sem lenda
í ofbeldinu og eineltinu, heldur hjá
hinum sem stunda það. Fagfólk
sem Fréttablaðið hefur rætt við er
sammála um að þar hafi orðið
alvarlegir brestir í fjölskyldulegu
og/eða félagslegu tilliti hjá hinum
ofbeldiashneigðu.
„Það eru nokkrir grundvallarþætt-
ir sem alltaf þarf að hafa í huga
við uppeldi barns,“ segir Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Barna-
verndarstofu. „Í fyrsta lagi er agi.
Barnið þarf að búa við einhverjar
leikreglur sem tryggja öryggi
þess í uppvextinum. Í öðru lagi er
umhyggja og ástúð, þar sem barn-
ið fær tilfinningalega næringu. Í
þriðja lagi er viðurkenning. Barn-
ið þarf að fá viðurkenningu fyrir
það sem það gerir í hinu daglega
lífi. Ella er hætt við að eitthvað
fari úrskeiðis í þroskaferlinu. Í
fjórða lagi er samræða. Ef ekki er
fyrir hendi samræða milli uppal-
anda og barns getur fólk ekki lært
að leysa úr ágreiningsmálum
nema með átökum.
Það þarf ekki nema að einn af
þessum þáttum virki ekki. Þá
getum við farið að sjá ákveðinn
vanda skapast.“
Ofbeldisverk eru ekki einkamál
Læknanlegur
sjúkdómur
Katrín Edda Svansdóttir
- sölumaður í þjónustuveri RV
Skrifstofuvörur
á janúartilboði
Á tilboði
í janúar 2007
Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar,
töflutússar og
veggklukka
Merkipennar,
bláir, svartir, rauðir
og grænir, 12 stk í pk.
898kr.
pk.
R
V
62
22
A
Mopak ljósritunar-
pappír, 5x500 blöð í ks.
1.240kr. ks.
Bréfabindi A4,
5cm og 8cm kjölur.
148kr.