Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 29
Tíu dropar er eitt af þessum
viðkunnanlegum kaffihúsum
sem kúrir á Laugavegi. Það
eru yfir tuttugu ár síðan kaffi-
húsið leit dagsins ljós, en fyrir
rúmu ári tóku við því fjórar
ungar konur sem leggja mikla
áherslu á einfalda og góða
þjóðlega rétti.
Það er sérstaklega hlýlegt and-
rúmsloft í kjallara Laugavegs 27
þar sem Tíu dropar eru til húsa.
Eins konar fortíðarþrá læðist um
milli borðanna. Og þegar glaðleg
þjónustustúlkan birtist og býður
kaffi er eins og maður sé komin í
heimsókn til góðra vina.
Þegar þær Tinna Ásgeirsdóttir,
Sigríður Helga Kristjánsdóttir,
Brynja Björk Hinriksdóttir og
Þorgerður Egilsdóttir tóku við
þessum rótgróna kaffihúsi fylgdi
með tryggur hópur gesta sem enn
koma í heimsókn enda er stefnan
hjá vinkonunum að gestum líði
vel. „Við fórum hægt af stað með
breytingar svo að fastagestirnir
myndu ekki missa umhverfið sem
þeir þekktu. Við gerðum lítils hátt-
ar breytingar á salnum sem féllu í
góðan farveg og samhliða því
breyttum við og bættum örlítið
við matseðilinn,“ segir Þorgerður
Egilsdóttir bústýra hjá Tíu drop-
um.
Salnum var breytt örlítið og
matseðillinn færður í þjóðlegri
búning. Meðal annars er boðið upp
á flatbrauð með hangikjöti, klein-
ur, pönnukökur og góða kjötsúpu
sem heillar alla upp úr skónum.
„Við höfum allar okkar hlutverk í
rekstrinum, en það er skemmti-
legast í pönnukökunum, svo við
rífumst stundum um að baka þær,“
segir Þorgerður brosandi.
Í gestahópnum er fólk sem
vinnur í miðbænum en líka aðrir
sem gera sér ferð í bæinn sérstak-
lega til að kíkja inn á Tíu dropa.
„Það eru mjög margir fastagestir,
bæði daglega og þeir sem koma
einu sinni í viku eða mánuði.
Maður sér sömu andlitin reglu-
lega og það er mjög indælt að sjá
hvað hópurinn stækkar og að gest-
unum líður vel hjá okkur,“ segir
Þorgerður.
Tíu dropar eru á Laugavegi 27
og er opið virka daga frá klukkan
09.00-18.00, á laugardögum frá kl.
10.00-17.00, en lokað á sunnudög-
um.
Rifist um að baka
pönnukökur
Umræður, veitingahúsarýni,
uppskriftir og góð ráð.
Matseld.is er nýr vefur þar sem
áhugafólk um mat og matargerð
ætti að finna sitthvað við sitt hæfi.
Vefurinn er ókeypis fyrir notendur,
en með því að skrá sig getur fólk
skipst á góðum ráðum, sett inn upp-
skriftir og margt fleira. Til dæmis
skiptast notendur á ráðum í sam-
bandi við að skipuleggja kvöldmat-
seðilinn viku fram í tímann, hvar
hægt er að finna góðar uppskriftir
fyrir sykursjúka, hvað skuli gera
þegar fólk er með ofnæmi fyrir
MSG og fleiri hollráð.
Á vefsíðunni er einnig að finna
veitingahúsarýni þar sem notendur
gefa veitingastöðum einkunnir,
orðabanka með ýtarlegum upplýs-
ingum um margs konar fæðuteg-
undir sem oft virðast framandi og
fleira gagnlegt.
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA
Nýr vefur
um matseld