Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 68
Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tíma- bært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“ Sögusagnir þess efnis að parið ætti í erfiðleikum fóru á kreik í febrúar 2005 þegar Barrymore mætti ekki í brúðkaup söngvara The Strokes. Nokkrum mánuðum síðar sást parið rífast fyrir opnum tjöldum. Vinir parsins fyrrver- andi segja að Barrymore sé of ver- aldarvön fyrir Morietti og hann kunni ekki að meta vini hennar í Hollywood. Barrymoore á lausu Mörsugur til mæðu Fimm íslenskir söngleikir eru væntanlegir á fjalirnar í vor og haust og má því með sanni segja að söng- leikjafár ríði nú yfir landið. Abbababb, byggt á samnefndri plötu Dr. Gunna, ríður á vaðið, en það verður frumsýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í byrjun febrúar. Dr. Gunni er potturinn og pannan í upp- setningunni: hann skrifaði verkið ásamt Felix Bergssyni, samdi fleiri lög í sýninguna og tekur þátt í tón- listarflutningum. Sigurjóni Kjart- anssyni mun einnig bregða fyrir í hlutverki herra Rokk, fígúru sem þekkt er af barnaplötunni góðu. Þjóðleikhúsið frumsýnir Leg eftir Hugleik Dagsson í febrúar. Davíð Þór Jónsson og hljómsveitin Flís standa fyrir tónlistinni í verk- inu, sem fjallar um ástir og örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu. Með hlutverk Kötu fer Dóra Jóhannsdóttir, en með henni á svið- inu verða meðal annars Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Kjartan Guðjónsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Ástir og örlög eru einnig í brennidepli í söngleiknum Ást eftir Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson, sem fjallar um tvo eldri borgara á elliheimili. Víking- ur fer með hlutverk í sýningunni, sem Gísli Örn leikstýrir, en aðal- hlutverkin eru í öruggum höndum þeirra Kristbjargar Kjeld og Magn- úsar Ólafssonar. Magnús kemur þannig í stað Ragga Bjarna, sem upphaflega var orðaður við hlut- verkið. Þeir Vesturportsbræður velja tónlistina ásamt Pálma Sigur- hjartarsyni, en þar verða nýleg íslensk og erlend lög áberandi. Kór eldri borgara tekur jafnframt þátt í sýningunni, sem stefnt er á að frumsýna í Borgarleikhúsinu um miðjan febrúar. Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir Gretti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson undir sama þaki. Söngleikurinn fjallar um átök ungmennisins Grettis við frægð og frama og sjón- varpsdrauginn Glám. Halldór Gylfason fer með hlutverk Grettis en tónlistarstjóri er Hallur Ingólfs- son. Halli til fulltingis eru þeir Jón Atli Helgason úr Hairdoctor og Elís Pétursson og Þorbjörn Sigurðsson úr hljómsveitinni Jeff Who? Frum- sýningardagurinn er 23. mars næst- komandi en æfingar hefjast í næstu viku. Sokkabandið, sem samanstend- ur af leikkonunum Elmu Lísu Gunn- arsdóttur og Arndísi Hrönn Egils- dóttur, vinnur að söngleiknum Hér og nú, sem er byggður á glanstíma- ritum og fólkinu sem prýðir síður þeirra. Hjálmar Hjálmarsson legg- ur þeim stúlkum lið, en Baggalútur mun sjá um texta og tónlist. Að sögn Elmu Lísu mun leikhópurinn, sem enn er óákveðinn, og Baggalút- ur semja handritið saman, en vinna við söngleikinn er á frumstigi. Sokkabandið áformar frum- sýningu í haust en enn er óvíst á hvaða fjalir verkið kemst. Unaðslegar stundir Leyfðu okkur að koma þér og elskunni þinni á óvart þegar við leikum okkur í eldhúsinu og töfrum fram ferska og framandi fiski- fugla- og kjötrétti með unaðslegum eftirréttum. með spennandi fjögurra rétta kvöldverði á aðeins 3.900.- allar helgar í janúar, febrúar og mars Rauða Húsið 483 3330 Búðarstíg 4 · 820 Eyrarbakkka www.raudahusid.is · Aðeins 45 mín frá Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.