Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 46
Þ að kemur kannski mörgum á óvart að hin átján ára gamla Lovísa Elísabet, betur þekkt
sem Lay Low, hafi selt meira af sinni
fyrstu plötu á síðasta ári heldur en
þrjár Idolstjörnur samanlagt. Lay Low
seldi rúm sjö þúsund eintök af plötu
sinni en Hildur Vala Einarsdóttir,
Snorri Snorrason og Bríet Sunna
Valdemarsdóttir seldu samanlagt rétt
rúmlega sex þúsund plötur.
„Þetta er skemmtilegt. Ég hef aldrei
unnið Idolið og bjóst nú eiginlega ekki
við þessum viðtökum. Þetta átti nú
bara að vera pínulítil frumraun en ég
er afar þakklát fyrir mótttökurnar,“
segir Lay Low í samtali við Sirkus.
Virðist ekki vera nein ávísun á gott
gengi á plötumarkaðnum að hafa
slegið í gegn í sjónvarpsþættinum Idol
Stjörnuleit á Stöð 2. Í það minnsta
gekk þeim þremur einstaklingum sem
skutust upp á stjörnuhimininn í
þættinum, Hildi Völu, Bríeti Sunnu og
Snorra, ekki vel að selja sínar plötur
fyrir þessi jól.
Mestar vonir voru bundnar við
Hildi Völu, sem vann Idolið árið 2005.
Hún gaf út sína fyrsta plötu sama ár
og seldist hún afar vel, í um 7000
eintökum. Hún gaf út sína aðra plötu
nú í nóvember sem bar nafnið Lalala.
Sú plata gekk ekki jafn vel og stendur
nú í um 2000 eintökum.
Suðurnesjastúlkan Bríet Sunna
söng sig inn í hug og hjörtu lands-
manna í Idolinu fyrir ári. Þar hafnaði
hún í þriðja sæti og gaf síðan út fyrir
síðustu jól kántríplötuna Bara ef þú
kemur með. Sú plata seldist í 2500
eintökum. Verstu útreiðina fékk hins
vegar Idol-sigurvegarinn 2006 Snorri
Snorrason. Platan hans Allt sem ég á,
seldist aðeins í 1600 eintökum sem
verða að teljast töluverð vonbrigði
miðað við alla þá miklu athygli sem
Snorri fékk í kringum sigur sinn í
Idolinu.
Eiður Arnarsson, útgáfustjóri
íslenskrar tónlistar hjá Senu, segir í
samtali við Sirkus að það sé allt
annað mál að gefa út plötur en að
taka þátt í sjónvarps-
þætti eins og Idolinu.
„Það var sjónvarps-
þáttur og virkaði vel
sem slíkur. Það er hins
vegar himinn og haf á
milli þess að senda
sms í símakosningu heima í stofu og
að fara út í búð og kaupa plötu.
Vissulega eru þessar tölur vonbrigði
fyrir listamennina, kannski að
undanskilinni Bríeti Sunnu sem
getur unað vel við sitt. Ég bjóst til að
mynda við miklu meira af Hildi Völu
enda er þetta bráðgóð plata,“ segir
Eiður og bætir við að það séu
aðeins tvær plötur Idol-stjarna
sem hafi selst vel, annars
vegar fyrsta plata Hildar Völu
og hins vegar fyrsta
plata Jóns
Sigurðssonar,
sem oft er
kenndur við
fimm
hundruð
kallinn, en
hún seldist í
yfir 5000
eintökum.
„Ég mæli með góðum kaffibolla í
Kaffitári í Kringlunni. Ég get ekki byrjað
daginn án þess að fá mér kaffi á þeim
stað. Ef það klikkar ég er ómöguleg.“
Þórunn Högnadóttir sjónvarpskona
„Ég mæli með kvikmyndinni Little Miss
Sunshine. Þetta er alveg æðisleg
grínmynd sem ég fór á í bíó og skemmti
mér konunslega. Manneskjuleg mynd,
flott skrifuð og leikin. Flott frá A-Ö.“
Valur Sævarsson söngvari
Við mælum með
Lay Low seldi meira en
Idol-stjörnur til samans
Snorri Snorrason Idol-kóngurinn 2006
náði ekki tvö þúsund platna markinu
sem hljóta að teljast vonbrigði.
Bríet Sunna Bauð upp á kantrítón-
list og seldi 2500 eintök, mest af
Idol-stjörnunum þremur sem gáfu
út disk fyrir síðustu jól.
BLS. 14 | sirkus | 12. JANÚAR 2007
Lay Low Aldrei
unnuð Idol en seldi
samt grimmt af
plötum fyrir jólin.
Hildur Vala Seldi
fimm þúsund
eintökum minna
af nýjustu plötu
sinni en þeirri
fyrstu.